Björk fær nóg af skugga myndavélablossanna

Björk Björk Guðmundsdóttir hefur ekki verið þekkt fyrir að vera skaplaus kona og einhver lydda. Hefur þvert á móti alltaf farið eigin leiðir í listsköpun og karakter - ekki verið feimin að sýna skapið. Ég skil vel að hún hafi fengið nóg af skugga myndavélablossanna, enda geta þeir verið erfið hliðartilvera frægðarinnar. Það hlýtur að vera algjörlega ömurlegt að hafa ljósmyndara á eftir sér, hvert sem farið er.

Enda eru þeir aðgangsharðir og erfiðir við að eiga. Vilja alltaf meira og þeim er ekkert heilagt. Annars hefur verið sagt að sé þeim réttur litli putti grípi þeir dauðahaldi í alla höndina. Veit ekki hvort Björk hefur verið eitthvað að óska eftir fylgispeki ljósmyndaranna, en efa það þó. Enda hefur hún ekki verið sú týpa að vilja hafa þennan skugga á eftir, sem er fylgihlið frægðarinnar, tilverunnar sem hún hefur lifað síðan að hún var í Sykurmolunum og gaf út Debut fyrir einum og hálfum áratug.

Björk hefur verið þekkt fyrir að sýna hliðar sem enginn annar hefði þorað, nægir þar að nefna svanskjólinn margfræga á Óskarsverðlaunahátíðinni fyrir sjö árum, er hún var tilnefnd á hátíðinni fyrir lag sitt úr Myrkradansaranum. Svei mér þá ef það er ekki enn verið að stæla hann öðru hverju. Það er merkilegt að Björk, sem hefur ekki lifað í hátísku erlendu sérfræðinganna, eigi einn umdeildasta kjólinn á verðlaunahátíð í Hollywood á þessum áratug. En kannski hefur þessi sérstaða hennar aukið umfjöllunina enn frekar og ágengni ljósmyndaranna. Má vera.

Mér finnst það gott hjá Björk að sýna sjálfstæði og eigin huga, en ekki falla í hið augljósa form þekktu konunnar. En það hlýtur að vera neyðarúrræði að sparka frá sér í svona aðstæðum og vekur alltaf athygli. Það verður áhugavert að sjá hvort að Björk fær samúð fólks í þeim aðstæðum, eða hvort að hún verði fordæmd fyrir að þola ekki ljósmyndarana sem augljósan fylgihlut frægðarinnar.

mbl.is Björk réðist á ljósmyndara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég hélt að hún væri svo mikill friðarsinni. Undarlegt ráð hjá henni að grípa til ofbeldis þegar henni er nóg boðið.

Lísa Margrét Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:20

2 identicon

Öllu má nú ofgera Lísa Margrét.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 17:25

3 identicon

Góðan daginn allir. ég vildi bara láta ykkur vita að Jafnréttindafélag Íslands verður stofnað í næstu viku.

Fyrsti fundurinn verður miðvikudagskvöldið 23. Janúar kl 20:00.

Nánari upplýsingar eru á síðunni minni.

Ólafur Hannesson (IP-tala skráð) 14.1.2008 kl. 18:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband