Jöfn barátta Hillary og Obama - McCain á siglingu

Obama og Hillary Nú þegar að kjörstöðum hefur verið lokað í Kaliforníu, og beðið er eftir því hvernig pólitíska landslagið verður í gullna fylkinu, stærsta hnossi ofur-þriðjudagsins, er ljóst orðið að Hillary Rodham Clinton og Barack Obama berjast jafnri og spennandi baráttu um útnefningu demókrata á meðan að John McCain drottnar yfir hjá repúblikunum með mikilvægum sigrum í fylkjum þar sem fjöldi þingfulltrúa eru valdir. Er orðið nær öruggt að hann vinni útnefninguna.

McCain á Rudy Giuliani auðvitað mikið að þakka, vann góða og afgerandi sigra í New York og New Jersey með afgerandi stuðningi hans. Hann tók svo áðan auðvitað heimafylkið sitt Arizona. Huckabee hefur nú sigrað í Georgíu, stendur sig vel í suðrinu á meðan að Romney hefur sigrað í fimm fylkjum. Hillary vann merkilegan sigur í Massachusetts, vígi Ted Kennedy og John Kerry, en þar liggja rætur Kennedy-fjölskyldunnar eins og allir vita. Þetta er sætur sigur fyrir Hillary eftir allt sem á undan er gengið sérstaklega stuðningsyfirlýsingu Kerrys við Obama í síðasta mánuði.

Obama hefur staðið sig vel í kvöld, náð góðum árangri í suðrinu og í traustum demókratafylkjum eins og Connecticut og Minnesota. Hann hefur unnið ellefu fylki og á góðan möguleika á útnefningunni. Það er ekkert búið þarna og baráttan heldur áfram á fullu á meðan að McCain hefur allt að því hlotið kóngstign í repúblikanaslagnum. Þó að Romney og Huckabee beri sig mannalega og telji sig eiga einhvern séns er vandséð hvernig þeir geti snúið stöðunni við, þrátt fyrir að hafa tekið fimm fylki hvor. Reyndar getur Huckabee brosað suðrænu brosi í kvöld, en það er nú bara þannig að sértu úr suðrinu og getir ekki sigrað þar ertu búinn að vera.

Það er þó alveg ljóst að muni McCain sigra í Kaliforníu er hann orðinn óstöðvandi. Huckabee má reyndar eiga það að hann stóð sig vel í suðrinu og sýndi vel að hann getur sigrað. Muni Romney ekki sigra í Kaliforníu er vandséð hvað hann ætlar sér að gera meira með framboðinu, þó næga peninga eigi. Og á Huckabee peninga í langan slag í viðbót? Er kannski Huckabee byrjaður að stefna á að verða varaforsetaefni McCain? Ekki nema von að spurt sé.

Hér er listi yfir stöðuna í fylkjunum þar sem úrslit eru ljós og hverjir hafa náð að sigra. Súmmeruð staða mála áður en tölurnar frá Kaliforníu fara að berast. Það eru tafir á því að línur skýrist þar og svartsýnustu menn tala um að það ráðist ekki fyrr en með hálftíu-morgunkaffinu! Jahá.....


Barack Obama
Georgía, Illinois, Delaware, Alabama, Norður-Dakóta, Utah, Kansas, Connecticut, Colorado, Idaho, Missouri og Minnesota

Hillary Rodham Clinton
Oklahoma, Arkansas, Arizona, Tennessee, New York, Massachusetts og New Jersey

------------

John McCain
New York, Arizona, Missouri, New Jersey, Illinois, Connecticut, Delaware og Oklahoma

Mitt Romney
Massachusetts, Norður-Dakóta, Minnesota, Montana og Utah

Mike Huckabee
Arkansas, V-Virginía, Tennessee, Alabama og Georgía

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband