14.1.2008 | 07:33
Glys- og stjörnulaus Gullhnöttur í 32 mínútur
Gullhnötturinn var veittur í Los Angeles í nótt í 65. skiptið. Athöfnin var söguleg í alla staði; glys- og stjörnulaus með öllu, í formi blaðamannafundar, og stóð aðeins yfir í 32 mínútur - stysta verðlaunaathöfn til þessa í kvikmyndaborginni. Vegna verkfalls handritshöfunda var Gullhnötturinn í raun blásinn af sem alvöruhátíð en sigurvegarar voru þó kynntir til leiks. Leikarar höfðu ákveðið að standa með handritshöfundum í baráttu sinni og því voru engar þakkarræður haldnar og prógrammið rann hratt í gegn með kynningum glysþáttastjórnenda í Hollywood.
Það er vissulega sögulegt að prógrammið snúist í raun aðeins um innsta kjarnann sjálfan: það að upplýsa um sigurvegarana, handhafa Gullhnattarins - en í engu um hliðaráhrif keppninnar; stjörnuljómann, fagra kjóla, leikarabros og langar þakkarræður þar sem þakkað er öllum sem hafa stutt sigurvegarann; allt á milli umboðsmannsins, sem heldur um alla þræðina, og pabba og mömmu, sem bjuggu stjörnuna til. Óskarsverðlaunin verða afhent eftir fimm vikur og ekki undrunarefni að margir velti fyrir sér hvort að afmælishátíðin, þar sem áttatíu ára afmæli er fagnað, muni geta farið fram. Ekki glittir í lausn verkfallsdeilunnar, en flestir þættir eru að verða komnir í þrot í sjónvarpi vegna þess.
Breska kvikmyndin Atonement, með Keiru Knightley og James McAvoy (sem var ein stjarnanna í The Last King of Scotland), var hinn stóri sigurvegari kvöldsins; hlaut verðlaunin fyrir bestu dramatísku kvikmynd og ennfremur fyrir kvikmyndatónlist. Henni tókst að skáka við sterkum myndum á borð við American Gangster, Eastern Promises, The Great Debaters, Michael Clayton, No Country for Old Men og There Will Be Blood. Það er þó ekkert öruggt um möguleika hennar á Óskarnum, enda hafa myndirnar sem hafa unnið í þessum flokki á Golden Globe ekki hlotið Óskarinn síðustu þrjú árin. Myndin hefur hlotið góða dóma og verður eflaust áberandi á Óskarnum.
Frábær kvikmyndaútfærsla leikstjórans Tim Burton á verkinu Sweeney Tood hlaut verðlaunin sem gaman/söngvamynd ársins og Johnny Depp hlaut verðlaunin sem leikari í aðalhlutverki í þeim flokki fyrir túlkun sína á aðalpersónunni - þetta voru fyrstu alvöru kvikmyndaverðlaun Depp, eftir langan og litríkan leikferil. Það fór eins og flestir spáðu - hin franska Marion Cotillard hlaut gullhnöttinn fyrir túlkun sína á Edith Piaf. Cotillard verður Edith, ein besta söngkona 20. aldarinnar, með slíkum glans að vart verður leikið eftir. Með sannkölluðum töfrum færði hún Piaf ljóslifandi yfir á hvíta tjaldið; bæði sigra hennar og sorgir. Hún er sterkt óskarsefni.
Breska leikkonan Julie Christie hlaut, eins og flestum grunaði, leikkonuverðlaunin í dramatískri mynd, en hún var auðvitað stórfengleg í hlutverki Alzheimer-sjúklingsins Fionu, sem smám hverfur inn í annan heim, í myndinni Away From Her. Þetta er að mínu mati besta leikframmistaða Christie í áratugi; síðan að hún lék í Darling (sem hún hlaut óskarinn fyrir á sjöunda áratugnum), Doctor Zhivago og McCabe and Mrs. Miller. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta skiptið sem hún vinnur gullhnöttinn. Christie hefur reyndar gefið í skyn að þetta hafi verið síðasta leikframmistaða sín á litríkum leikferli. Vonandi verður svo ekki.
Breski leikarinn Daniel Day-Lewis vann í dramaflokknum, er víst leiftrandi í hlutverki sínu í There Will Be Blood. Það er mynd sem mér hlakkar mjög til að sjá, hef ekkert heyrt nema lofsamlegt við hana. Sumir kvikmyndagagnrýnendur segja að þetta sé besta hlutverk hans síðan í My Left Foot fyrir tveim áratugum, en hann hlaut óskarinn fyrir þá rullu og var algjörlega frábær sem hinn fatlaði Christy Brown, sem gat aðeins hreyft vinstri fótinn og málaði með honum. Það er ein besta túlkun kvikmyndasögunnar að mínu mati, ótrúlega sönn og sterk. Day-Lewis velur jafnan hlutverk af kostgæfni, aðeins leikið í 25 myndum á ferlinum.
Spænski leikarinn Javier Bardem vann loksins alvöru kvikmyndaverðlaun í Hollywood, en hann hlaut aukaleikaraverðlaunin fyrir túlkun sína á Anton í No Country for Old Men, mynd Coen-bræðra. Það er kominn tími til að Hollywood heiðri Bardem, en hann hefur átt margar yndislegar leiktúlkanir; t.d. í Before Night Falls (sem hann hlaut óskarstilnefningu fyrir) og í The Sea Inside (Mar Adentro), en það er mynd sem heillaði mig gjörsamlega og ég varð eiginlega undrandi að hann fékk ekki tilnefningu til óskars fyrir hana, enda algjörlega frábær mynd. Það er góðs viti ef Bardem fær óskarinn, styð það heilshugar. Hefur unnið fyrir honum.
Cate Blanchett hlaut aukaleikkonuverðlaunin fyrir túlkun sína á rokkgoðinu Bob Dylan í I´m Not There. Var alla tíð viss um að hún hlyti verðlaunin og væntanlega á hún góðan séns á að fá sinn annan óskar líka fyrir rulluna, en hún hlaut verðlaunin fyrir þrem árum fyrir túlkun sína á bestu leikkonu kvikmyndasögunnar, Katharine Hepburn, í mynd meistara Scorsese, The Aviator. Hef ekki enn séð þessa mynd, en af klippum úr henni að dæma er hún að brillera sem Dylan. Þetta sýnir bara hvað hún er fjölhæf og góð leikkona - er að mínu mati ein sú besta í dag. Það var skandall að hún fékk ekki óskarinn á sínum tíma fyrir Elizabeth reyndar.
No Country for Old Men hlaut handritsverðlaunin, kemur ekki að óvörum enda eru þeir Coen-bræður algjörir snillingar og það verður gaman að sjá þessa mynd, sem ég hef ekkert heyrt nema jákvætt og gott um. Það kom skemmtilega á óvart að Julian Schnabel hlyti leikstjóraverðlaunin fyrir hina frönsku Le Scaphandre et le papillon (The Diving Bell and the Butterfly), sem hlaut verðlaunin sem besta erlenda mynd ársins. Þarf kannski varla að koma á óvart, þar sem gullhnötturinn er jú verðlaun erlendra blaðamanna í Hollywood. Hún hefur hlotið góða dóma og er ein þeirra fjölmörgu sem eru á leiðinni á klakann og eru áhugaverðar.
Sjónvarpsverðlaunin skiptust bróðurlega niður. Enginn einn afgerandi sigurvegari. Í dramaflokknum var Mad Men (ný þáttaröð sem ekki er enn komin á dagskrá hér á klakanum) valin besta þáttaröðin og í gamanflokknum hlaut Extras, með Ricky Gervais, verðlaunin, en hún hefur verið sýnd undir heitinu Aukaleikarar, í Ríkissjónvarpinu. Í dramahlutanum hlutu Jon Hamm (Mad Men) og Glenn Close (sem hefur farið á kostum og átt flotta endurkomu í Damages) leikverðlaunin en í gamanhlutanum unnu David Duchovny (Californiacation - vann Gervais) og Tina Fey (30 Rock) leikverðlaunin.
Í aukaleikaraflokknum í sjónvarpsþáttum unnu Jeremy Piven fyrir Entourage (skandall að gengið væri framhjá Andy Serkis í Longford að mínu mati) og Samantha Morton fyrir glæsilega túlkun í Longford. Fyrir leik í leikinni framhaldsmynd unnu Jim Broadbent (fyrir Longford) og Queen Latifah (fyrir Life Support) verðlaunin. Það vakti reyndar athygli mína að Sissy Spacek vann ekki fyrir leik sinn í Pictures of Hollis Woods, en margir höfðu spáð henni verðlaununum.
Heilt yfir er þetta allt þó mjög verðskuldað. Þetta gefur góðar vísbendingar fyrir Óskarinn, en fátt er þó öruggt. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar eftir rúma viku, þriðjudaginn 22. janúar og verðlaunin verða afhend 24. febrúar, að öllu óbreyttu. Kynnir óskarsins, Jon Stewart, mun forfallast standi verkfallið þá enn, enda í félagi handritshöfunda, og alls óvíst er að samið verði fyrir þann tíma. Afmælishátíðin er því í nokkurri óvissu, rétt eins og Gullhnötturinn.
En þetta var sérstök verðlaunaathöfn svo sannarlega, eftirminnileg fyrir okkur sem fylgjumst með kvikmyndabransanum og höfum gaman af að spá og spekúlera í þessu. Sérstakt að upplifa athöfn þar sem ekkert var eftir nema grunnurinn í sjálfu sér, tilkynning verðlauna. Mörgum fannst sviplaust að sjá leikverðlaunin fyrst eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum árið 2001 en þetta sló því öllu við. Það vonast flestir sennilega eftir glysinu næst.
Það er vissulega sögulegt að prógrammið snúist í raun aðeins um innsta kjarnann sjálfan: það að upplýsa um sigurvegarana, handhafa Gullhnattarins - en í engu um hliðaráhrif keppninnar; stjörnuljómann, fagra kjóla, leikarabros og langar þakkarræður þar sem þakkað er öllum sem hafa stutt sigurvegarann; allt á milli umboðsmannsins, sem heldur um alla þræðina, og pabba og mömmu, sem bjuggu stjörnuna til. Óskarsverðlaunin verða afhent eftir fimm vikur og ekki undrunarefni að margir velti fyrir sér hvort að afmælishátíðin, þar sem áttatíu ára afmæli er fagnað, muni geta farið fram. Ekki glittir í lausn verkfallsdeilunnar, en flestir þættir eru að verða komnir í þrot í sjónvarpi vegna þess.
Breska kvikmyndin Atonement, með Keiru Knightley og James McAvoy (sem var ein stjarnanna í The Last King of Scotland), var hinn stóri sigurvegari kvöldsins; hlaut verðlaunin fyrir bestu dramatísku kvikmynd og ennfremur fyrir kvikmyndatónlist. Henni tókst að skáka við sterkum myndum á borð við American Gangster, Eastern Promises, The Great Debaters, Michael Clayton, No Country for Old Men og There Will Be Blood. Það er þó ekkert öruggt um möguleika hennar á Óskarnum, enda hafa myndirnar sem hafa unnið í þessum flokki á Golden Globe ekki hlotið Óskarinn síðustu þrjú árin. Myndin hefur hlotið góða dóma og verður eflaust áberandi á Óskarnum.
Frábær kvikmyndaútfærsla leikstjórans Tim Burton á verkinu Sweeney Tood hlaut verðlaunin sem gaman/söngvamynd ársins og Johnny Depp hlaut verðlaunin sem leikari í aðalhlutverki í þeim flokki fyrir túlkun sína á aðalpersónunni - þetta voru fyrstu alvöru kvikmyndaverðlaun Depp, eftir langan og litríkan leikferil. Það fór eins og flestir spáðu - hin franska Marion Cotillard hlaut gullhnöttinn fyrir túlkun sína á Edith Piaf. Cotillard verður Edith, ein besta söngkona 20. aldarinnar, með slíkum glans að vart verður leikið eftir. Með sannkölluðum töfrum færði hún Piaf ljóslifandi yfir á hvíta tjaldið; bæði sigra hennar og sorgir. Hún er sterkt óskarsefni.
Breska leikkonan Julie Christie hlaut, eins og flestum grunaði, leikkonuverðlaunin í dramatískri mynd, en hún var auðvitað stórfengleg í hlutverki Alzheimer-sjúklingsins Fionu, sem smám hverfur inn í annan heim, í myndinni Away From Her. Þetta er að mínu mati besta leikframmistaða Christie í áratugi; síðan að hún lék í Darling (sem hún hlaut óskarinn fyrir á sjöunda áratugnum), Doctor Zhivago og McCabe and Mrs. Miller. Þótt ótrúlegt megi virðast er þetta í fyrsta skiptið sem hún vinnur gullhnöttinn. Christie hefur reyndar gefið í skyn að þetta hafi verið síðasta leikframmistaða sín á litríkum leikferli. Vonandi verður svo ekki.
Breski leikarinn Daniel Day-Lewis vann í dramaflokknum, er víst leiftrandi í hlutverki sínu í There Will Be Blood. Það er mynd sem mér hlakkar mjög til að sjá, hef ekkert heyrt nema lofsamlegt við hana. Sumir kvikmyndagagnrýnendur segja að þetta sé besta hlutverk hans síðan í My Left Foot fyrir tveim áratugum, en hann hlaut óskarinn fyrir þá rullu og var algjörlega frábær sem hinn fatlaði Christy Brown, sem gat aðeins hreyft vinstri fótinn og málaði með honum. Það er ein besta túlkun kvikmyndasögunnar að mínu mati, ótrúlega sönn og sterk. Day-Lewis velur jafnan hlutverk af kostgæfni, aðeins leikið í 25 myndum á ferlinum.
Spænski leikarinn Javier Bardem vann loksins alvöru kvikmyndaverðlaun í Hollywood, en hann hlaut aukaleikaraverðlaunin fyrir túlkun sína á Anton í No Country for Old Men, mynd Coen-bræðra. Það er kominn tími til að Hollywood heiðri Bardem, en hann hefur átt margar yndislegar leiktúlkanir; t.d. í Before Night Falls (sem hann hlaut óskarstilnefningu fyrir) og í The Sea Inside (Mar Adentro), en það er mynd sem heillaði mig gjörsamlega og ég varð eiginlega undrandi að hann fékk ekki tilnefningu til óskars fyrir hana, enda algjörlega frábær mynd. Það er góðs viti ef Bardem fær óskarinn, styð það heilshugar. Hefur unnið fyrir honum.
Cate Blanchett hlaut aukaleikkonuverðlaunin fyrir túlkun sína á rokkgoðinu Bob Dylan í I´m Not There. Var alla tíð viss um að hún hlyti verðlaunin og væntanlega á hún góðan séns á að fá sinn annan óskar líka fyrir rulluna, en hún hlaut verðlaunin fyrir þrem árum fyrir túlkun sína á bestu leikkonu kvikmyndasögunnar, Katharine Hepburn, í mynd meistara Scorsese, The Aviator. Hef ekki enn séð þessa mynd, en af klippum úr henni að dæma er hún að brillera sem Dylan. Þetta sýnir bara hvað hún er fjölhæf og góð leikkona - er að mínu mati ein sú besta í dag. Það var skandall að hún fékk ekki óskarinn á sínum tíma fyrir Elizabeth reyndar.
No Country for Old Men hlaut handritsverðlaunin, kemur ekki að óvörum enda eru þeir Coen-bræður algjörir snillingar og það verður gaman að sjá þessa mynd, sem ég hef ekkert heyrt nema jákvætt og gott um. Það kom skemmtilega á óvart að Julian Schnabel hlyti leikstjóraverðlaunin fyrir hina frönsku Le Scaphandre et le papillon (The Diving Bell and the Butterfly), sem hlaut verðlaunin sem besta erlenda mynd ársins. Þarf kannski varla að koma á óvart, þar sem gullhnötturinn er jú verðlaun erlendra blaðamanna í Hollywood. Hún hefur hlotið góða dóma og er ein þeirra fjölmörgu sem eru á leiðinni á klakann og eru áhugaverðar.
Sjónvarpsverðlaunin skiptust bróðurlega niður. Enginn einn afgerandi sigurvegari. Í dramaflokknum var Mad Men (ný þáttaröð sem ekki er enn komin á dagskrá hér á klakanum) valin besta þáttaröðin og í gamanflokknum hlaut Extras, með Ricky Gervais, verðlaunin, en hún hefur verið sýnd undir heitinu Aukaleikarar, í Ríkissjónvarpinu. Í dramahlutanum hlutu Jon Hamm (Mad Men) og Glenn Close (sem hefur farið á kostum og átt flotta endurkomu í Damages) leikverðlaunin en í gamanhlutanum unnu David Duchovny (Californiacation - vann Gervais) og Tina Fey (30 Rock) leikverðlaunin.
Í aukaleikaraflokknum í sjónvarpsþáttum unnu Jeremy Piven fyrir Entourage (skandall að gengið væri framhjá Andy Serkis í Longford að mínu mati) og Samantha Morton fyrir glæsilega túlkun í Longford. Fyrir leik í leikinni framhaldsmynd unnu Jim Broadbent (fyrir Longford) og Queen Latifah (fyrir Life Support) verðlaunin. Það vakti reyndar athygli mína að Sissy Spacek vann ekki fyrir leik sinn í Pictures of Hollis Woods, en margir höfðu spáð henni verðlaununum.
Heilt yfir er þetta allt þó mjög verðskuldað. Þetta gefur góðar vísbendingar fyrir Óskarinn, en fátt er þó öruggt. Tilnefningar til Óskarsverðlaunanna verða kynntar eftir rúma viku, þriðjudaginn 22. janúar og verðlaunin verða afhend 24. febrúar, að öllu óbreyttu. Kynnir óskarsins, Jon Stewart, mun forfallast standi verkfallið þá enn, enda í félagi handritshöfunda, og alls óvíst er að samið verði fyrir þann tíma. Afmælishátíðin er því í nokkurri óvissu, rétt eins og Gullhnötturinn.
En þetta var sérstök verðlaunaathöfn svo sannarlega, eftirminnileg fyrir okkur sem fylgjumst með kvikmyndabransanum og höfum gaman af að spá og spekúlera í þessu. Sérstakt að upplifa athöfn þar sem ekkert var eftir nema grunnurinn í sjálfu sér, tilkynning verðlauna. Mörgum fannst sviplaust að sjá leikverðlaunin fyrst eftir hryðjuverkin í Bandaríkjunum árið 2001 en þetta sló því öllu við. Það vonast flestir sennilega eftir glysinu næst.
Golden Globe verðlaunin veitt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Kvikmyndir | Breytt 15.1.2008 kl. 10:10 | Facebook
Athugasemdir
Góð samantekt og áhugaverð lesning!
Elís Traustason (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 10:16
Það gleður mig sérstaklega að Javier Bardem hafi fengið verðlaunin,hann er stórleikari og er á mikilli uppleið .
María Anna P Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 10:57
Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 13:14
Þetta segir ýmislegt um áhrif Hollywood á nútíma vestrænt samfélag. Menn sakna væmninnar og glyssins. Ótrúlegt.
Svona eru afhendingar eins og þær eiga að vera. Snúast um kjarna málsins. Punktur. Fyrirkvíðanlegt ef væmnir langhundar byrja aftur. Gaman væri að sjá svona Óskar.
Valdimar Guðjónsson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 15:29
Takk fyrir kommentin.
Elís: Takk kærlega fyrir góð orð, gott að þú hafðir gaman af þessu.
María: Bardem á þetta sannarlega skilið, frábært að hann fái verðlaunin og vonandi mun hann vinna óskarinn núna. Kaldhæðnislegt að þegar að Johnny Depp vinnur loksins alvöruleikverðlaun að þá sé það í skugga verkfalls og án glyss þar sem hann getur ekki látið ljós sitt skína. Vegna þess að hann hefur beðið lengi eftir þessum glansa.
Ásdís: Takk kærlega fyrir kveðjuna. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 14.1.2008 kl. 16:56
Jonny Deep fékk réttilega alvöruverðlaun,en ég held að hann vilji ekki vera mikið í sviðsljósinu,hann býr í sveitahéraði í Frakklandi.
María Anna P Kristjánsdóttir, 14.1.2008 kl. 19:55
Depp hefur reyndar, þó hann hafi viljað halda einkalífi sínu utan sviðsljóssins, alltaf mætt á kvikmyndaverðlaun og tekið þátt í glansanum. Hann hefur verið tilnefndur tvisvar til óskarsverðlauna (fyrir Pirates of the Caribbean og Finding Neverland) og oft til Golden Globe en aldrei unnið. Hann hefði eflaust flutt flotta þakkarræðu í nótt hefði allt verið eðlilegt. En það er hinsvegar rétt að Depp hefur ekki alltaf sleikt upp þessa hlið bransans en hann hefur samt alltaf mætt og tekið þátt í glysinu.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 14.1.2008 kl. 20:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.