Hillary sigrar í kjörmönnum en Obama í fylkjum

Hillary Rodham Clinton Spennan heldur áfram í baráttunni um forsetaembættið eftir ofur-þriðjudaginn. Barack Obama vann í fleiri fylkjum en Hillary Rodham Clinton, en hún tók hinsvegar stóru fylkin, sem voru stærstu hnoss kvöldsins. Niðurstaðan er því sú að hún sigraði í kjörmannatalningu en Obama í fylkjum. Nokkurra vikna jafnur slagur tekur því við næstu vikurnar hjá demókrötum.

Held að það sé nær ómögulegt að spá um hvort þeirra verði frambjóðandi demókrata núna. Þetta stendur það tæpt og enn ekki ljóst hvort fær bylgjuna í kjölfar dagsins. En samt, það var gríðarlega mikill persónulegur sigur fyrir Hillary að vinna mjög afgerandi í Kaliforníu, eftir allar kannanir síðustu dagana sem sýndi hana með tapaða stöðu þar. Hinsvegar var að sama skapi vont fyrir hana að tapa í fylkjum eins og Missouri og Connecticut. Hún hefur samt um hundrað þingfulltrúa forskot og er yfir í slagnum - tók einfaldlega stóru og verðmætu bitana í baráttunni. Það skiptir máli.

Sætasti sigur Hillary var í Massachusetts, fylki Kennedyanna og John Kerry. Bæði Ted Kennedy og Kerry studdu Obama af krafti og beittu sér mjög fyrir hann. Samt náði Hillary að sigra fylkið þeirra. Auk Kaliforníu var þetta táknrænasti sigur hennar, fyrir utan auðvitað New York og New Jersey, en það áttu allir von á að hún tæki þau auðvitað, verandi þingmaður NY. Stærsta hnossið hjá Obama var að taka suðurríkjafylki, t.d. Missouri (reyndar mjög tæpt) og auk þess Connecticut. En hann tók ekki stærstu hnossin og getur því ekki hrósað sigri á deginum. Eins og kannanir voru síðustu dagana náði Hillary að taka kvöldið, þó tæpt sé það.

John McCain er kominn mjög nærri útnefningu Repúblikanaflokksins. Hann hefði samt þurft að taka fleiri suðræn fylki til að klára baráttuna. Suðurríkjamaðurinn Huckabee vann fimm mjög mikilvæg fylki og getur haldið áfram. Romney náði líka góðum sigrum. En þegar á hólminn kemur eru þeir þó að berjast um fylgið lengst til hægri á meðan að McCain situr einn um hitt fylgið innan flokksins. McCain hefði samt þurft stuðning lengst til hægri til að ná útnefningunni í nótt; t.d. sigra í Georgíu og Tennessee. En það er enginn vafi að McCain nær þessu, spurningin er bara hversu fljótt það verði.

Í heildina er þetta enn mjög spennandi. Það fékk enginn reisupassann úr baráttunni. Hjá repúblikunum eru meginlínurnar þó skýrar. McCain er með ráðandi stöðu í baráttunni og vantar ekki mikið upp á að ná hnossinu mikla á meðan að Hillary og Obama eru rétt að byrja spennandi baráttu. Jafnt var það í nótt en Hillary náði veigameiri sigrum og náði að standa af sér bylgjuna til Obama. En nú verður áhugavert að sjá hvort nái meiri bylgju eftir ofur-þriðjudaginn. Hvort vegi meira; talning á kjörmönnum eða fylkjum.


Barack Obama
Georgía, Illinois, Delaware, Alabama, Norður-Dakóta, Utah, Alaska, Kansas, Connecticut, Colorado, Idaho, Missouri og Minnesota

Hillary Rodham Clinton
Kalifornía, New York, New Jersey, Oklahoma, Arkansas, Arizona, Tennessee og Massachusetts

------------

John McCain
Kalifornía, New York, Arizona, Missouri, New Jersey, Illinois, Connecticut, Delaware og Oklahoma

Mitt Romney
Massachusetts, Norður-Dakóta, Alaska, Colorado, Minnesota, Montana og Utah

Mike Huckabee
Arkansas, V-Virginía, Tennessee, Alabama og Georgía

mbl.is Clinton vann sæta sigra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurjón

Sæll.

Mig langar bara að benda á að Bandaríkin samanstanda af ríkjum; ekki fylkjum.  Þá hétu þau Bandafylki Norður-Ameríku...

Sigurjón, 6.2.2008 kl. 16:11

2 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Flott samantek Stefán,og spennan mikil,Ef þetta stendur Jafnt fyrir flokksþingið,held eg að þessir um 800 sem eru ekki kosnir sem kjörmenn muni ráða úrslitum eins og hjá Kennedy,og þar veðjar maður á Clinton!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 6.2.2008 kl. 17:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband