Magnús Geir verður Borgarleikhússtjóri

Magnús Geir Það fór eins og ég spáði hér fyrir nokkrum vikum. Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hefur verið ráðinn eftirmaður Guðjóns Pedersen í Borgarleikhúsinu. Það kemur okkur hér fyrir norðan ekki að óvörum. Allt frá því að fregnaðist að hann hefði sótt um vorum við viss um að hann fengi stöðuna; einfaldlega vegna þess að hann er alveg frábær leikhúsmaður, hefur verið að standa sig vel og kann þá list að gera leikhús bæði skemmtilegt og áhugavert.

Magnús Geir hefur gert hrein kraftaverk með Leikfélag Akureyrar á síðustu árum, rifið það upp af botninum og gert það metnaðarfullt, glæsilegt og öflugt leikhús sem er að gera það allra besta í íslenskri leikhúsmenningu. Hver sýningin á eftir annarri hefur slegið metin í langri sögu leikfélagsins og toppað. Sýningarnar hér hafa verið alveg pottþéttar og sá ferski vindblær sem hefur einkennt þessa velgengni er að mínu mati Magnúsi Geir einum að þakka. Nægir þar að nefna; Fullkomið brúðkaup, Óvita, Ökutíma, Svartan kött, Óliver og Litlu hryllingsbúðina.

Þegar að Magnús Geir kom norður var leikfélagið í tætlum og hreinlega horfði svo að það gæti liðið undir lok og myndi veslast upp. Bærinn þurfti að dæla í það peningum til að halda í það lífinu. Nú skilar leikfélagið hagnaði og hefur meira að segja þurft að hætta að sýna fyrir fullu húsi til að rýma til fyrir næstu sýningu. Þetta hefur verið ótrúleg velgengni og við hér fyrir norðan höfum getað verið stolt af þessari menningarstarfsemi. Þetta hefur verið rós í hnappagat Akureyrar og hingað höfum við fengið gesti sem vilja kynna sér leikhúsmenninguna.

Vil óska Magnúsi Geir innilega til hamingju með stöðuna, hann getur verið stoltur af sínum verkum hér. Það er eftirsjá af honum, en auðvitað er skiljanlegt að hann hafi metnað og áhuga á að gera eitthvað ferskt og gott með LR. Hann hefur byggt upp LA til vegs og virðingar að nýju og þeim fyrir sunnan datt auðvitað ekki í huga að hafna kröftum hans í það starf sem tekur við eftir að Guðjón hættir. Hann er einfaldlega spútnikk-maður - kann að stýra leikhúsinu með metnað og kraft að leiðarljósi.


mbl.is Magnús Geir ráðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Til hamingju Borgarleikhús með Magnús Geirsson. Og til hamingju Magnús Geirsson með hið nýja starf. Megi þér ganga allt að óskum. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 25.1.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband