Óánægja með óstöðugleika í borgarmálunum

Ólafur F. MagnússonÞað er greinilegt að mikil óánægja er meðal kjósenda með þann óstöðugleika sem er uppi í borgarmálunum, en þar hefur ríkt ítalskt ástand og þrír meirihlutar og borgarstjórar setið síðustu 120 dagana. Nýr meirihluti Sjálfstæðisflokks og F-lista tók við völdum við mjög erfiðar aðstæður og mikið verkefni blasir við Ólafi F. Magnússyni, borgarstjóra, að sýna að meirihlutinn standi undir verkefninu og geti stýrt af krafti.

Það eru sögulegir umbrotatímar í stjórnmálum í Reykjavíkurborg. Uppi er ástand sem aldrei hefur gerst áður. Þrátt fyrir að jafnmargir borgarstjórar hafi setið á þessu kjörtímabili og hinu síðasta er R-listinn lenti í vandræðum með borgarstjóramál sín; sögulega afsögn borgarstjóra vegna hneykslismáls og eftirminnileg starfslok þaulsetins borgarstjóra vegna innri sundrungar, eru borgarbúar óvanir því að óstöðugleiki sé uppi með þeim hætti að meirihlutar komi og fari. Því er ekki að neita að þetta er erfið staða en í þeirri stöðu reynir á þá sem fara með völdin.

Mér finnst það ekki óeðlilegt að kjósendur telji stjórnmálamenn ekki hafa staðið undir nafni - ekki getað fært stöðugleika í pólitísku starfi. Enn er langt til kosninga, rúmir 27 mánuðir, og fjarri því að afgerandi reynsla hafi komið á nýjan meirihluta og borgarstjórann eftir aðeins viku við völd. Það er eðlilegt að hver meirihluti fái sinn tíma og borgarstjórinn ennfremur. Á þessum ólgutímum er eðlilegt að rót sé á fylgi og fólk sé að átta sig. Um leið þarf reynsla að komast á meirihlutann og rykið að setjast. Þá fyrst kemur marktæk mæling á stöðu mála.

Þessi könnun hlýtur að vera umhugsunarefni fyrir alla stjórnmálamenn í Reykjavík. Mér finnst þeir allir hafa brugðist með einum eða öðrum hætti. Sá sem hóf þetta margfræga óstöðugleikatímabil var Björn Ingi Hrafnsson, fyrrum borgarfulltrúi Framsóknarflokksins. Hundrað dögum eftir að hann hóf sitt valdatafl sprakk það framan í Björn Inga og hann fór sneyptur af velli, tekinn af lífi pólitískt innan eigin raða hvorki meira né minna. Eftir stendur Framsókn sem það framboð í borginni sem fæstir treysta. Kuldaleg örlög það.

Nú reynir á þá stjórnmálamenn sem eftir eru að tryggja stöðugleika í borgarstjórn Reykjavíkur. Það er það sem vantar - eftir því eru kjósendur að kalla, fyrst og fremst.


mbl.is Fáir ánægðir með nýjan meirihluta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég er leið á þessu öllu.  Verði þeim að góðu.

Ásdís Sigurðardóttir, 1.2.2008 kl. 21:08

2 Smámynd: Hallur Magnússon

Hallur Magnússon, 1.2.2008 kl. 21:22

3 identicon

Þakka þér fyrir þetta innlegg - ég hafði örlitlar áhyggjur af því að þú ætlarðir aðeins að fjalla um Framsóknarflokkinn, en það er greinilegt að þú varst byrjaður á víðtækari pistli um könnunina.

En þú verður nú samt að horfa á málin í víðari sjóndeilarhring en þetta.  þegar síðasti meirihluti tók við hafði hann þrisvar sinnum meiri fylgi en núverandi meirihluti og stóra niðurstaða könnunarinnar er að Dagur B. Eggertsson tók rakettukipp uppávið hvað varðar traust borgarbúa.

Í síðustu kosningum var Dagur í besta falli umdeildur en er nú dáður borgarstjóri sem fékk aldrei að reyna sig.  Hvernig ætlar D-listi að toppa það með borgarstjóra sem missti allt traust almennings en fær allt í einu annað tækifæri til að klúðra öllu sem hægt er að klúðra?  Á það að vera betra með baktjaldamakki til að koma honum frá? 

NB:  Ég á von á samanburði við það þegar Samfylkingarfólk kaus Dag yfir sitjandi borgarstjóra - en sá samanburður á engan vegin við - ég bíð bara eftir að heyra röksemdir hægrimanna fyrir sínum málum.

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 1.2.2008 kl. 21:46

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Veldur hver á heldur!!!!,maður vonar að verkin verði látin tala/en ekki blæs þetta byrlega þegar menn tala i sitt hvora áttina/þá styttist i næsta meirihluta/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 2.2.2008 kl. 00:10

5 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Það var heiðarlega staðið að meirihlutanum og málefnaskráin er einföld en mjög góð.  Ólafur er eini borgarfulltrúi F-lista, aðstoðarmannslaus og þar að auki að koma úr löngu veikindafríi. Hann er þó greinilega að braggast. Hann er samviskusamur og mun láta gott af sér eliða. Það kemur mér á óvart hversu léleg almannatengslin (PR) eru hjá sjálfstæismönnum. Í stað þess að standa saman og skýra mál meirihlutans eru sumir (2 borgarfulltrúar) að sóla. Halda jafnvel blaðamannafundi til að lýsa einkaskoðunum sínum á Vatnsmýrinni, sem búið er að semja um að halda frið um út þetta kjörtímabil.  Vonandi hlaupa menn af sér hornin fljótlega.

Sigurður Þórðarson, 2.2.2008 kl. 00:52

6 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Fyrst og fremst er fólk að kalla eftir ÖÐRUM MEIRIHLUTA en þeim sem nú ríkir í borginni.

Svala Jónsdóttir, 3.2.2008 kl. 23:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband