Langlífar kjaftasögur um samkynhneigð Jónsa

Jónsi Það var svolítið sérstakt að sjá aftur kjaftasögurnar um samkynhneigð Jónsa lifna við eftir frétt í Mogganum og hér á mbl.is um atriði á árshátíð Icelandair. Þar gerði hann grín að þessari kjaftasögu. Sumir hafa skrifað um þennan atburð sem vitnisburð um að hann sé samkynhneigður, á meðan að aðrir hafa skrifað með mun yfirvegaðri hætti og séð grínið í atriðinu.

Fannst hinn annars ágæti bloggari Jens Guð fara lengst í þessum pælingum og eiginlega orða hlutina í svolitlum fyrirsagnastíl þar sem hann gefur sér að Jónsi sé hommi, vegna þess að hann aktar með þeim hætti að mögulega sé hann það. Allir sem þekkja til hans vita að karakterinn er bara svona og ekkert meira svosem um það að segja. Það er samt leitt að sjá svona sleggjudóma.

Annars hefur Jónsi sjálfur svarað þessum kjaftasögum í viðtölum eftir þessa fjölmiðlaumfjöllun og gerir það vel. Kjaftasögurnar virðast samt lifa allt annað af sér, en kannski er það bara þannig að kjaftasögurnar munu alltaf grassera um þekkt fólk og margt er það dæmt af karakternum, en ekki út frá staðreyndum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband