Barnaskapur í Ráðhúsi Reykjavíkur

Ráðhús Reykjavíkur Það er algjörlega með ólíkindum að fylgjast með fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Mér finnst það háborinn barnaskapur að vinstrisinnuð ungmenni í flokksstarfi geti ekki sýnt þá mannasiði að leyfa lýðræðislega kjörnum fulltrúum að halda fund í borgarstjórninni. Hvar var þetta fólk þegar að meirihlutaskipti fóru fram með nákvæmlega sama hætti í október 2007? Fer þetta mótmælavæl bara eftir flokkslínum?

Finnst fólk gera sig að hreinum fíflum með svona vinnubrögðum. Meirihlutar koma jú og fara í sveitarstjórnum. Þannig getur hið pólitíska eðli orðið þar sem engum einum aðila eru falin völd með skýrum hætti. Vissulega er þetta sögulegt kjörtímabil í Reykjavík. Í síðustu kosningum náði enginn einn flokkur eða bandalag flokka meirihluta í borgarstjórn í fyrsta skipti frá borgarstjórnarkosningunum 1978 og semja þurfti. R-listinn hafði geispað golunni og Sjálfstæðisflokkurinn fékk ekki umboð til að leiða borgina einn, eins og kannanir höfðu bent til að gæti orðið lengi vel í kosningabaráttunni. Þá þegar var ljóst að staðan öll væri mun opnari og opið á ítalskt ástand þar sem meirihlutar gætu komið og farið, eins og gerist oft í öðrum sveitarfélögum víða um landið.

Staðan í Reykjavík er auðvitað ekki góð. En lýðræðislega kjörnir fulltrúar hafa umboð til verka. Það verður ekki kosið þó að einn meirihluti falli og stuðningsmönnum fallins meirihluta líki ekki valdaskiptin. Umboðið er fjögur ár og kjörnum fulltrúum ber sú skylda að mynda nýjan meirihluta falli sá sem fyrir er og ekkert annað er í stöðunni. Það er fjarstæða að tala um upplausn þegar að kjörinn fulltrúi með fullt umboð úr kosningum sér hag sínum ekki borgið í meirihlutasamstarfi og heldur í aðrar áttir og myndar nýjan meirihluta. Það má vel vera að vinstrisinnuðum ungmennum líki þetta ekki í Reykjavík, en það er fjarstæða að þetta sé eitthvað nýtt í pólitík.

Sjálfstæðisflokkurinn missti völdin fyrir þrem mánuðum. Þá mynduðu lýðræðislega kjörnir fulltrúar, sem höfðu meirihluta, framhjá honum, sem stærsta afli borgarstjórnar Reykjavíkur, nýtt afl til valda. Það var þeirra réttur. Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík hlaut ekki hreinan meirihluta og varð að sætta sig við, þó sárt væri auðvitað, að valdið gæti færst annað. Þá deildi enginn um umboð Björns Inga Hrafnssonar, sem kjörins fulltrúa, að fara annað og þær hreyfingar sem helst skæla og öskra út í valdamyrkrið nú tóku við völdum með sama hætti og gerist með nýjan meirihluta á morgun. Átta aðalmenn borgarstjórnar mynduðu nýjan meirihluta - sá fyrri féll með skelli.

Sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík sætti sig við það áfall. Það var ekki hans stíll að fara að starta marklausum netundirskriftasöfnunum þar sem hægt er að falsa inn hvaða nafn sem er, senda út ályktanir án þess að horfa á samhengi hlutanna eða mótmæla á fundarstað valdaskiptanna. Það er einu sinni þannig að þeir sem hafa umboð til valdasetu geta myndað nýjan meirihluta, skipt um skoðun, á hvaða tímapunkti. Það gerði Björn Ingi í október og það gerir Ólafur F. nú. Aðstæðurnar eru þær hinar sömu - nýr meirihluti hefur vald til breytinganna. Það deilir enginn um það vald, þó vissulega séu sárindi. Eðlilegt er að það séu sárindi.

En það verður að hugsa rökrétt og láta ekki eins og smábörn þegar að stjórnmál eru annars vegar.

mbl.is Mótmæla nýjum meirihluta í borginni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

Fór við vælandi niður í ráðhús fyrir 100 dögum síðan? fyrir hundrað dögum síðan þótti allt í lagi að fella meirihlutan og búa til nýjan. Þá var það ekki stjórnleysi. Hræsnarar.

Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 12:27

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Já, þetta eru hræsnarar. Þetta fólk á að skammast sín.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 12:29

3 Smámynd: Leifur Runólfsson

Algjörlega sammála. Finnst fólk vera að gera sig að fíflum með þessu. Að kjörnir fulltrúar hafi ekki fundarfrið er til skammar.

Leifur Runólfsson, 24.1.2008 kl. 12:32

4 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Hér er að taka við meirihluti sem er fólki mislíkar með öllu - það er eðlilegt að fólk sýni tilfinningar. Það er gott mál að hér á landi standi fólk upp og mótmæli - það er of sjaldan gert.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2008 kl. 12:37

5 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þessi valdaskipti fara ekkert öðruvísi fram en þau sem voru í október. Þetta er hreinn barnaskapur og þetta fólk gerir sig að hreinum fíflum, endurtek þá skoðun mína. Mér finnst svona framkoma fyrir neðan allar hellur. Það er í fundarsköpum sveitarstjórna að þar eigi að geta fundað án þess að fullorðið fólk hagi sér eins og smábörn og leiðinlegt ef það fer svo að rýma þurfi salinn. Það gerðist að ég tel síðast á síðasta borgarstjórnarfundi Ingibjargar Sólrúnar sem borgarstjóra er Kárahnjúkavirkjun var samþykkt með atkvæði hennar. Flokkslitir eiga ekki að skipta máli. En ég spyr skiptir lýðræðið bara máli þegar að vinstrimeirihlutar falla?

Takk fyrir góð orð Þrymur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 12:41

6 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Í október var búinn að vera ágreiningur flokka á milli í stóru máli lengi. Því er ekki hér að heilsa.

 Þeir sem eru að mótmæla gera það á sína ábyrgð.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2008 kl. 12:44

7 identicon

Þetta lið ætti að skammast sín. Greinilegt að það hefur eitthvað misfarist í uppeldinu á þessu fólki, mannasiðir og virðing fyrir lögum og reglum er greinilega enginn. Eins og Fannar segir, þetta eru hræsnarar.

Böddi (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 12:48

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er algjör rökleysa Eggert. Meirihlutinn féll þá og meirihluti féll nú. Ekki gerðu sjálfstæðismenn þetta, þó þeir hefðu vissulega getað það. Þá var þetta á mannlegum nótum og siðlegt yfir, þó hiti væri auðvitað. En þetta er barnaskapur og fyrir neðan allar hellur að fundur geti ekki farið fram án þess að hann minni á fótboltaleik. En þessi vinnubrögð sýna að vinstrimenn líta lýðræðið öðrum augum þegar að þeir missa völd og missa meirihlutavald en þegar að þeir öðlast það.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 12:51

9 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Meirihlutinn féll ekki núna - hann var felldur með því að ginna veikan einstakling með gylliboðum til liðs við sig. Þetta er öllum aðilum til smánar. Enda sést það á skoðanakönnunum og viðbrögðum fólks - fólki er NÓG BOÐIÐ.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2008 kl. 12:54

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Voru það ekki 6 menningarnir í Borgarstjórn sem björguðu OR? Ef þeir hefðu bara haldið kjafti og ekkert gert þá hefði Bingi og félagar eignast OR. Núna er Svandís að mikla sjálfan sig í útvarpinu. Hún sem hefur ekkert gert.

Ágrenningurinn í þessum fráfarandi meirihluta var sá að þeir gátu ekki komið sér saman um neitt nema halda í völd. Talandi um valdagræðgi. Valdagræðgin var gegndarlaus hjá Svandísi, Degi og Margrétti. Þau voru tilbúinn að leggjast með sínum versta óvinni sem þau höfðu aðeins nokkrum dögum áður sagt að væri skilgetinn sonur Andskotans.

Hræsni og aftur Hræsni.  Vinstri hræsni eins og hún gerist verst.

Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 12:57

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ólafur F. fór bara burt og myndaði meirihluta og hið sama gerði Björn Ingi. Þeir tóku með sér oddaatkvæði meirihlutans og með því féll hann. Var ekki unnið bakvið sjálfstæðismenn að nýjum meirihluta í október og fengið Björn Inga yfir? Sjálfstæðismenn vissu ekkert af því fyrr en búið var að semja. Vinstrimenn fengu það alveg sama framan í sig. Þetta er ekkert öðruvísi. Þetta eru kjánaleg rök Eggert og greinilegt að vinstrimenn eru fúlir en þeir geta ekki höndlað það eins vel og sjálfstæðismenn í haust sem héldu stillingu sinni mjög vel í gegnum það sem gerðist þá. Það var mörgum nóg boðið í október en svona eru stjórnmálin bara. Það verður ekki kosið þó að einn meirihluti falli og stuðningsmönnum fallins meirihluta líki ekki valdaskiptin.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 12:59

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Vel skrifað Fannar. Sammála hverju orði.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 13:00

13 Smámynd: Eggert Hjelm Herbertsson

Það sem var líka frábrugðið í haust að þá voru flokkar að semja um vinnu við störf í borgarstjórn - hér eru það menn - með valdagræðgi eina að vopni.

Ég skora á þig Stebbi að hlusta á viðtal við Ólaf F í Silfrinu í desember - það segir meira en mörg orð.

Eggert Hjelm Herbertsson, 24.1.2008 kl. 13:02

14 identicon

Klæðatættir Farísear mættu vera hrifnir af vanlætingu þinni. Við uppeldisfræðingarnir metum stundum svokallaðan barnaskap. Kannski fórstu mjög hratt þar í gegn Stefán?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:08

15 Smámynd: Fannar frá Rifi

Eggert um hvað var fráfarandi meirihluti sammála um annað en að halda í völd? náði þeir lendingu eða samkomulagi eitthvað? Segðu mér það og talaðu svo valdagræðgi.

Fannar frá Rifi, 24.1.2008 kl. 13:12

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Viðtalið við Ólaf var tekið þegar að hann var að koma úr leyfinu og það var eftir þetta viðtal sem hann var kjörinn forseti borgarstjórnar. Hann er fullorðinn maður og fer með atkvæði sitt eins og hann vill. Hann hefur skýrt umboð úr kosningum og þarf ekki að fara eftir neinu nema sinni sannfæringu. En þetta eru meirihlutaskipti og fullorðið fólk á að sýna að það hafi vitsmuni til að geta staðið í pólitík. Efast stórlega um að vinstrisinnuðu ungliðarnir séu neitt annað en smábörn eftir þetta. Myndi aldrei taka þátt í svona, kannski fyrir utan fundarstað áður en fundur byrjar, en hann verður að geta farið fram eðlilega. Annað er bara rugl, það gilda fundarsköp og þeim er ekki breytt fyrir frústreraða vinstrimenn.

Gísli: Þetta eru hræsnarar. Stend við hvert orð. Þetta fólk varð sér að athlægi áðan. Það er eitt að mótmæla fyrir fundinn og segja sína skoðun en að ætla að manípúlera umboði lýðræðislega kjörins fólks á fundi sínum og koma í veg fyrir að fundur geti farið fram er til skammar.

Sammála Einar.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.1.2008 kl. 13:17

17 identicon

Hræsni eru einmitt orðin sem Farísearnir notuðu! En oft hefur í sögunni komið til átaka. Án mótmæla er engin hreyfing/þróun. Ég er ekki að mæla skrílslæti bót en hvar myndirðu flokka Gúttóslag og 30. mars 1949 undir? Barnaskap?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 24.1.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband