Kusk fellur á hvítflibba Dr. Phil

Dr. Phil Það eru ótrúlega margir sem horfa á vandamálaþætti Dr. Phil, Opruh og fleiri sjálfskipaðra snillinga sem heilagan sannleik og finnst þau vera boðberar hins rétta og heiðarlega í einu og öllu. Finnst svona þættir ekkert spes og skil ekki aðdráttaraflið sem t.d. Dr. Phil virðist hafa. Hann hefur nú á síðustu dögum sannað eðli sitt sem peningaplokkari með því hvernig hann þröngvaði sér inn á Britney Spears og ætlaði að hala inn fjölmiðlaathygli með því að ætla að hjálpa henni.

Nú eru að koma fram atriði sem sýna fram á vafasama fortíð sjónvarpssálfræðingsins. Hann er víst ekki heilög stjarna á fjölmiðlahimninum, eins og svo margir héldu, heldur mannlegur eins og aðrir og hefur kusk á hvítflibbanum. Það verður sennilega erfitt fyrir hann að halda stjörnu sinni bjartri eftir þetta, reyndar tel ég að margir hafi verið búnir að sjá í gegnum hann fyrir margt löngu. Sögusagnir hafa verið um að áhorfið á þættina hans hafi dalað og Oprah mun hafa fengið nóg þegar að hann ætlaði sér að ná athygli allra með því að "bjarga" Britney Spears úr því öngstræti sem hún hefur komið sér í.

Það hefur oft sannast að sjónvarpsfólk sem virðist hafa allar lausnir, sálfræðingar sjónvarpsins og sérfræðingar, eru ekki heilagir. Eru mannlegir eins og aðrir en byggja sér upp ímynd þess sem getur reddað öllu og fær aðra til að trúa að þeir séu heilagir. Dr. Phil virðist hafa misst eitthvað þessa ímynd niður og spurning hvort að hann verður höggvinn af og missi sjónvarpsplássið sitt.

mbl.is Dr. Phil sagður eiga sér vafasama fortíð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband