Flugslys á Heathrow

Flugslys á Heathrow Brá óneitanlega nokkuð síðdegis þegar að fregnir bárust af flugslysinu á Heathrow-flugvelli. Á vorum tímum þegar að ógnin um hryðjuverk er orðin svo nálæg var eðlilegt að fyrsta hugsunin væri hvort að enn hefðu hryðjuverkaöflin ætlað að senda Bretum skilaboð. Það er þungu fargi af flestum létt að heyra að svo hafi ekki verið og breytir auðvitað strax öllum aðstæðum málsins.

Það er kannski til marks um stöðu alþjóðamálanna að fyrsta hugsun fólks er slíkt slys á sér stað er að þar standi ill öfl að baki og sé að senda skilaboð til fólks. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan að reynt var að drepa norrænan stjórnmálamann, sem ekki tók þátt í upphafi Íraksstríðsins eða hitamála fyrri hluta áratugarins, bara til að senda skilaboð og hræða þjóðir heims. Það fær vonandi alla til að hugsa um stöðuna.

Bretar hafa upplifað hryðjuverk hin síðustu misseri; í lestakerfi London fyrir tæpum þrem árum og í fyrra voru árásir í London og Skotlandi. En það er gott að hryðjuverkaógnin vaknar ekki nú og vonandi mun ganga vel að komast að því hvað gerðist í þessu slysi.

mbl.is Ekki grunur um hryðjuverk
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aðeins 3 hlutu minniháttar meiðsl, þannig að varla er hægt að tala um flugslys.

Brotlending er nú nær að kalla þetta. 

Illugi (IP-tala skráð) 18.1.2008 kl. 11:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Allir helstu fjölmiðlar heims hafa talað um þetta sem flugslys. Hef enga ástæðu til að gera ekki slíkt hið sama.

Stefán Friðrik Stefánsson, 18.1.2008 kl. 12:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband