Krakkar á kvöld- og næturvöktum í verslunum

11-11 Mér skilst að tveir táningspiltar hafi verið á vakt í versluninni á Grensásvegi sem var rænd í gærkvöldi. Það hlýtur að vera lífsreynsla fyrir krakka á slíkum aldri að lenda í vopnuðu ráni og eiginlega er varnarleysi þessara krakka sem taka að sér kvöld- og næturvaktir í verslunum algjört ef eitthvað gerist. Það hljóta margir foreldrar að vera hugsi yfir þessari þróun allavega.

Þegar að ránið var framið í sömu verslun voru tvö fimmtán ára ungmenni að vinna. Það sjá allir að krakkar á þessum aldri fara ekkert að diskútera við ræningjann, það er enda ekkert annað í stöðunni en afhenda peningana sem eru í kassanum. Annars geta þetta varla verið rosalegar upphæðir. Flestir nota orðið greiðslukort, enda skilst manni að það sé jafnan ekki nema einhverjir örfáir þúsundkallar í kassanum á kvöldin, enda er þá minni traffík væntanlega en yfir daginn.

Það virðist vera einhver tískubylgja í gangi þar sem verslanir eru rændar á höfuðborgarsvæðinu. Einhver neyð er það sem rekur fólk til að ræna til að eiga einhverja seðla í vasanum; má vel vera að það sé fólk í viðjum vímu og neyslu eða í einhverju allt öðru ástandi. Finnst samt verst að krakkar lendi í þessum aðstæðum, enda geta aðstæður í svona ránum orðið erfiðar og það sjá allir að það er ekki beint þægilegt fyrir óharðnaða unglinga að takast á við.

Það er ekki góð þróun ef að krakkar eða foreldrar kvíða hverri vakt af ótta við að eitthvað gerist. En þetta er víst orðinn íslenskur veruleiki. Eins napur og hann annars hljómar.

mbl.is „Góðkunningi lögreglunnar“grunaður um ránið í 11-11
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

En athugaðu, það er yfirleitt bara 11-11 eða 10-11 búðir rændar. Mörg ár síðan bensínstöðvar hafa verið rændar sem betur fer. Ekki það að ég sé neitt fegnari að klukkubúðirnar séu rændar, langt í frá. En þær mættu kannski læra eitthvað af bensínstöðvum?

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 12.1.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Flestar verslanakeðjur halda reglulega öryggisnámskeið og þar er kennt að maður hlíðir ræningjanum umyrðalaust, alls ekki að reyna að leika hetju. Mannslíf og heilsa er dýrmætari en einhverjir þúsundkallar úr kassanum, enda nást þeir sjálfsagt oftar en ekki til baka, enda yfirleitt ekki mjög skýrt í kollinum þetta vesalings ógæfufólk sem stendur í þessu.

Gísli Sigurðsson, 12.1.2008 kl. 22:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband