McCain myndi sigra bæði Hillary og Obama

John McCain Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum vestanhafs myndi John McCain sigra bæði Hillary Rodham Clinton og Barack Obama í forsetakjöri. Mælist hann með 48% í baráttu gegn Hillary, sem mælist með 40%, en myndi hljóta 47% í baráttu við Obama, sem mælist með 41%.

Þetta eru stórmerkilegar tölur og sýna vel hversu spennandi kosningarnar munu verða. Það stefnir í hörkubaráttu um miðjuna nú þegar að nokkuð ljóst er orðið að John McCain verði frambjóðandi repúblikana í nóvember og virðist hann eiga langmestu möguleiku frambjóðenda repúblikana á Hvíta húsinu.

Notalegheitin á milli Hillary og Obama verður sífellt skiljanlegra þegar að litið er á þessa könnun. Þau eru væntanlega bæði orðin nokkuð smeyk við McCain og vilja þjappa demókrötum saman en ekki sundra þeim, en svo virðist vera að repúblikanar hafi helst grætt á sundurlyndi þeirra á milli. Sundurlyndið var að skapa miklar vígalínur í flokknum.

Í ljósi stöðunnar sem upp er komin þar sem ljóst er að McCain verður alvöru keppinautur um Hvíta húsið og alls ekki víst að demókratar eigi auðveldan sigur í vændum er ekki óvarlegt að búast við að demókratar vonist eftir að frambjóðandi flokksins verði valinn fljótlega en ferlið ekki dregið fram á vorið.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Nokkuð sem margur hefur haft á tilfinningunni, að næsti forseti USA verði Republican. John McCain er vissulega mjög frambærilegur maður, ekki síst vegna þeirrar margvíslegu reynslu sem hann býr yfir. Bandaríkjamenn eru ekki eins hræddir við að nýta reynslu manna þótt æskublóminn sé farinn að fölna þegar stjórnmál eru annars vegar. Vonandi reynist þetta rétt, þessi lukkuriddarar og populistar sem Democrats bjóða upp á eru ekki traustvekjandi karakterar.

ellismellur (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 18:49

2 identicon

Merkilegt

Fyrir fjórum mánuðum voru allir búnir að útiloka að McCain ætti séns á því að verða frambjóðandi repúblikana, en nú er allt í einu búið að gera hann að forseta bandaríkjanna!  Samt er ekki búið að tilnefna varaforsetaefni þessa aldraðra - en engu að síður eiturhressa -  manns.   Hvað þá að það sé búið að komast að því hver mögulegur mótkandídat hans yrði - bara svona hvað ef.....

Já, hvað ef....

Menn ættu kannski að spyrja þess á fleiri stöðum...

Og smá smá athugasaemd Laissez:   Það er ekk nóg með að "vinstri" menn hafi ráðið Hvíta húsinu meirihluta síðustu, hvað 50-60 ára, þeir hafa líka sýnt að þeir fara mun betur með fjármuni almennings en þeir sem eru til hægri við þá.... 

Það sama á greinilega við á Íslandi þar sem hægri ríkisstjórn síðustu ára á það vafasama met að HLUTFALLSLEGA flesta ríkisstarfsmenn og taka HLUTFALLSLEGA stærsta hluta þjóðarteknanna til sín.  Frábær árangur hjá flokki sem kennir sig við einkaframtakið!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 19:44

3 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þetta allt mun skilast betur þann 4 Febrúar það styttist i það/ eg helda að Demókratar muni sætast þegar mál fara að skerast/og ef það skeður er eg viss um á  næstu forseti verði Demókrati,eða það bara vonar maður!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2008 kl. 00:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband