24.1.2008 | 10:14
Björn Ingi yfirgefur stjórnmálin með sviðna jörð
Björn Ingi Hrafnsson hefur á nokkrum vikum misst pólitíska stöðu sína og yfirgefur nú hið pólitíska svið rúinn trausti og með sviðna jörð í eigin flokkskjarna í Reykjavík. Ákvörðun hans kemur ekki að óvörum, enda var orðið ljóst að eitthvað þyrfti undan að láta, enda var flokkurinn að deyja í höfuðstaðnum undir leiðsögn hans og völdin voru gengin honum úr höndum. Það var ekkert eftir til að berjast fyrir, enda hefur Björn Ingi verið í stjórnmálum fyrir völd en ekki málefni.
Þegar að Björn Ingi stakk sjálfstæðismenn í bakið í október og myndaði meirihluta framhjá þeim var honum spáð gulli og grænum skógum og rósrauðri sigurgöngu til fullra yfirráða á næstu árum í Framsóknarflokknum og myndi hjóla í Guðna Ágústsson á næsta flokksþingi. Þá skrifaði ég reyndar með þeim hætti að Björn Ingi hefði tvíeggjað sverð í höndum og aldrei að vita nema að hann myndi grafa eigin gröf með því valdatafli. Á hundrað dögum hefur það orðið raunin. Sigurgangan varð engin og hann fer frá borði mjög skaddaður og búinn að missa allt sem hann hafði í raun barist fyrir frá því að hann tók við forystuhlutverkinu af Alfreð Þorsteinssyni í borginni fyrir tveim árum. Þar var allt farið veg allrar veraldar.
Það er heiðarlegt mat að ætla að fall meirihlutans í október hafi verið örlagaspil sem Björn Ingi hafi fallið á. Hinsvegar er greinilegt að eldar hafa kraumað mjög lengi innan Framsóknarflokksins í Reykjavík og það var aðeins tímaspursmál hvenær að syði upp úr. Þegar að allt blossaði þar upp með hjaðningavígum í fjölmiðlum, en ekki bara bakvið tjöldin, má segja að öllu hafi verið lokið. Þó væri gott að vita hvað gerðist í lokahluta átakanna, einmitt á bakvið tjöldin. Þar virðist mikið hafa gengið á. Guðjón Ólafur Jónsson var lykilspilari í þeim hluta - hann reyndist bæði klókari og gáfaðri vígamaður en Björn Ingi gat ráðið við.
Það verður áhugavert að sjá hvernig að Óskar Bergsson muni standa sig sem leiðtogi Framsóknar í Reykjavík og borgarfulltrúi. Hann hefur verið lengi í innra starfi flokksins og var varamaður í borgarstjórn á þeim tíma er Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson leiddu flokkinn innan R-listans. Nú ætti Framsókn að fá vinnufrið að rétta sig af, í kjölfar þess að missa völdin í borginni eftir fjórtán ára lykilstöðu í meirihluta borgarstjórnar. Geti hann ekki risið upp úr duftinu í þeim vinnufrið er honum þó öllum lokið - alls óvíst er að hann hafi það sterka stöðu að geta farið í aðrar kosningar og berjast fyrir því að ná völdum aftur.
Björn Ingi yfirgefur sviðið, greinilega særður og vankaður, eftir átök jafnt við andstæðinga innan og utan flokka. Margir höfðu spáð honum frama og frægð, fullum völdum í þessum forna bændaflokki og hann gæti leitt hann inn í nýja tíma á mölinni. Það er nú allt farið veg allrar veraldar og Björn Ingi fer með hnífinn í bakinu af velli. Hann féll vegna innanmeina flokks í vanda og átaka, féll í átökum sem hann hóf sjálfur, bæði í baráttu við samherja sem andstæðinga. Honum hefndist fyrir að hefja hið ítalska ástand í borginni með því að fella meirihluta með sjálfstæðismönnum og valdataflið hans sprakk framan í hann.
Áhugavert verður að sjá hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir hinn valdalausa Framsóknarflokk í borgar- og landsmálum. Í fyrsta skipti í fjórtán ár stendur hann berskjaldaður. Þar verður nú barist hatrammlega fyrir því að endurheimta þá fornu gullaldartíð er hann skipti raunverulega máli í íslenskum stjórnmálum, var flokkur með sérstöðu og lykiláherslur, sem hann hefur misst með falli samvinnuvaldsins. Varnarbarátta Framsóknar í því valdaleysi verður að baráttu fyrir því að halda velli sem heild. Hann stendur illa og virðist ekki burðugur.
Nú færist Framsóknarflokkurinn til forns uppruna síns - lykiláherslur byggðar á uppruna sveita landsins - verður hinn gamaldags félagshyggjusinnaði bændaflokkur, eins og var á dögum Steingríms Hermannssonar og Ólafs Jóhannessonar. Höfuðborgaruppbygging flokksins undir leiðsögn Halldórs Ásgrímssonar er orðin gjaldþrota með skelli - sérvaldir krónprinsar hans hafa nú allir yfirgefið sviðið við lítinn orðstír og arfleifð Halldórs innan flokksins er gufuð upp, utan þess að Valgerður frá Lómatjörn er ein eftir henni til varnar.
Í því felast þau tíðindi helst að flokkurinn stendur og fellur með landsbyggðinni. Hann hefur hörfað særður til upprunans og reynir að eiga endurkomu þar. Krónprinsinn sem margir spáðu konungsríkinu hefur skilað veldissprotanum, með sviðna jörð á eigin velli, og hefur glutrað með eigin verklagi þeim völdum sem honum voru falin, féll í valinn pólitískt vegna eigin ákvarðana á hundrað sviptingasömum dögum valdatafls. Eftir stendur flokkur í óvissuferð án veganestis.
Þegar að Björn Ingi stakk sjálfstæðismenn í bakið í október og myndaði meirihluta framhjá þeim var honum spáð gulli og grænum skógum og rósrauðri sigurgöngu til fullra yfirráða á næstu árum í Framsóknarflokknum og myndi hjóla í Guðna Ágústsson á næsta flokksþingi. Þá skrifaði ég reyndar með þeim hætti að Björn Ingi hefði tvíeggjað sverð í höndum og aldrei að vita nema að hann myndi grafa eigin gröf með því valdatafli. Á hundrað dögum hefur það orðið raunin. Sigurgangan varð engin og hann fer frá borði mjög skaddaður og búinn að missa allt sem hann hafði í raun barist fyrir frá því að hann tók við forystuhlutverkinu af Alfreð Þorsteinssyni í borginni fyrir tveim árum. Þar var allt farið veg allrar veraldar.
Það er heiðarlegt mat að ætla að fall meirihlutans í október hafi verið örlagaspil sem Björn Ingi hafi fallið á. Hinsvegar er greinilegt að eldar hafa kraumað mjög lengi innan Framsóknarflokksins í Reykjavík og það var aðeins tímaspursmál hvenær að syði upp úr. Þegar að allt blossaði þar upp með hjaðningavígum í fjölmiðlum, en ekki bara bakvið tjöldin, má segja að öllu hafi verið lokið. Þó væri gott að vita hvað gerðist í lokahluta átakanna, einmitt á bakvið tjöldin. Þar virðist mikið hafa gengið á. Guðjón Ólafur Jónsson var lykilspilari í þeim hluta - hann reyndist bæði klókari og gáfaðri vígamaður en Björn Ingi gat ráðið við.
Það verður áhugavert að sjá hvernig að Óskar Bergsson muni standa sig sem leiðtogi Framsóknar í Reykjavík og borgarfulltrúi. Hann hefur verið lengi í innra starfi flokksins og var varamaður í borgarstjórn á þeim tíma er Sigrún Magnúsdóttir og Alfreð Þorsteinsson leiddu flokkinn innan R-listans. Nú ætti Framsókn að fá vinnufrið að rétta sig af, í kjölfar þess að missa völdin í borginni eftir fjórtán ára lykilstöðu í meirihluta borgarstjórnar. Geti hann ekki risið upp úr duftinu í þeim vinnufrið er honum þó öllum lokið - alls óvíst er að hann hafi það sterka stöðu að geta farið í aðrar kosningar og berjast fyrir því að ná völdum aftur.
Björn Ingi yfirgefur sviðið, greinilega særður og vankaður, eftir átök jafnt við andstæðinga innan og utan flokka. Margir höfðu spáð honum frama og frægð, fullum völdum í þessum forna bændaflokki og hann gæti leitt hann inn í nýja tíma á mölinni. Það er nú allt farið veg allrar veraldar og Björn Ingi fer með hnífinn í bakinu af velli. Hann féll vegna innanmeina flokks í vanda og átaka, féll í átökum sem hann hóf sjálfur, bæði í baráttu við samherja sem andstæðinga. Honum hefndist fyrir að hefja hið ítalska ástand í borginni með því að fella meirihluta með sjálfstæðismönnum og valdataflið hans sprakk framan í hann.
Áhugavert verður að sjá hvað framtíðin beri í skauti sér fyrir hinn valdalausa Framsóknarflokk í borgar- og landsmálum. Í fyrsta skipti í fjórtán ár stendur hann berskjaldaður. Þar verður nú barist hatrammlega fyrir því að endurheimta þá fornu gullaldartíð er hann skipti raunverulega máli í íslenskum stjórnmálum, var flokkur með sérstöðu og lykiláherslur, sem hann hefur misst með falli samvinnuvaldsins. Varnarbarátta Framsóknar í því valdaleysi verður að baráttu fyrir því að halda velli sem heild. Hann stendur illa og virðist ekki burðugur.
Nú færist Framsóknarflokkurinn til forns uppruna síns - lykiláherslur byggðar á uppruna sveita landsins - verður hinn gamaldags félagshyggjusinnaði bændaflokkur, eins og var á dögum Steingríms Hermannssonar og Ólafs Jóhannessonar. Höfuðborgaruppbygging flokksins undir leiðsögn Halldórs Ásgrímssonar er orðin gjaldþrota með skelli - sérvaldir krónprinsar hans hafa nú allir yfirgefið sviðið við lítinn orðstír og arfleifð Halldórs innan flokksins er gufuð upp, utan þess að Valgerður frá Lómatjörn er ein eftir henni til varnar.
Í því felast þau tíðindi helst að flokkurinn stendur og fellur með landsbyggðinni. Hann hefur hörfað særður til upprunans og reynir að eiga endurkomu þar. Krónprinsinn sem margir spáðu konungsríkinu hefur skilað veldissprotanum, með sviðna jörð á eigin velli, og hefur glutrað með eigin verklagi þeim völdum sem honum voru falin, féll í valinn pólitískt vegna eigin ákvarðana á hundrað sviptingasömum dögum valdatafls. Eftir stendur flokkur í óvissuferð án veganestis.
Björn Ingi hættir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:21 | Facebook
Athugasemdir
Björn spillti Ingi er svo sannarlega búinn að brenna allar brýr að baki sér og Framsóknarflokkurinn er að fremja pólitískt sjálfsmorð innan frá. Það er ekkert annað en frábært að fylgjast með því skrýmsli eyðast upp.
Stefán (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 10:29
Spurningin er, hvers harmur eru þessi tíðindi? Ég held að forysta framsóknarflokksins sé í öllu falli hekki harmi slegin. Og hver þá?
Í Alvöru talað.
Ólafur Þór Gunnarsson, 24.1.2008 kl. 10:48
Takk fyrir kommentin.
Stefán: Já, það virðist vera. Allavega hættir hann í mjög þröngri stöðu, búinn að glutra hinni sigursælu stöðu í október. Hátt er fallið.
Ólafur: Það eru blendnar tilfinningar vissulega. Guðni getur andað rólegar núna, svo mikið er víst.
Alex: Ég hef alveg mínar tengingar í Framsókn. Föðurbróðir minn var bæjarfulltrúi fyrir Framsóknarflokkinn hér á Akureyri og formaður framsóknarfélags Akureyrar, svo að ég veit alveg hvernig staðan í flokknum er. Hef líka lengi fylgst með stjórnmálum. Hvað er rangt í þessum pistli? Er þetta ekki heiðarlegt mat? Flokkurinn er illa staddur. Það þarf ekki mig til að segja það Alex. Væringarnar í Reykjavík eru opinberar. Þær höfðu lengi verið að gerjast og eru ekki ný tíðindi. Af hverju hætti Halldór Ásgrímsson í pólitík? Fór hann ekki frá völdum með sundraðan flokk og allt í botni? Lestu ævisögu Guðna. Þar er þessu öllu lýst. Fjarstæða að ætla að neita þessum veruleika sem blasir við öllum.
Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 12:08
Stefán. Hvað er málið með verðandi "foringja" í framsóknarflokknum. Ungir menn sem koma upp og endast ekki nema í nokkur ár áður en þeir þurfa að hrökklast aftur út?
Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 12:25
Nákvæmlega. :) Það er ekki mikil ending í þessum ungu mönnum sem Halldór þjálfaði upp. Þeir runnu allir í duftið. Skemmtilega tragíkómískt. ;)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.