Gefið í skyn að Ólafur F. sé flughræddur

John Edwards Mér finnst það svolítið kostulegt að búið sé að koma á flot þeirri kjaftasögu að Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, hafi ekki farið á fund norrænna borgarstjóra vegna þess að hann sé kannski flughræddur. Það virðist vera að kjaftasögurnar og orðrómurinn um hitt og þetta hvað varðar Ólaf F. sé ekki beinlínis að minnka.

Það hefur verið sagt svo mikið að það er kannski erfitt að toppa það, en þessi saga er aðallega fyndin. Fannst það rétt hjá borgarstjóranum að sinna sínum verkum heima í stað þess að fara. Staðan er bara þannig að nýr borgarstjóri þarf mun frekar að vera sýnilegur borgarbúum í verkum en starfsfélögum hans á erlendri grundu.

Það hefur ekki vantað pælingarnar um þá ákvörðun Ólafs F. að sitja heima. Ein þeirra var sú að hefði meirihlutinn fallið. Það er í meira lagi fyndin kenning, enda stendur fundurinn frá deginum í dag til föstudags. Næsti borgarstjórnarfundur er ekki fyrr en á þriðjudag.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Tek undir orð þín. Ljótt að gefa svona í skyn. Ég hafði ekki heyrt þetta áður en þú bentir á þetta. Hvar birtist þetta?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 16:56

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þú mátt kalla mig hvað sem þú vilt Alex, það gerir þig ekkert skárri við það. Ég veit ekki betur en ég sé með málefnaleg skrif hér og er ekki að ráðast að neinum. Það verður seint sagt um mig að ég skrifi ómerkilega um aðra. Það var rétt hjá Ólafi að vera heima, það eru næg verk að vinna. Það hefur gerst áður að borgarstjóri hafi ekki setið þennan fund.

DV í dag, Gísli.

Stefán Friðrik Stefánsson, 30.1.2008 kl. 17:16

3 identicon

Mér finnst Stebbi ekki vera "strámann" en DV er ekki að mínu viti áreiðanlegri heimildarmaður en Gróa nokkur sem kennd var við Leiti. En ítreka enn og aftur að þó ég sé ekki alltaf sammála þér SFS þá ertu málefnalegur!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 30.1.2008 kl. 17:58

4 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Sammála þér Stefán!  Borgarstjóri þarf að vera sýnilegur fólkinu.  Svo er eitt sem ég skil ekki með svona fundi, á þeim tímum sem við lifum á núna er til mjög fullkominn fjarfundarbúnaður, sem ég sé fyrir mér að borgarstjóri gæti auðveldlega notað.  Svona ferðir eru oft á tíðum farnar bara til þess að viðkomandi komist ókeypis til útlanda, því oft á tíðum kemur ekkert vitrænt út úr svona ferðum.  Og oft eru þessar ferðir farnar fyrir fé okkar skattborgaranna.  Ég vil hvetja nýja borgarstjórann til þess að taka upp fjarfundarbúnað eða vefmyndavél þá getur hann verið á Íslandi á þessum fundum.

Kveðja!

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 30.1.2008 kl. 18:07

5 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Kristján, þær eru ekki oft farnar fyrir skattpeninga heldur alltaf. Og það var ekki eins og þessi ferð væri felld niður, Vilhjálmur Þ fór og einhverjir með honum sjálfsagt til að passa upp á minnisblöðin

Gísli Sigurðsson, 30.1.2008 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband