Er komið í tísku að henda út bloggvinum?

Það er eitt hið skemmtilegasta við vefkerfi Moggans að þar er hægt að hafa samskipti við aðra bloggara í kerfinu, eignast bloggvini og skemmtilegan kontakt-hóp í gegnum skrifin. Ég er kominn með fjöldann allan af góðum bloggvinum. Meirihluti bloggvina minna hafa reyndar óskað eftir að tengjast mér, en ég hef bætt inn einum og einum gegnum það eina og hálfa ár sem ég hef skrifað hérna. Finnst þetta skemmtilegt samskiptakerfi og alltaf gott að eiga góða vini, hvort sem að það eru löng kynni eður ei.

Sýnist þó á sumum vefum að dæmi séu um að fólk hendi bloggvinum eftir vissan tíma og mæli vináttuna í hvort það eru skrifuð komment á hverja færslu. Persónulega lít ég á vináttuna í gegnum tengsl en ekki síður með því að líta á síður hvors annars og fylgjast með. Það er hægt að meta vináttu svo mikils, ég hef fundið það vel að það eru ekki allt vinir sem liggja utan í manni, heldur er vináttan mæld þegar að mest á reynir. Þá kalla ég vini sem fylgjast með því sem ég skrifa og vilja líta í heimsókn.

Þó að ég eigi marga bloggvini að þá hef ég ekki grisjað mikið þann hóp. Það hefur þó komið fyrir að ég hafi tekið út bloggvini sem greinilega eru hættir að blogga, en það eru ekki mörg dæmi um að ég slíti vináttu. Það hefur þó gerst að þeir sem hafa tengt mig sem bloggvin hafa skrifað gegn mér persónulega og verið með persónuleg leiðindi. Það lít ég á sem endalok bloggvináttu í sjálfu sér, enda tel ég vináttu að mörgu leyti gegnheila og að það eigi að vera hægt að hafa samskipti án skota á bloggi.

Allir þeir sem ég hef sem bloggvini eru mikils metnir af mér. Ég er þannig gerður að ég vil frekar skrifa en eyða deginum í að kommenta út um allt. Kommenta frekar lítið, en það kemur vissulega fyrir. En ég les ótrúlega margar síður á dag og fer oftast nær góðan bloggrúnt í upphafi dags og svo á kvöldin þegar að róast yfir deginum. Ég hef líka farið þá leið að ég raða bloggvinum eftir stafrófsröð. Ekki nenni ég að raða upp hver eigi að vera ofar öðrum og handvelja röð bloggvina. Finnst það rugl.

Ekki ætla ég að henda út bloggvinum í massavís, allt vegna þess að ég vilji taka til og eða að einhverjir kommenta sjaldan. Sumir hafa samskipti við mig í gegnum tölvupóstinn og það er misjafnt form á vináttu. Þeir sem vilja skrifa gera það og þeir sem vilja koma í heimsókn gera það. En vinátta er vinátta og henni er ekki slitið þó að vinir hringi sjaldan eða komi sjaldan í heimsókn. Enda þurfa böndin ekki að ráðast eftir því, heldur því hvort hugur fylgi máli og fólk vilji hafa tengingu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: María Anna P Kristjánsdóttir

Ég vil bara segja takk fyrir að leyfa mér að vera bloggvinur þinn.

María Anna P Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 13:36

2 identicon

Ég skil vel að þú veljir stafrófsaðferðina, þú ert með svo marga bloggvini! Ég viurkenni að ég handraða en ekki endioega eftir heimsóknum, frekar eftir þeirri röð sem ég les. Í röðinni ertu ofar en s-in kæri bloggvinur. Til hamingju með þinn gamla foringja í seðlabankanum.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 13:44

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Eg tek undir þetta allt með þér Friðrik,en svona um bloggið er þetta mjög gaman að fólk hafi það til að tjá sýnar skoðanir og segja sýnar sögur,þetta eru heimildir sem koma að gagni þó seinna verði,mer finnst þetta koma að mörgu leiti i stað bréfaskrifta sem mikið var af herna áður fyrr/Kveðja Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 17.1.2008 kl. 13:47

4 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Þú varst bloggvinur minn í langan tíma en komst aldrei í heimsókn, svo ég viti.
Blogg-vinur er kanski rangt nafn, þetta ætti kannski að heita blogg-samband.

Ef vinur minn kemur í heimsókn án þess að tala við mig, þá er hann ekki lengur vinur minn

Ég var með eina tillögu um "betri" bloggvinarlista 

Gunnar Helgi Eysteinsson, 17.1.2008 kl. 14:03

5 Smámynd: Eysteinn Skarphéðinsson

Ég kann nú ekki stafrófið

Eysteinn Skarphéðinsson, 17.1.2008 kl. 14:20

6 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

ÉG er ánægð með bloggið þitt Stebbi minn og lít oft við, finnst allt í lagi þó aðrir líti ekki eins oft til mín, ég hef jú meiri tíma að drepa en margur sökum mikillar heimveru. Þessvegna eru bloggvinir mínir mér svo mikils virði, allir hafa mismunandi áhugamál og fræða mig um ótal hluti sem ég hef gaman af. Ég held ég hafi bara strikað út einhverja sem voru hættir, en flesta daga kíki ég á allar færslur. Mér finnst mikill munur síðan sett var upp hverjir væru búnir að skrifa nýjar færslur frá síðustu yfirferð, það gerir hringferðir mínar markvissari.  Í fyrstu raðaði ég fólki eftir því hvernig það kom inn, sett nýja ofarlega til að fylgjast vel með þeim svo hætti ég alveg að raða og þetta dettur bara inn af handahófi.  Kær kveðja til þín bloggvinur :):):)

Ásdís Sigurðardóttir, 17.1.2008 kl. 15:41

7 identicon

Sæll og blessaður Stefán. Vel skrifuð grein samkvæmt venju. Það er búið að vera gaman að lesa greinarnar þínar undanfarið 1 1/2 ár og vonandi verður það svo áfram. Les þig á hverjum degi og hef ætið gaman að. Ég er svo nýr í þessu öllu saman, er nú heldur enginn tölvukunnáttumaður, en reyni mitt bezta. Gjarnan vildi ég verða bloggvinur þinn, en hlakka þó meira til lesa meira frá þér. Með kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 17.1.2008 kl. 15:48

8 Smámynd: Huld S. Ringsted

Ég er nú  sammála þér Stefán, ekki dettur mér til hugar að henda út bloggvinum þó að þeir séu ekki eins og grár köttur í kommentakerfinu hjá mér. Ég á orðið fullt af bloggvinum og les hjá þeim öllum, þó ekki sé það allt á einum degi en ef ég gæfi mér tíma að kommenta á hverja einustu færslu hjá öllum mínum bloggvinum þá gerði ég ekkert annað allan sólarhringinn.

Huld S. Ringsted, 17.1.2008 kl. 15:54

9 Smámynd: Nanna Katrín Kristjánsdóttir

Sammála Huld.  Hvorki raða þeim eitthvað sérstaklega eftir heimsóknartíðni eða commnetartíðni né myndi henda nokkrum út.  Meina sumir lesa bara, aðrir þurfa að tjá sig.

Nanna Katrín Kristjánsdóttir, 17.1.2008 kl. 16:28

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Hey ertu búin að henda mér út ?????? he he he he  ég er ekkert of dugleg við að commenta  enn sei sei nei, sá að ég er enþá inni          Þetta er því sem næst orðið jafn spennandi og Alþingiskosningar, hvort maður sé úti eða inni........................................ djók               

Erna Friðriksdóttir, 17.1.2008 kl. 16:40

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

María: Minnsta mál, það er alltaf gaman að tengjast góðu fólki. Fyrst kynntist ég þér af kommentunum hjá mér og ég vildi bæta þér við. Fínt að vera í kontakt.

Gísli: Þeir hafa ekki alltaf verið margir. Fyrst voru þeir fáir, svo fjölgaði alltaf og fjölgaði - enn fjölgar. Hef alltaf tekið þá afstöðu að ég ætla ekki að fara í þann leik að raða bloggvinum upp og sortera. Finnst það bara rugl og stunda það ekki. Stafrófið er besta leiðin þá og nú. Ætla ekki að fara að raða upp einhverjum og spyrja sjálfan mig að því hver eigi að vera ofar. Nenni ekki að standa í slíku. Takk fyrir góð orð og góða kveðju. :)

Halli: Ég hef gaman af þessu. Er kannski ekki persónulegasti bloggari heims, í því að skrifa um mig endalaust, en ég skrifa um það sem ég pæli í; pólitík og allt á milli himins og jarðar. Í og með er þetta króníka um málin sem eru að gerast og líka það sem ég vil virkilega segja um hitamál og fleira. En þetta er ekki mjög sjálfhverft blogg, um mig og mína hagi, heldur meira það sem ég er að hugsa um málin á hverjum degi.

móðir í hjáverkum: Takk fyrir góðu orðin um bloggið og allt. Gott að heyra að þú lest.

Einar: Nákvæmlega. Tek undir þetta.

Gunnar: Leit oft í heimsókn hjá þér. Hinsvegar er það bara þannig að ef ég ætti að kommenta á hverja síðu af þessum gerði ég ekkert annað. Kommenta yfir höfuð mjög lítið en ég les slatta. Það er leitt ef aðrir meta vináttuna í kommentafjölda.

Eysteinn: Enda er þetta sjálfvirk uppröðun, ég yrði galinn ef ég ætti að fara að raða bloggvinum upp og spyrja mig að því hver ætti að vera ofar hinum.

Ásdís: Takk fyrir góðu orðin. Ég les þig á hverjum degi, en er einn þeirra sem kommenta reyndar mjög sjaldan. En mér finnst þú eiginlega einlægasti moggabloggarinn og persónulegust og hef gaman af þér vegna þess, auk þess að þú skrifar hreint út um pólitík og fleira. Allavega, við höfum átt góða vináttu og verið gaman að kynnast hér.

Kolbrún: Það er engin klíka hér. Það eru bara þeir sem vilja lesa þennan vef, þeir eru allir velkomnir og skipta jafnmiklu máli. Það er bara alveg hreint út þannig. Auðvitað þekki ég þá sem eru bloggvinir mínir misvel en ég vil endilega tengjast þeim sem hafa gaman af að koma hingað og lesa. Þar skipta nöfn í sjálfu sér engu. Þeir sem vilja vera vinir mín og vefsins eru alltaf velkomnir.

b: Takk fyrir góð orð. Gott að vita að þú lest. Alltaf gott að fá góð og jákvæð komment frá þeim sem alltaf lesa og hafa gaman af.

Huld: Sammála hverju orði. Ég les þig t.d. alltaf á hverjum degi, það er líka það að við erum bæði frá sama staðnum og þekkjumst aðeins, en ég les alltaf þá sem ég þekki eitthvað meira en bara nafnið á hverjum degi og sumir bloggvinir eru orðnir svo mikilvægir mér, þó að ég hafi aldrei hitt þá, að ég les á hverjum degi. Það væri reyndar gaman að vera með svona bloggvinahitting. Held að það yrði æsileg skemmtun hehe.

Nanna: Algjörlega sammála. Finnst t.d. gott að eiga þig sem vin, enda skrifarðu heiðarlega og skemmtilega um mál og ég lít alltaf í heimsókn. Fínt að hafa kontakt.

Erna: Hér er engum hent út bara til að taka til og eða að til að hafa kommentatalningu. Þú ert ekkert á leið af listanum allavega. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 17.1.2008 kl. 17:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband