Spaugstofan fer algjörlega yfir strikið

Úr SpaugstofunniÉg verð að segja það hreint út að mér fannst Spaugstofan missa marks í "gamansemi" sinni í gærkvöldi. Mér fannst það lélegt hjá þeim að hafa engan efnivið til að halda þættinum uppi nema veikindi Ólafs F. Magnússonar, borgarstjóra. Látum vera að minnst hafi verið jafnvel á þau einu sinni, en það er ekki hægt að segja annað en að þetta hafi verið rauði þráðurinn í gegnum þáttinn - Spaugstofan dró upp þá mynd af honum að þar færi maður án vitglóru og úti á þekju.

Hnífabrandari Framsóknar og Björns Inga var kannski fyndinn í fyrsta eða annað skiptið en hann var orðinn ansi þreyttur þegar að líða tók á prógrammið. Einum of misnotaður brandari. Það er ekkert óeðlilegt að Spaugstofan geri grín að borgarstjóranum en mér fannst formið á gamanseminni verða að frekar gráu gamni eftir því sem á leið. Erum við virkilega ekki komin lengra í skynseminni hvað varðar umfjöllun um geðsjúkdóma en að gera endalaust grín að þeim og nudda fólki upp úr því, eins og mér fannst því miður gert í þessum þætti? Ekki óeðlilegt að velta því fyrir sér.

Það er ekkert óeðlilegt að gert sé grín að nýjum meirihluta í borgarstjórn Reykjavíkur og hinu ítalska ástandi í borgarstjórn Reykjavíkur þar sem allir stjórnmálamenn hafa brugðist með einum eða öðrum hætti. Eiginlega er það skylda þeirra sem framleiða gamanefni að dikta upp einhvern húmor um það. En að taka fyrir borgarstjórann með þessum hætti og draga upp þessi veikindi hans og ganga þetta langt fannst mér einum of.

Það hefur verið sagt nokkuð oft í vetur að Spaugstofan sé búin á því; orðin bæði þreytt og léleg. Það er kannski kominn sá tímapunktur að maður segi það hreint út að þeir félagar ættu að fara að horfa í aðrar áttir. Þetta er orðið ágætt alveg.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Þór Gunnarsson

Sammála, smekklaust að gera grín af veikindum sem menn hafa glímt við.

Í Alvöru talað!

Ólafur Þór Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 11:24

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Skrif þín eru hætt að vera fyndin... þetta er grátlegt að vera svona flokkshollur.  Það hlýtur að vera eitthvað að að sjá samsæri í hverju horni. Það er eimitt svona typa í Spaugstofunni... var í Eldey í þessum þætti.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.1.2008 kl. 11:33

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Spaugstofan er ótrúlega slæm og þrálát mistök góðra listamanna sem hafa þróast inn í eitthvert leikhús fáránleikans. Þó er þess að gæta að skopskyn fólks er auðvitað misjafnt.

Embætti borgarstjóra í Reykjavík er á sama hátt orðið embætti fáránleikans. Það eitt ætti að nægja til að gera það að brúklegu hráefni í gamanþátt.

Það er aftur á móti ótrúlegur vanþroski að skopast að veikindum manna hver sem sjúkleikinn er. Það held ég að sé eitt það fyrsta sem foreldrar kenna börnum sínum, kynslóð fram af kynslóð.

Gera verður meiri kröfur til listamanna á launum hjá þjóðinni en þær að misbjóða fólki og ráðast á tilfinningar einstaklinga og fjölskyldna þeirra.

Árni Gunnarsson, 27.1.2008 kl. 11:38

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jón Ingi: Ég held að þú ættir að forðast að kenna aðra menn við að vera flokksholla og horfa þess í stað í spegil. Veit ekki til þess að Ólafur F. sé pólitískur samherji minn. Ég kaus gegn honum á landsfundinum 2001 og hef aldrei kosið þennan mann. Svo að ég skil þig ekki. Hinsvegar var þessi þáttur fjarri því að vera boðlegur í umfjöllun um Ólaf F.

Árni: Tek undir þetta.

Ólafur Þór: Já, þetta var einum of.

Sigurður Helgi: Sitt sýnist hverjum. Þetta fannst mér allavega og var ekki skemmt. Það er eitt að impra á þessu en myndin sem þeir drógu upp af Ólafi í þessum þætti var að hann væri ekki í lagi.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2008 kl. 11:44

5 Smámynd: Loftur Altice Þorsteinsson

Þessi þáttur Spaugstofunnar var einn sá lélegasti sem þeir snillingar hafa sent frá sér. Hann var líklega lélegri en síðasta Áramótaskaup, sem segir alla söguna.

Innan hóflegra marka má vel fjalla um veikindi og hnífasett, en í þetta sinn var ekki gætt eðlilegrar hófsemi. Spaugstofan er ekki útbrunnin, en halda þarf hugmyndafræðilegum ofstopamönnum fjarri samningu skemmtiefnis.

Loftur Altice Þorsteinsson, 27.1.2008 kl. 11:45

6 identicon

Já, líklega hefði ekki verið gert grín með aðra sjúkdóma.

Guðmundur (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 12:06

7 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Stefán, var Ólafur ekki úti á þekju á fundinum góða/vonda? Reyndar fannst mér þátturinn vera alveg á tæpasta vaði.

Gísli Sigurðsson, 27.1.2008 kl. 12:45

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Loftur: Já, þetta var slappt og fór langt yfir mörkin. Það verður fróðlegt að sjá hvort að Sjónvarpið hættir með þáttinn eftir þennan vetur eða breytir mannskap þar eitthvað, eins og síðast er Randver var rekinn.

LF: Fínir punktar. Sammála mörgu. Spaugstofan hefur verið að daprast. Átt ágæta takta stundum inn á milli, en stundum eru þeir ekkert spes. Þetta er orðið mjög gloppótt.

Gísli: Já, þetta fór að mínu mati nokkuð yfir mörkin, ekki bara á tæpasta vaði.

Marti: Þeir eru að verða mjög slappir já.

Ragnar: Finnst þér að honum hafi verið rétt lýst eða fjallað heiðarlega um veikindi hans í þessum þætti? Finnst það ekki. Mér fannst þetta mjög dapurleg túlkun, enda mjög langt gengið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.1.2008 kl. 14:55

9 Smámynd: Ingólfur

Síðan hvenær hefur það verið hlutverk Spaugstofunnar að fjalla heiðarlega um pólitíkusa?

Reyndar fannst mér það svoldið langt gengið að hafa hann þarna á sloppnum og og ég varð fyrir vonbrigðum með brandarana miðað við efniviðinn sem þeir höfðu þessa vikuna. En ég gat samt hlegið að sumu. 

Ég held samt að þeir hafi þarna klúðrar tækifæri til að koma með besta þátt vetrarinns. T.d. hefðu þeir getað haft borgarstjórnarfund þar sem Margrét hefði komið inn og skipað nýjan borgarstjóra í hvert skipti sem Ólafur færi á klóstið eða hnerraði. Svo hefðu Sjálfstæðismennirnir verið hlaupandi í kring um Ólaf með sólhatt, C-vítamín, hvítlauk og eitthvað annað til að ná honum upp úr flensu.

Síðan hefði verið hægt að sýna bekkjarfélaga að metast "Pabbi minn var borgarstjóri tíu mínótum lengur en pabbi þinn!"

Alveg fullt af efnivið sem þeir sóuðu þarna.

Ingólfur, 27.1.2008 kl. 15:16

10 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Ég var eiginlega hættur að horfa á Spaugstofuna en ég gat ekki annað en hlegið af þættinum í gær.  

Ertu ekki að verða full viðkvæmur á því sem undan hefur gengið? Þú veist á Þorrablótum fá menn það oft óþvegið og hafa margir gengið út.    Það lá beinast við að strákarnir í Spaugstofunni tækju upp fallbyssurnar eftir svona líflega viku.

Marinó Már Marinósson, 27.1.2008 kl. 15:50

11 Smámynd: Marinó Már Marinósson

En ég alveg sammála þér að það er alltaf ósmekklegt að gera grín af veikindum manna.    Afar lágkúrulegt.  Alltof 

Góður punktur hjá Ingólfi Harra um efni sem hefði verið hægt að taka fyrir í gær.  Kannski eru Spaugstofumenn orðnir of pólitískir?  

Marinó Már Marinósson, 27.1.2008 kl. 16:07

12 identicon

Mér fannst mest gaman hvernig þemað úr mafíumyndinni Guðföðurnum var látið hljóma á meðan mynd frá Valhöll var á skjánum. Þetta átti einkar vel við Sjálfstæðisflokkinn.

Valsól (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 16:28

13 Smámynd: Karl Ólafsson

Eru menn ekki til í að túlka grín Spaugstofumanna með (meint) veikindi Ólafs sem skot á einmitt þá sem reynt hafa að gera sér mat úr veikindum hans frekar en á hann sjálfan? Sé sá vinkill notaður, er þá ekki óþarfi að vera með einhverja viðkvæmni út af þessu og vorkunnsemi út í meðferð á Ólafi? Mér fannst hann einmitt koma stórkostlega út úr þessu með því að hugsa þetta sem skot á þá sem þóttust eiga einhvern 'rétt' á því að fá að vita hvernig heilsu hans væri háttað.

Karl Ólafsson, 27.1.2008 kl. 16:33

14 identicon

já þetta gekk of langt með Ólaf. Ég var farinn að vorkenna honum mjög. En í heild var þátturinn alveg fínn og betri en áður í vetur hjá þeim. Allavega náði ég að brosa án þess að hlæja mikið.

Samt sem áður endurtek ég það með Ólaf, sorglegt að gera grín að veikindum manna á þennan hátt, ósmekklegt. Ætla þeir að taka fyrir næst einhvern sem er með MND eða AIDS. Nei, ósmekklegt.

Frelsisson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 17:16

15 Smámynd: Grímur Kjartansson

Þátturinn  Laugardagslögin var bara bráðskemmtilegur og hressandi eftir að hafa horft á þennan afspyrnu neikvæða þátt með Spaugstofunni – þetta var ekkert grín bara fúlt, fyrirsjáanlegt og margendurtekið varla boðlegt fyrr en undir lokin á Þorrablóti þar sem áfengi hefur flætt ótæpilega.

Grímur Kjartansson, 27.1.2008 kl. 17:20

16 identicon

Hefur Spaugstofan farið oftar yfir strikið Stefán? Hvað með útfærsluna á Halldóri Ásgrímssyni eða Guðmundi í Byrginu. Byrgismaðurinn er saklaus uns sekt er sönnuð. Finn hvergi blogg um það hjá þér. Það er ekki verið að gera grín að veikum manni sbr. Marínó. Viðkomandi hefur skilað inn heilbrigðisvottorð skv. einin uppástungu.

Sýnidist VÞV fá verri útreið.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:40

17 Smámynd: Guðrún Þóra Hjaltadóttir

Mér fannst spaugstofan nú vera sami kjánagangurinn og hjá Borgarfulltrúnum almennt. Þeir eru allir á launum hjá okkur Reykjavíkingum og ættu að skammast sín fyrir sína iðju sem er meira en ógeðfelld.

Guðrún Þóra Hjaltadóttir, 27.1.2008 kl. 19:50

18 identicon

Spaugstofan er löngur orðin úrelt. Ekkert fyndið við hana, sketsarnir eru alltof langir og þetta fokking útlit sem er á þáttunum (innanhúss-rúv-plain-útlit) er mesti viðbjóður sem ég veit um.

Þarft innlegg í þessa umræðu er svo hvað hver og einn þáttur kostar mikið. Sú upphæð er nefnilega ekki lág ;)

Halldór Eldjárn (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 19:52

19 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Munurinn á mér og þér í flokkshollnustu að ég gerist ekki málpípa flokksins. Hefur þú borið saman skrif þín um þetta mál við.... Moggann og aðra Snata flokksins hér inni  Sami grautur í sömu skál... sem sagt reyna að tala um annað en hlut Sjálfstæðisflokksins í þessu máli öllu...sem sagt smjörklípan sem virðist vera skyldunámgrein allra Valhallarsnata.

Jón Ingi Cæsarsson, 27.1.2008 kl. 19:56

20 Smámynd: Júlíus Valsson

Hvar er Randver?
Hann er eini maðurinn í Spaugstofunni með einhvern húmor!

Júlíus Valsson, 27.1.2008 kl. 20:03

21 Smámynd: Birna M

Sammála færslunni, asnaleg aðför að Ólafi og bara lélegt. Skítt með hvar menn standa í flokki, finnst flestum þetta ómerkilegt.

Birna M, 27.1.2008 kl. 21:47

22 identicon

Þessi þáttur var með þeim betri. Hálfgerð endurkoma hjá þeim.

Brandarinn með valtarann var náttúrulega tær snilld, þið getið ekki neitað því.

Ég er eiginlega hissa á því hvað íhaldið er hörundssárt. Fólk sem þolir ekki góðlátlegt grín á náttúrulega að halda sig bakatil þar sem enginn tekur eftir því.

Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 27.1.2008 kl. 22:17

23 Smámynd: Vilhelmina af Ugglas

Ég hef skrifað mörg innlegg á bloggið gegn því að velta sér uppúr sjúkdómi Ólafs og stend við það. Lágkúra af verstu gerð!

En það er alveg útí hött að ekki megi gera gis að Ólafi af því að hann hefur verið veikur.

Slík aumingjagæska er engum til góðs.

Mér fannst þátturinn alveg ágætur.

Vilhelmina af Ugglas, 27.1.2008 kl. 23:30

24 Smámynd: Number Seven

Vildi gjarnan fá að segja hér nokkur orð. 

 Í fyrsta lagi hefur spaugstofan í gegnum árin oft talað mjög persónulega um menn og málefni.  Til að mynda var iðulega gert grín að Halldóri Ásgrímssyni sem hálfgerðum heimskingja.  Ekki var það talið ósiðlegt var það?

Í öðru lagi hefur verið gert grín af veikindum fólks í spaugstofunni áður.  Til að mynda var Örn Árnason í samskonar klæðnaði þegar hann lék Davíð Oddson þegar hann lennti í sínum veikindum.  Ekki var það talið ósiðlegt var það?

 Í þriðja lagi - og hérna komum við kannski að máli málana.  Þunglyndi.  Af hverju má ekki ræða um það eins og aðra sjúkdóma?  Er það háð öðrum lögmálum?  Er ástæða til fyrir að fela það eitthvað frekar en að menn hafi verið skornir upp við botnlangabólgu?  Hversu mikil er hræsni fólks sem talar hér um ósiðlega framkomu spaugstofunnar?  Af hverju má ekki ræða um þunglyndi eða gera grín að þunglyndi?  Hvers vegna er það tabú í okkar þjóðfélagi að fjalla um þunglyndi þegar um er að ræða einkenni sem hrjáir 15-20% fólks einhverntíma á lífsleiðinni?

Sjálfur hef ég átt við þunglyndi að stríða.  Ekki ætla ég að gera á nokkurn hátt lítið úr veikindum þess sem lendir í þeim andskota.  Hins vergar ná margir sér upp úr þeim og komast til fullrar heilsu með hjálp sérfræðiaðstoðar og lyfja.  Hitt er annað mál að þunglyndi eru andleg veikindi.  Það þarf vonandi ekki þunglyndissjúkling til að skýra fyrir fólki að andlegt álag, stress og ónóg hvíld eru þættir sem ýta undir þessa "tilfinningu".  Allt eru þetta þættir sem ég þarf að huga að og veit mæta vel sjálfur að langtíma álag eykur líkurnar á endurteknum veikindum.  Sjálfur þekki ég þá daga þegar maður "dettur örlítið niður" og einnig þá daga þegar maður kemur sér ekki fram úr rúminu. 

 Ég ætla ekki að dæma það hér hversu viturlegt það var af Ólafi að taka að sér starf borgarstjóra.  Hins vegar vona ég að þetta verði til þess að umræðan um þunglyndi aukist í kjölfar þess og hún verði opin og hreinskilin.  Og hvað bannar þá að gera grín af því eins og hverju öðru. Ósiðlegt að gera grín að botnlangabólgu?  Kannski.  Hinsvegar var ekki verið að gera grín að sjúkdómnum heldur fyrst og fremst persónunni.  Ég hlæ reglulega að vitleysunni í sjálfum mér.  Það er ekki eins og þunglyndissjúklingar geti ekki hlegið eða hafi ekki húmor.  Raunar er það besta "lækningin" Ef fólk er hinsvegar að aðgreina það þegar um andleg veikindi er að ræða í stað líkamlegra, þá ætti það kannski að velta fyrir sér eigin hræsni.  Eða þá að viðurkenna það að andlegir sjúkdómar hafa áhrif á persónu manna meira en líkamlegir sjúkdómar. 

Ég óska Ólafi velfarnaðar í starfi þrátt fyrir augljósa eiginhagsmunasemi í þessum meirihlutaviðræðum sem sannast kannski helst á því að hann situr nú einn og yfirgefin, með nánast ekkert bakland til að styðja sig í þeim mikilvægu málum sem framundan eru.  Það er hans mál.  Ekki mitt.  Ég hef nóg með mig.

Spaugstofan er ekki hafin yfir gagnrýni.  Hins vegar finnst mér engin ástæða til þess að gagnrýna hana meira eftir þennan þátt heldur en aðra þætti. 

Number Seven, 28.1.2008 kl. 10:15

25 Smámynd: Þórður Ingi Bjarnason

Þetta var með betri spaugstofum sem ég hef séð.  Ólafur hefur gefið færi á sér að það skuli vera gert grín af hans veikindum.  Ólafur ætti að koma fram og segja frá sínum veikindum til að tryggja tryggð kjósenda en meðan hann vill ekki segja neitt þá veikir það hans stöðu og fólk ímyndar sér margt sem hefði getað veri að.  Spaugstofan náði Ólafi vel. Er ekki alveg eins hægt að  um hvað þeir fara illa með Villa um hans gleymsku.  Þessir menn eiga skilið að láta gera grín af sér.  Þeir eru opinberar persónur og verða taka því að það sér gert grín af þeim þó svo að stundum er það á gráu línuni sem er gott mál. 

Þórður Ingi Bjarnason, 28.1.2008 kl. 17:38

26 Smámynd: Helgi Viðar Hilmarsson

Spaugstofna tekur gjarnan fyrir þá pólitíska atburði sem hæst bera í viku hverri. Ólafur F Magnússon og Björn Ingi Hrafnsson helstu gerendur í vikunni sem leið og því ekki óeðlilegt að þeir væru teknir fyrir. Ég sá ekki þáttinn á laugardagskvöldið en vegna umræðunnar um meðferðina á Ólafi ákvað ég að horfa á endursýningua á sunnudag. Satt best að segja átti ég von á einhverju miklu verra en það sem fyrir augu bar miðað við ummæli sem fallið höfðu. Eiginlega fannst mér nánast gert góðlátlegt grín af Ólafi í samanburði við margt annað sem ég hef séð hjá Spaugstofunni í gegnum árin. Má þar helsta nefna Halldór Ásgrímsson og Árna Johnsen, enda kvörtuðu þeir báðir sáran yfir meðferðinni sem þeir fengu og ekki rekur mig minni til að þeir hafi fengið mikla samúð hjá almenningi fyrir vikið. Reyndar fékk Árni harkalegust meðferðina í áramótaskaupi árið sem hann gerði hin margfrægu „tæknilegu mistök“ og voru Spaugstofumenn ekki höfundar að því. Davíð Oddson tók svo sjálfur þátt í gríni sem gert var að veikindum hans þar sem hann fékk meðal annars sprautu af skítlegu eðli, svo dæmi sé tekið um grín af veikindum fólks. Ég sé því þessi viðbrögði við meðferðinni á Ólafi ekki öðruvísi en fordóma gegn geðsjúkdómum og geðrænum vandamálum sem lögnum hafa verið tabú í okkar þjóðfélgi þó svo að horft hafi til betri vegar hin síðari ár. Ólafur er maður viðkvæmur og tekur sjálfan sig greinilega mjög hátíðlega ef marka má viðbrögð hans sjálfs við þættinum. Ég tel það hins vegar hneykslunargirni ekki vera dyggð og lýsa frekar vanþroska en þroska ef eitthvað er.

Þau hneyksluðu vil ég spyrja: Hvernig átti að gera grín að Ólafi svo hlæja mætti að ef ekki með þeim hætti sem gert var?

Helgi Viðar Hilmarsson, 28.1.2008 kl. 19:28

27 identicon

kommon ef maðurinn getur ekki tekið smá gríni þá á hann ekki að vera borgarstjóri. Hann átti þetta svo skilið, hvernig væri að vinna vinnuna sína og hætta að grenja í fjölmiðlum

Adólf (IP-tala skráð) 28.1.2008 kl. 20:00

28 Smámynd: Theódór Norðkvist

Það er góð regla í svona málum að líta þannig á að ef sá sem opinbert háð beinist að hefur verið misboðið, þá var farið yfir strikið.

Ólafur F. hefur lýst því yfir að hann hafi upplifað þetta spaug sem árás á sig og þá var þetta árás á hann. Í því ljósi ættu Spaugstofumenn að biðjast afsökunar.

Theódór Norðkvist, 28.1.2008 kl. 20:47

29 Smámynd: Þorsteinn Þormóðsson

Jæja ég hafði það af að horfa á Spaugstofuþáttinn margfræga og var gríðarlega spenntur að sjá hvað var svona alveg virkilega ógeðfellt í þættinum. Ekki gat ég séð að Ólafur ætti eitthvað undir högg að sækja sérstaklega. Aftur á móti fannst mér Villi tekinn alveg sérstaklega í gegn. En Ólafur gjörsamlega gerði hins vegar í brók í þættinum Mannamál og Sigmundur Ernir, þáttarstjórnandi einnig! Alveg eins og þú Stefán Friðrik í þessu bloggi þínu!! Þessi skrif þín minna mig á það sem Jóhannes Kristjánsson, Eftirherma, sagði á þorrablóti okkar Höfðhverfinga, söguna af því að hinn nýji Jesús kristur hefði átt að fæðast á Akureyri, en það hefði ekki verið framkvæmanlegt þar sem að þrír vitringar ættu að vera á staðnum!! og þeir finnast ekki á Akureyri!!

Þorsteinn Þormóðsson, 28.1.2008 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband