Hvað vill meirihlutinn í Reykjavík gera við húsin?

Laugavegur 4 og 6 Það er eðlilegt að skyndifriðun sé beitt til að vernda húsin á Laugavegi meðan að beðið er endanlegrar ákvörðunar í málinu. Annað hefði verið óeðlilegt. Það er þó mikilvægt að skipulagsvaldið í Reykjavík, meirihluti borgarstjórnar, taki afstöðu til þess hvort friða eigi húsin. Það er í raun æskilegt, hvaða skoðun svo sem fólk hefur á málinu á skipulagsvaldið að taka afstöðu í sveitarfélaginu.

Það eru reyndar fá teikn á lofti um það að meirihluti borgarstjórnar í Reykjavík sé það sterkur að geta leyst þetta mál eða myndað sér skoðun á því og treysti á að Húsafriðunarnefnd eða menntamálaráðherra leysi það fyrir hann. Það eru enda þrjár eða fjórar skoðanir hjá leiðtogum framboðanna fjögurra sem mynda meirihlutann. Ekki er það traustverðugt eða til þess að gera málið einfaldara. Í raun væri ágætt að Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, myndi óska eftir að fá eina afgerandi skoðun frá þessum veikburða meirihluta sem innlegg í málið.

Þetta mál hefur farið fyrir þrjá meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og hann hefur verið einhuga í því þar til að vinstrimeirihlutinn veikbyggði tók við völdum í haust. R-listi vinstrimanna ákvað að húsin skyldu víkja og meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks tók undir þá afstöðu. Nú er komið að alvöru málsins. Húsin hefðu sennilega verið rifin á morgun eða miðvikudag ef ekkert hefði verið gert. Eðlilegt er að bíða með niðurrifið og fá alvöru niðurstöðu í málið.

Hver er afstaða Dags B. Eggertssonar, borgarstjóra? Ekki hefur hann sagt mikið og í raun finnst manni það áberandi hvað hann er veikur leiðtogi. Gárungarnir segja að þegar að hann komi fram þurfi helst túlk við hliðina á honum til að hægt sé að skilja eina setningu frá honum. Það er margt til í því.

mbl.is Skyndifriðun beitt á Laugavegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

 
 







Ásdís Sigurðardóttir, 14.1.2008 kl. 21:25

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég skil málið þannig að valdið sé alfarið í höndum menntamálaráðherra. Þegar það er komið í þennan farveg þá er það í hennar höndum rétt eins og skeði á Akureyri í haust þegar hús var friðað þar í óþökk allavega eigenda þess þó ég viti nú ekki hvaða afstöðu bæjarstjórnarmeirihluti hafði í því máli. Þó hlýtur hann að hafa verið mótfallinn friðun því var ekki eigandinn búinn að fá leyfi bæjaryfirvalda til að rífa húsið og byggja nýtt? Og svona mál hvort á að rífa ónýta kofa getur einhvern veginn ekki verið  annað en  þverpólitískt. Það getur enginn stjórnmálaflokkur verið með það á stefnuskrá að engin gömul hús megi rífa, nema þá kannski vinstri-grænir. Þess vegna er dálítið einkennilegt að stjórnmálamenn sem gefa sig út fyrir að gæta, hvað heitir það eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar, skuli í raun gera eignir manna upptækar með slíkum úrskurði.

Gísli Sigurðsson, 14.1.2008 kl. 21:53

3 Smámynd: Sturla Snorrason

Borgarskipulagið stjórnlaust og mér sínist að ríkisstjórnin í held sinni þurfi að taka málið yfir, allt skipulagið er í molum og lögbrotum.

Sem sínir sig að aðalskipulag eða deiliskipulög ýmsa reita eru brot á húsafriðunarlögum , umhverfislögum , samgöngulögum , heilbrigðislögum og varða endalausa fjársóun bæði ríkisins og borgarinnar.

Húsafriðunarlög: Laugavegur 4-6 aðeins lítið brot.

Samgöngulög:Að úthluta lóðum og gefa byggingarleifi á svæðum þar sem samgöngur eru í molum og endalausar umferðateppur.

Umhverfislög: Að hafa þungamiðju atvinnu og skóla í 101 en ekki í miðri borginni, sóun á eldsneyti varðar umhverfislög.

Heilbrigðislög: Að ætla að leysa umferðavanda vegna 101. með jarðgöngum í allar áttir yrði heilsuspillandi bæði á líkama og sál.

Fjárlög: Að ætla að reisa risa umferðamannvirki neðanjarðar til þess eins að geta brotið gömlu borgina og reist risa gler kumbalda í staðin.

Sturla Snorrason, 14.1.2008 kl. 23:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband