Sorgarsaga hnignandi stjörnu

BS Það er að verða eins og að horfa á raunveruleikaþátt eða kvikmyndina Ed Tv að fylgjast með sorgarsögu Britney Spears. Þetta er eiginlega sorgleg saga, enda blasir við að manneskjan er gjörsamlega búin að missa vitið og er ekki í jarðsambandi.

Það er orðið illa komið þegar að fólk er svipt sjálfræði og lögræði og greinilegt að hún hefur enga stjórn á lífi sínu. Fyrir nokkrum mánuðum barðist hún fyrir forræði yfir börnum sínum. Nú er staðan orðin þannig að forsjá hennar sjálfrar er í höndum foreldra hennar. Þvílík örlög.

Það er kannski ekki eðlilegt að finna til með fræga fólkinu, en sorgarsaga þessarar söngkonu sem hefur svoleiðis gjörsamlega misst fótanna í gegnum frægð sína er dapurlegri en orð fá lýst. Þetta er sennilega eitt af þeim dæmum þar sem freistandi er að telja að frægðin eyðileggi fólk og hamingju þess.

mbl.is Britney svipt lögræði tímabundið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Stefán þetta er gömul saga og ný. Það þarf sterk bein til að þola góðæri og eins er með fræð og athygli. Hvað þetta stelpugrey varðar var þetta nú fyrirsjáanlegt þar sem hún var kynnt til sögunar sem "Jómfrú heimsins" ef ég man rétt. En það er satt, þetta er ömurlegt að horfa uppá. kveðja Kolla. 

Kolbrún Stefánsdóttir, 2.2.2008 kl. 09:42

2 identicon

Hvernig er fólk svipt lögræði??

Már Högnason (IP-tala skráð) 2.2.2008 kl. 13:51

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Kolbrún: Takk fyrir kommentið. Já, þetta er mikil sorgarsaga. Það er oft erfitt að fara í gegnum frægð og frama. Það er engin trygging fyrir sæluríku lífi að eiga nóg af peningum.

sumahama: Það er fjarstæða að ég sé að gera lítið úr þeim sem eiga við fíkn að stríða með þessum skrifum. Það fólk þarf allt á hjálp að halda. Get ekki séð að sjálfskaparvíti Britney sé neitt betra eða verra. Hún er föst í sama vanda og margir aðrir og ekkert vitað hvort að henni tekist að eiga líf utan þessa vanda. Frekar en með alla aðra.

Már: Lögræði og sjálfræði

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 2.2.2008 kl. 14:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband