Suharto deyr

Suharto Jæja, þá er Suharto dauður. Hvað er eiginlega hægt að skrifa um einn kuldalegasta einræðisherra 20. aldarinnar? Er nema von að spurt sé. Jú, hann var þekktur fyrir að murka lífið úr pólitískum andstæðingum sínum, vann gegn mannréttindum og misbeitti valdi sínu með ægivaldi í alltof mörg ár. Hernaðarlegur ruddi sem beitti valdi sínu með hernaðaraflinu og gat ríkt í skugga verka sinna í yfir þrjá áratugi.

Og hann, rétt eins og Augusto Pinochet, komst hjá því á gamals aldri að svara til saka fyrir grimmdarverk sín og einræðistilburði. Allt vegna þess að þeir væru jú orðnir of gamlir og myndu ekki þola réttarhöld og að fara fyrir dómara. Það er lítil eftirsjá af svoleiðis mönnum, þó vissulega svíði að þeir hafi ekki verið dregnir til ábyrgðar fyrir langa sögu grimmdarlegrar beitingar valdsins.

Las fyrir nokkrum árum bókina um Suharto eftir Elsen, sem er vel skrifuð og segir sögu valda og grimmdar með listilega góðum hætti, - mæli hiklaust með henni fyrir þá sem vilja kynna sér eitthvað feril þessa umdeilda einræðisherra.

mbl.is Suharto látinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Maðurinn var ekki hálfdrættingur á við Pol Pot.

Ásgrímur Hartmannsson, 27.1.2008 kl. 15:07

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Tek heilshugar undir það Ásgrímur. En hann var líka með þeim allra verstu og það er ótrúleg upplifun að lesa bækur um hann og sjá heimildarþætti og svo auðvitað hina eftirminnilegu mynd Killing Fields frá 1984.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2008 kl. 15:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband