Obama byrjar nóttina með sigri - háspenna í USA

Hillary, Obama og McCainÍslenskum sprengidegi er lokið, en ofurstuðið á þeim stóra kjördegi er þó rétt að byrja vestanhafs þar sem úrslit í yfir 20 fylkjum eru byrjuð að tikka inn. Barack Obama tekur Georgíu sannfærandi, með miklum stuðningi blökkumanna, í takt við kannanir. McCain, Romney og Huckabee eru nær jafnir í fylkinu og ekki víst um úrslitin. Suðurríkjamaðurinn Huckabee verður að sigra þar og McCain treystir á sigur, enda studdu báðir öldungadeildarþingmenn repúblikana í fylkinu hann.

Þetta er lífleg kosninganótt, forsmekkur að því sem koma skal, spennandi kosningahasar sem startar í raun veigamesta hluta baráttunnar, alvöru slag þeirra sem eiga alvöru von á Hvíta húsinu. Kosning um allt land. Frá þessari stundu skiptir sigur í fylkjum ekki aðalmáli heldur það eitt að safna þingfulltrúum á flokksþingin. Klárist slagurinn ekki í nótt í báðum flokkum, eins og gerðist á ofur-þriðjudegi fyrir átta árum þegar að Gore og Bush kláruðu sín mál og hófu spennandi einvígi sitt sem varð hið mest spennandi í bandarískri stjórnmálasögu endar þetta með þingfulltrúatalningu þar sem þetta getur tekið sinn tíma.

Nóttin hófst nú á miðnætti í Georgíu. Kjörstaðir loka í Connecticut, Illinois, Massachusetts, New Jersey, Delaware, Alabama, Missouri, Tennessee og Oklahoma klukkan eitt að íslenskum tíma og klukkan hálf tvö í Arkansas. Klukkan tvö munu línur fara að skýrast með lokun kjörstaða í Arizona, Colorado, Kansas, Minnesota, Nýju Mexíkó og svo stærsta hnossið sem er auðvitað sjálf New York. Klukkan þrjú er komið að Idaho, Norður Dakóta og Utah. Stærsta hnoss næturinnar er Kalifornía en þar loka kjörstaðir klukkan fjögur. Í Montana er kjörstöðum lokað klukkan fimm og í Alaska klukkan hálf sex.

Vestur-Virginía kláraði sín mál, fyrst allra fylkja, í kvöld. Huckabee tók fylkið, eftir að hafa orðið undir fyrir Romney í fyrri umferð. Stuðningsmenn McCain studdu þá Huckabee og tryggðu honum sigurinn og alla kjörmennina. McCain veit sem er að þetta er einvígi hans við Romney og með þessu getur hann blokkað hann með þeim hætti að eftir er tekið.

Þetta er því spennandi nótt og auðvitað er vakað eftir úrslitum, nema hvað.


mbl.is Obama sigraði í Georgíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Fall er farar heill/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.2.2008 kl. 00:48

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ekki vaki ég.   Hillary Clinton 

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 00:58

3 Smámynd: Herdís Sigurjónsdóttir

Já sit hér í Boston að horfa á kosningasjónvarpið, en ég er á leið til New Orleans á hamfararáðstefnu. Það verða örugglega mörg munstur í gangi í nótt og spennandi að sjá hvernig úrslitin verða.... sammála þér með að það er ekki annað hægt en að vaka, a.m.k. alveg þangað til maður sofnar.

Góða skemmtun í nótt.

Herdís Sigurjónsdóttir, 6.2.2008 kl. 01:08

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Gaman að heyra í þér Herdís mín. Gaman að vera í hringiðunni vestanhafs og horfa á þetta. Mjög spennandi nótt. Það er vakað meðan að augun eru opin já. :)

bestu kveðjur vestur um haf ;)

Já, það er svona Ásdís mín að vera political geek dauðans hehe. Þá veit ég allavega hverja þú styður. :D

Sannarlega, þetta verður lífleg nótt, Halli.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.2.2008 kl. 01:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband