Góður húmor

Jónsi Sagan um að Jónsi eigi að vera samkynhneigður er orðin ótrúlega lífseig og það er ekki hægt að hafa tölu á því hversu oft hann hefur þurft að neita þeim orðrómi. Þetta hefur fylgt honum í mjög mörg ár, löngu áður en hann varð frægur í sjálfu sér. Hressleiki hans og létt lund hefur fengið marga til að hugsa í gegnum árin allavega.

Það er ansi sniðugt hjá honum að snúa þessu upp í grín á árshátíð Icelandair með þessum hætti og snúa á allar kjaftasögurnar með þessu grínatriði í leiðinni. Það er gott að hafa góðan húmor fyrir sjálfum sér. Jónsi hlær kannski manna best að þessu er yfir lýkur. Hef reyndar spáð lengi í hvernig fólk nenni að breiða út þessar sögur þegar að flestir vita að hann er giftur tveggja barna faðir.

En sá hlær best sem síðast hlær - það er sennilega lexían að þessu gríni Jónsa um kjaftasögurnar um sjálfan sig.

mbl.is Jónsi kom út úr skápnum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Bragi Bragason.

he he menn hafa nú komið út úr skápnum seinna en það

Einar Bragi Bragason., 29.1.2008 kl. 14:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband