Pólitískt hneykslismál í Reykjavík

OR Allt frá fyrsta degi hefur mér þótt REI-málið skítugt pólitískt hneykslismál sem er til skammar fyrir alla hlutaðeigandi, einkum þá sem leiddu mál í meirihluta Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, þá Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson og Björn Inga Hrafnsson. Það er staðfest í REI-skýrslu stýrihópsins. Það sem mér finnst merkilegast er hversu mikil ítök fyrirtæki úti í bæ, FL-Group, hafði í öllu ferlinu og virtist keyra málið áfram af mun meiri krafti en stjórnmálamenn.

REI-málið var eitt klúður frá upphafi til enda. Meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hélt illa á málum og úr varð risavaxið pólitískt klúður sem lyktaði af mikilli spillingu. Í því áttu sér stað ákvarðanir sem ekki var hægt að una við. Kaupréttarsamningarnir voru hið versta í málinu og er með ólíkindum að stjórnmálamenn sem vilja kenna sig við hugsjónir Sjálfstæðisflokksins hafi staðið þar á bakvið.

Umfjöllun Helga í Kastljósinu áðan var vönduð og vel gerð - góð súmmering á málinu, sem er fjarri því bjartasta stund Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík.

mbl.is REI skýrslan áfellisdómur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Hvaða áhrif heldur þú að þetta hafi á nýjasta meirihlutann, ef einhver??

Ásdís Sigurðardóttir, 6.2.2008 kl. 20:16

2 identicon

Sammála. Það þarf að hreinsa þetta. Eigum við ekki að stuðla að sama meirihluta í Rvík og Ak?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:17

3 identicon

Í þessu samhengi er áhugavert að rifja upp orð Björns Bjarnasonar ráðherra frá 17. desember síðastliðnum.

"Í nýjasta hefti Þjóðmála rita ég nokkurs konar annál átakanna um OR/REI/GGE undir fyrirsögninni: OR/REI-hneykslið. Þar segi ég, að sexmenningar í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins séu hinir einu innan borgarstjórnar, sem hafi ekki látið flækja sig í þetta brask með eignir og fjármuni borgarbúa." #

Lárus Viðar Lárusson (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 20:54

4 identicon

Sæll Stefán. Veiztu, ég held að Vilhjálmur ætti bara að taka pokann sinn og hypja sig heim. Hann er búinn að gera nógu mikinn skaða. Með beztu kveðju.

bumba (IP-tala skráð) 6.2.2008 kl. 21:29

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Og nú er þetta pólitískt spillta lið komið til valda á ný og Villi að verða borgarstjóri á ný... ER þetta nú hægt Stefán.... banana - hvað ?

Jón Ingi Cæsarsson, 6.2.2008 kl. 22:15

6 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Í ljósi þessarar niðurstöðu Stefán, hefur þú þá trú á að Vilhjálmur taki við borgarstjórastöðunni eftir ár eins og samið var um? Mér finnst einhvern veginn miklar líkur á að honum verði fundin leið út úr stjórnmálum áður en til þess kemur og Hanna Birna taki hans stöðu, sé engan annan sem gæti höndlað djobbið af sexmenningunum.

PS kannski verður honum sparkað upp og hann tekur við af Birni Bjarna

Gísli Sigurðsson, 6.2.2008 kl. 22:33

7 Smámynd: Árni Gunnarsson

..og er með ólíkindum að stjórnmálamenn sem vilja kenna sig við.....

Heldur einhver að húmorinn eigi í vök að verjast hér á moggablogginu?

Árni Gunnarsson, 6.2.2008 kl. 22:41

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ásdís: Erfitt að segja. Ætla að lesa skýrsluna frá orði til orðs áður en ég felli stóra dóma. En útlínur skýrslunnar eru afgerandi; mistökin voru stór og þau gerðust á vakt VÞV og BIH. Einfalt mál. Það þarf að fara yfir þau mál og viðurkenna mistökin fyrir það fyrsta og læra á þeim. VÞV leiddi málið einn innan Sjálfstæðisflokksins, var umboðslaus stærstan hluta þess, svo að ekki verður séð að aðrir þar tengist því.

Gísli: Það er eðlilegt að gefa meirihluta Sjálfstæðisflokks og F-lista allavega sína hundrað daga, sjá hvað gerist. Hinsvegar væri sterkari meirihluti auðvitað ákjósanlegri, dreg enga dul á það.

b: Já, það verður spennandi að sjá hvernig hann bregst við þessum áfellisdómi.

Jón Ingi: Ég sagði reyndar þegar að málið stóð sem hæst að ég vildi ekki að VÞV leiddi flokkinn í borginni aftur. Ég hef ekki skipt um skoðun og myndi ekki gráta að það yrðu breytingar. Ég hef verið þeirrar skoðunar allt frá upphafi REI-málsins að Hanna Birna ætti að taka við á tímabilinu og hef sömu skoðun enn.

Gísli: Erfitt að segja. Fyrstu viðbrögð á skýrsluna skipta máli og það hvernig hún verður afgreidd. Það er alveg ljóst að VÞV gerði stórmistök, kynnti mál illa inn í hópinn og keyrði það einn með Birni Inga og trúnaðarmönnum í OR, sem ekki voru borgarfulltrúar. Afleitt allt saman. Hans er skellurinn úr þessu, þar sem BIH er farinn af sviðinu, hafði vit á því.

Árni: Það eru ekki allir sjálfstæðismenn heilagir. Hef skrifað gegn sumum þeirra og gagnrýnt harkalega ef ég er ósáttur við þá. En það er lágmark að þeir sem vinna í nafni hans standi vörð um hugsjónir og stefnu flokksins og geti staðið undir því trausti sem þeim hefur verið veitt.

Stefán Friðrik Stefánsson, 6.2.2008 kl. 23:10

9 Smámynd: Árni Gunnarsson

Og svona til að allt sé á hreinu milli okkar þá get ég tekið undir þetta með afstöðu þína í málefnum Flokksins. Þar ert þú í flokki fárra sem eru reiðubúnir að taka málefnalega umræðu.

Það kalla ég að bera virðingu fyrir sjálfum sér.

Árni Gunnarsson, 7.2.2008 kl. 00:00

10 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Manni mundi ekki endast kvöldið til að telja öll þau mistök sem R listin gerði i heil 12 ár!!!!!!!/Voðalega er menn orðnir heilagir hérna í siðunum/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.2.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband