Er meirihlutinn í bæjarstjórn Dalvíkur að springa?

Svanfríður JónasdóttirSamkvæmt mínum heimildum eru miklar líkur á því að meirihlutasamstarf J-listans og Framsóknarflokks í bæjarstjórn Dalvíkur sé að springa vegna yfirvofandi bæjarstjóraskipta, en í meirihlutasamningi var ákvæði um að Framsóknarflokkur fengi bæjarstjórastólinn um mitt kjörtímabil. Svanfríður Jónasdóttir, leiðtogi J-listans, hefur verið bæjarstjóri síðan í júní 2006 og er greinileg ólga um að ráða eigi ópólitískan bæjarstjóra með ákvörðun framsóknarmanna út kjörtímabilið.

Hef heyrt ýmsar sögusagnir um þessi mál síðustu dagana, eftir að ég skrifaði pistil um málið hér á vefinn. J-listinn vann stóran sigur í kosningunum 2006 og var nærri hreinum meirihluta. Velti ég því fyrir mér eftir kosningarnar, þá þegar, í pistli af hverju J-listinn samþykkti að skipta tímabilinu og ljá máls á þessu fyrir það fyrsta. Það mátti reyndar sjá það strax að skiptin yrðu umdeild, þ.e.a.s. ef Svanfríður stæði sig vel sem bæjarstjóri, sem hefur orðið reyndin.

Það verður áhugavert að sjá hvað gerist, en reyndar má velta því fyrir sér hvort samstaða hafi virkilega verið í meirihlutanum um forystu Svanfríðar fyrst að samið var svona í upphafi og framsóknarmenn treystu henni ekki til að taka allt tímabilið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óðinn Þórisson

ef þetta gerist er þá ekki góður möguleiki á því að við komum þarna inn fyrir framsókn :)

Óðinn Þórisson, 13.1.2008 kl. 18:47

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jú, Óðinn, ég ætla rétt að vona það að þetta þýði það að við komumst þarna í meirihluta.

Annars er einhver hiti í fólki, fróðlegt að sjá hvort að Framsókn bognar af ótta við að missa völdin. Fannst reyndar strax í upphafi blasa við að bæjarstjóraskiptin yrðu umdeild og J-listinn ætti erfitt með að láta Svanfríði hætta á miðju tímabili. Þetta kristallar vel að Framsókn treystir henni í raun varla, en frægt var að þeir vildu ekki ráða hana sem bæjarstjóra er meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk í nóvember 2004, en um það gerðu vinstrimenn í minnihluta kröfu fyrir samstarfi. Það endaði reyndar með því að sá meirihluti sat út tímabilið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.1.2008 kl. 18:54

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Kæmi mér ekki á óvart, hef ekki verið ánægð með Svanfríði þarna inni. Held að sjálfstæðismenn væru bestir, þá er spurning hver heldurðu að verði bæjarstjóri?  langar svo að skjóta að þér einni hugmynd sem ég heyrði og vita hvað þér finnst, " að það sé verið að undirbúa komu Margrétar Sverris í Samfylkinguna með ráðningu Orkumálastjórans nýja.???

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:56

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

...., Guðni er tengdasonur Sverris, en hef heyrt að hann sé langbesti kandídatinn í starfið. Íslandshreyfingin er semsagt dauð.

Ásdís Sigurðardóttir, 13.1.2008 kl. 18:57

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Mér hefur fundist umboð Svanfríðar til að vera bæjarstjóri á Dalvík út kjörtímabilið afgerandi. Listinn sem hún leiddi hlaut afgerandi flest atkvæði og var ekki fjarri hreinum meirihluta. Svo að það hljómar vitlaust að auglýsa á miðju kjörtímabili eftir nýjum ópólitískum bæjarstjóra til að vinna við hlið þess fyrri. Skil ekki af hverju J-listinn samþykkti þessa kröfu Framsóknarflokks fyrir það fyrsta.

Það hefur ekki verið hefð á Dalvík að bæjarstjórar séu ráðnir með hálfum hug, eins og þarna var greinilega gert. Annars er alveg ljóst að ef meirihlutinn getur ekki samið um mál að þá þarf að semja upp á nýtt. Það er heldur ekki útilokað að nýr meirihluti verði myndaður án J-lista en mér finnst það heldur ólíklegt. Það voru flest form rædd eftir síðustu kosningar þarna og allt uppi á borðinu.

Það væri gott að Sjálfstæðisflokkurinn kæmist í meirihluta. Hinsvegar fór hann mjög illa út úr síðustu kosningum og þarf að endurbyggja sig til verka hverngi sem fer með þetta bæjarstjóramál sem er greinilega að sliga meirihlutann. Það þurfti svosem ekki mjög pólitískan mann til að sjá að það yrðu átök um þetta.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.1.2008 kl. 19:09

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Hef verið handviss um það síðan að Margrét komst ekki á þing fyrir Íslandshreyfinguna og hún rann upp fyrir í raun að hún myndi enda í Samfylkingunni. Tel það nokkuð öruggt. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 13.1.2008 kl. 19:18

7 Smámynd: Óli Björn Kárason

Nú hef ég ekki mikla innsýn í sveitarstjórnarmál í Dalvíkurbyggð, en þau skipta mig þó töluverðu. Eftir að Árskógshreppur sameinaðist Dalvík og Svarfaðardal, varð fjölskyldan skattgreiðandi í sveitarfélaginu, en án atkvæðisréttar.

Ég veit að tengdafaðir minn vill að framsókn haldi áfram meirihlutasamstarfi, enda á stundum veikur fyrir Svanfríði, en ekki er hann gagnrýnislaus á samstarfið. Þar sem ég dvel æ meira í Dalvíkurbyggð hef ég fylgst lítillega með innansveitarstjórnmálum þar. Mér hefur sýnst að Svanfríður standi sig vel og hef ég ekki verið mikill aðdáandi hennar.

Óli Björn Kárason, 14.1.2008 kl. 14:04

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentið Óli Björn. Ég bjó á Dalvík í fjölda ára og þekki stjórnmálin þar vel. Byrjaði að taka þátt í pólitík þar og var á lista fyrir Sjálfstæðisflokkinn fyrir margt löngu. Það var skemmtileg byrjun og að mörgu leyti er það lífsins eðlilegt að hafa sama áhuga á pólitíkinni þar, þó vissulega hafi margt breyst síðan að ég bjó þar.

Svanfríður hefur staðið sig vel sem bæjarstjóri. Hefur eiginlega komið mér á óvart. Annars er Svanfríður mikil kjarnakona; vinnusöm og dugleg - mjög ákveðin og lætur ekkert koma sér úr jafnvægi. Er auðvitað reyndur stjórnmálamaður, hefur þingreynslu, verið varaformaður í stjórnmálaflokki og ennfremur verið lengi í pólitík á Dalvík áður. Þekkir þetta... og er að standa sig vel.

Það verður mjög áhugavert að sjá hvað gerist núna. Finnst blasa við að Svanfríður sitji tímabilið á enda. Þetta snýr mest að því hvort að Framsókn geti bakkað með eigin skrifleg loforð og sætt sig við það. Það eru vissir armar Framsóknar á Dalvík lítt hrifnir af Svanfríði og vildu ekki gera hana að bæjarstjóra árið 2004 og ekki heldur síðast, en sættust á að skipta tímabilinu.

Nú virkar allt breytt og Svanfríður og J-listafólk ætli sér að sækja hin tvö árin. Það verður áhugaverð rimma.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 14.1.2008 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband