Flott hjá Helga og Kötu að berjast við kerfið

Helgi Seljan Mér finnst það mjög flott hjá Helga frænda og Kötu að berjast við kerfisvaldið sem uppi er í nafnamálum. Það er kominn tími til að kenna því þá lexíu að það sé algjörlega ólíðandi að kerfið ráði því fyrir foreldra hvað barnið þeirra eigi að heita eða hvernig það sé skráð opinberlega í þjóðskrá. Það er algjörlega út í hött að til sé miðstýringarnefnd mannanafna sem getur ákveðið hvort foreldrarnir megi skíra börnin sín því nafni sem þau vilja.

Um leið og ég vissi að litla prinsessan ætti að heita í höfuðið á ömmum sínum vissi ég að þetta yrði voldugt nafn. Velti því reyndar fyrir mér hvort að það yrði eitthvað vandamál að skrá nafnið inn í þjóðskrá. Ég veit að foreldrarnir eru ekki vön að láta sinn hlut og beygja sig undir hvað sem er og vissi því áður en þessi frétt kom að yrði eitthvað vandamál myndu þau berjast allt til enda. Enda eiga þau að gera það og líka að láta í ljósi þá skoðun að kerfið eigi ekki að hugsa fyrir okkur og ákveða fyrir okkur hvernig hlutirnir eigi að vera, sem við viljum ráða.

Í sjálfu sér er mikilvægt að taka þessa baráttu til að reyna að breyta hinu vitlausa, sem þetta kerfisvald mannanafna er. Vonandi munu foreldrarnir taka þá baráttu og sveigja kerfið til. Það er nefnilega mikilvægt að Indíana frænka mín fái að hafa nafnið sitt heilt en ekki með skammstöfunum til að þóknast tölvuvaldinu.

mbl.is Nennir ekki laga sig að tölvu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Huld S. Ringsted

Það er fáránlegt að í allri tölvutækninni skuli tölva þjóðskrár ekki bjóða upp á alla þann stafafjölda í nöfnum sem foreldrar óska eftir!

Annars flott nafn á litlu skvísunni þeirra

Huld S. Ringsted, 12.1.2008 kl. 17:19

2 Smámynd: Guðmundur Auðunsson

Alveg sammála að þetta er fáránlegt. Yngri synir mínir eru með tvö kenninöfn, Guðmundsson Goldstein, og finnst mér fáránlegt að þjóðskráin klippi kenninöfn þeirra niður í G. Goldstein.

Guðmundur Auðunsson, 14.1.2008 kl. 14:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband