Kaupa framsóknarmenn fötin handa Birni Inga?

Björn Ingi Hrafnsson Það er freistandi að telja daga Framsóknarflokksins liðna þegar að heyrist að flokksheildin hafi keypt föt fyrir Björn Inga Hrafnsson fyrir síðustu kosningar. Hvers konar vinnubrögð hafa eiginlega viðgengist í þessum flokki? Er nema von að spurt sé? Skil samt ekki í fjölmiðlum og Guðjóni Ólafi Jónssyni, fyrrum alþingismanni, að tala undir rós um framsóknarmenn þegar að allir vita að Framsókn á aðeins einn borgarfulltrúa. Aðrir koma varla til greina.

Fyrstu viðbrögð mín við þessari frétt í kvöld voru eiginlega hlátur, langt hláturskast. Þessi flokkur þarf ekki andstæðinga tel ég. Hann er að klára sig alveg innbyrðis. Er nokkur furða þó að pólitískir sérfræðingar séu hættir að velta þessum flokki fyrir sér. Hann er nær algjörlega valdalaus orðinn í samfélaginu utan við lykilstöðu Björns Inga í borgarmálunum, sem hann hélt þrátt fyrir að fara í fjögurra framboða meirihluta í Reykjavík og vera mun minni en leifarnar af Frjálslynda flokknum í borgarstjórn. Einu sinni var þetta virtur flokkur valdanna, naut virðingar víða og margir voru hræddir við hann. Nú virðist hann vera á leiðinni fyrir ætternisstapann.

Það virðist vera að Framsóknarflokkurinn sé í sjálfsmorðsherferð þessa dagana. Það er freistandi að halda það sé tekið mið af ásökunum Guðjóns Ólafs í garð Björns Inga Hrafnssonar. Þetta er deyjandi flokkur, hann er að taka síðustu andköfin. Kannski brotnar hann endanlega upp þegar að tekist verður á um formennskuna á næsta flokksþingi. Það vita það allir að það verður harkalegt uppgjör þar, kannski síðasta einvígið, þegar að hjólað verður í Guðna. Það mun gerast rokki Framsókn áfram í tíu prósentum eða minna, sem er söguleg afhroðsmæling fyrir Framsókn, hvað þá verandi í stjórnarandstöðu.

Það vakti athygli mína að Björn Ingi neitaði engu í málflutningi Guðjóns Ólafs. Þetta var svona ámótlegt væl líkt og rétt áður en hann faðmaði Alfreð Þorsteinsson á flokksfundi eftir meirihlutaslitin í Reykjavík. Það virðist vera að hitna undir Birni Inga innan eigin flokks. Það er greinilegt að ólgan með hann er ekki bara bundin við andstæðinga hans, hann ætti kannski að fara að passa sig á því hverjir eru í biðröðinni eftir því að taka í hann innan eigin raða.

Kannski verður það stóra baráttan, eftir allt saman, sem hann á framundan. Ætli hann verði gerður upp innan eigin raða fyrir næstu kosningar, þegar að þetta þingmannslausa flak í borginni ætlar sér að reyna að ná borgarfulltrúasæti aftur? Ja, spennandi verður það að sjá maður minn!

mbl.is Gagnrýnir fatapeninga framsóknarmanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún Magnea Helgadóttir

Nei Stefán Friðrik. Þeir aðeins leigja dressin. Framsóknarflokkurinn kaupir ekki klæðnað til að skýla nöktum kroppum flokksmanna sinna, nei, nei, það er af og frá!

Guðrún Magnea Helgadóttir, 18.1.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það verður gaman að hlusta á Björn Inga útskýra þetta - þetta kallar á annan leiksigur og ekki myndi skemma ef hann næði kreisa fram nokkur tár.
Það verður örugglega vilji framsóknarmanna að bjóða fram í næstu kosningum en stóra spurningin er ná þeir nógu mörgum meðmælendum á blað ?

Óðinn Þórisson, 18.1.2008 kl. 22:42

3 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þeir geta þá gefið þeim vasaklúta með dressunum úr Dressmann svo Bíngi geti þerrað tárin. 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.1.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Er hugsanlegt að Siv hafi keypt sér leðurdress fyrir fé úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að spara fjármuni flokksins?

Árni Gunnarsson, 19.1.2008 kl. 00:42

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Er þetta nokkuð merkilegra en þegar Kínverjunum í Ármúlanum voru gefnar pizzur og kjúklar?  Ekki voru þeir samt allir á kjörskrá.  Þá er nú ekki mikið þó foringinn fái einhverjar flíkur. Ekki gengur að láta honum verða kalt.  Árni, ég hef enga trú á að þeir séu svo illa haldnir af kvótagreifunum að þeir þurfi að spara fjármuni flokksins.

Sigurður Þórðarson, 19.1.2008 kl. 10:05

6 Smámynd: Sveinn Hjörtur

Sæll Stefán.

Jæja...það hlakkar í þér eflaust, og þú telur daga flokksins talda. Ég verð að segja eins og er að ég bara trúi þessu ekki. Held að hér sé einhver misskilningur á ferð. Ef Guðjón Ólafur er að koma af stað einhverri "frétt" þá held ég að hún fari til hans til baka.

Flokkurinn er á tímamótum. Mikið starf er í gangi og ég get ekki verið sammála því að hann sé að tærast upp eða hvað fólk vill halda. Kannski endum við bara uppi sem nokkrar hræður, en það er ótrúlegt hvað sterkur hópur manna og kvenna getur gert. Trúðu mér Stefán. Viljinn er fyrir hendi í flokknum og við vinnum vel.

Bestu kveðjur norður,

Sveinn Hjörtur , 19.1.2008 kl. 12:28

7 Smámynd: HP Foss

Og ætli íhaldið borgi nú ekki eitt og annað fyrir sína menn. Mig grunar nú að svo sé. 

HP Foss, 19.1.2008 kl. 13:23

8 identicon

Eftir því sem mér sýnist þá er málið upplýst, kosningasjóðurinn keypti alfatnað á Björn Inga fyrir kosningarnar, þetta hefur forustumaður úr ungliðahreyfingunni staðfest, það er ekki Dressmann það mun hafa verið Sævar Karl sem seldi þeim alklæðnaðinn.

Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 21.1.2008 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband