Birta leiðir pabbann um frumskóg möppudýranna

Össur Skarphéðinsson Jafnaðarmaðurinn Vilmundur Gylfason sagði þegar að hann var dómsmálaráðherra, skamma stund í minnihlutastjórn Alþýðuflokksins undir lok áttunda áratugarins, að ráðuneytið væri fullt af möppudýrum og það væri sem frumskógur. Það væri gott að vita hvort að Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, er sama sinnis, nú þegar að hann hefur fengið aftur ráðherrareynslu eftir tólf ár í stjórnarandstöðu. Greinilegt er að dóttir hans telur ekki veita af að leiða pabba sinn í gegnum ráðuneytið.

Það er kannski ekki óeðlilegt að Birta telji pabba sinn þurfa aðstoð. Það hefur mikið gengið á hjá honum og greinilega í mörg horn að líta, bæði í ráðuneytinu sem og í stjórnmálum almennt. Honum veitir varla af leiðsögn af þessu tagi. Annars má deila um hvað iðnaðarráðuneytið er stórt. Þegar að Jón Sigurðsson lét af ráðherraembætti fyrir níu mánuðum afhenti hann bæði Össuri og Björgvini G. Sigurðssyni lyklavöld að sama ráðuneyti. Enda þótti mörgum það kómískt að til að Samfylkingin fengi jafnan hlut og Sjálfstæðisflokkurinn var þessu ráðuneyti splittað upp á meðan að sjálfstæðismenn fengu heilbrigðismálin.

Enda fannst mörgum fjölmiðlamönnum það fyndið að Össur og Björgvin sátu í sama plássi og einn ráðherra áður en voru báðir ráðherrar. Þetta stendur víst til bóta en einhvern tímann á næstunni á víst að flytja Björgvin frá Össuri yfir í gamla landbúnaðarráðuneytið, sem nú hefur verið sameinað sjávarútvegsráðuneytinu, og þá mun Árnesingurinn Björgvin koma sér fyrir á ráðherraskrifstofunni sem sveitungi hans Guðni Ágústsson hafði til umráða í tæpan áratug. Þá ætti olnbogarými Össurar að aukast til muna.

Annars er þetta skondið hjá dóttur Össurar og vonandi að teikningin auðveldi honum lífið í frumskógi möppudýranna.

mbl.is Dóttir Össurar kortleggur ráðuneytið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Birta er skörp!!!!,það gott,en Össur lifgar nu uppá þetta allt þarna að mer fynnst,það er ekki filan i honum/hvað sem annað má um hann segja/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 16.1.2008 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband