McCain að ná útnefningunni - spenna demókrata

John McCainÞað er svaðalega spennandi að fylgjast með tölunum streyma inn um gjörvöll Bandaríkin á ofur-þriðjudeginum. Mikið fjör. John McCain er að ná útnefningu repúblikana; hefur tekið Connecticut, Illinois, Delaware og New Jersey nú þegar og vann rétt í þessu sigur í New York. Rakar að sér þingfulltrúum og er kominn langleiðina. Það bendir flest til þess að suðrið ráði ekki úrslitum þar - sigri McCain í Kaliforníu er þetta í raun búið.

Hjá demókrötum er mikil spenna. Obama hefur tekið heimafylkið Illinois og vann um miðnættið góðan sigur með stuðningsbylgju blökkumanna í Georgíu, hefur auk þess unnið Delaware. Hillary Rodham Clinton sigraði í New York með yfirburðum (enda þingmaður þar), tók New Jersey og hefur sigrað í suðrinu; Oklahoma, Arkansas (þar sem hún var ríkisstjórafrú árum saman) og Tennessee. Og hún var rétt í þessu að taka Massachusetts, fylki Kennedy-anna og John Kerry! Slagur demókrata er fjarri búinn og spennan leiftrandi, þvert á það sem er að gerast hjá repúblikunum.

Auk þessa hafa svo auðvitað Mitt Romney og Mike Huckabee unnið heima í Massachusetts og Arkansas, en þeir hafa báðir verið ríkisstjórar þar. Auk þessa var Huckabee búinn að taka Vestur-Virginíu eins og fyrr segir og vann Alabama áðan (engin tíðindi þar fyrir suðurríkjamanninn í sjálfu sér). Baráttan er hörð í Georgíu hjá repúblikunum og ekkert ljóst enn. Romney virðist ekki vera að

Óvissa er enn yfir mörgum fylkjum og nóttin rétt að byrja - fjörið heldur áfram!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband