Áfellisdómur yfir Vilhjálmi - pólitískt viðskiptatafl

Vilhjálmur Þ.

Það er ekki hægt að segja annað en að REI-skýrslan sé áfellisdómur yfir stjórnsýslu alls málsins og einkum Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni, formanni borgarráðs og fyrrum borgarstjóra, en fram kemur þar orðrétt að hann hafi ekki haft afgerandi umboð til vinnubragða sinna í málinu. Verður áhugavert að sjá hvernig hann svarar þessari skýrslu á morgun.

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson á samkvæmt meirihlutasamkomulagi Sjálfstæðisflokks og F-lista að verða aftur borgarstjóri í Reykjavík eftir rúma þrettán mánuði, 22. mars 2009. Þar sem Björn Ingi Hrafnsson hefur hætt þátttöku í stjórnmálum og sagt af sér sem borgarfulltrúi er Vilhjálmur Þ. einn lykilmanna REI-málsins enn í borgarstjórn Reykjavíkur og því ljóst að spurt verður um hvort málið skaði hann frekar, jafnvel það mikið að hann verði ekki borgarstjóri að nýju samkvæmt samkomulaginu.

Las skýrsluna áðan á vef vísis. Það er áhugaverð lesning og öllum holl sem vilja kynna sér málið betur. Auk alls þess stórundarlega sem gerðist í því máli og vitað var eru þar ýmis atriði sem varpa öðru ljósi á heildarmyndina. Það sem er hið allra ljótasta er hvað FL-Group var með puttana í öllu ferlinu, reyna að manípúlera þessu öllu frá stjórnmálamönnum með umboð kjósenda, ná yfirráðum yfir málinu. Mjög ógeðfellt og áhrif fyrirtækjanna yfir þessu máli eru það dapurlegasta. Aðkoma þeirra var greinilega ráðandi, með því er illur grunur minn og fleiri allan feril málsins staðfestur.

Frá upphafi skrifaði ég gegn ákvörðunum þeirra sem héldu á málinu. Það var illa unnið, of hratt og flausturslega. Þetta lyktar af spillingu og skýrslan gefur fullt tilefni til þess að svo hafi verið. Það sem er verst er hvað stjórnmálamennirnir léku eins og lítil börn með auðjöfrunum, vildu vera peð í mjög stóru viðskiptatafli.

Þetta fólk á að hætta í pólitík og fara í bissness með eigin peninga, ekki annarra. Kannski endar Björn Ingi í bissness núna, eins og annar fallinn krónprins framsóknarmanna, Finnur Ingólfsson.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónína Dúadóttir

Mikið svakalega er vond lykt af þessu ! Og þetta er verðandi borgarstjóri ??

Jónína Dúadóttir, 7.2.2008 kl. 06:23

2 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Eftir lestur skýslunnar er enn ljósara, af hverju Bingi gerði svo stórkarlalegar kröfur um, að sameining REI og GGE yrði ekki stöðvuð, þegar hann fundaði með fulltrúum Flokksins.

Svo er ekki rétt hjá þér, að Vilhjálmur hafi TEKIÐ ÞÁTT Í  undirbúningsferlinu.  Það voru EMBÆTTISMENN SEM UNNU ALLA UNDIRBÚNINGSVINNUNA að ógleymdum Binga.

Skýrslan sýnir nánast upp á punkt og prik, hvernig FL menn vildu flýta með ÖLLUM RÁÐUM ferlinu.  Það skýrðist svosem síðar, þegar halla tók undan fæti hjá þeim hér innanlands.

Svo er hér komin enn ein staðfestingin á því, að ekki var Bingi einn í ráðum Karl Karl en við látum nú svo vera.  SMS ið sem hann sýndi hverjum sem á vildi horfa, frá Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, hvar á stóð  ,,Besta pólitíska move ever - frábær díll --til hamingju"

Sumum finnst upphefð í því að vera hreyfiafl díla í viðskiptum en þá eiga þeir ekki að vera kjörnir fulltrúar á sama tíma.

Vonandi læra okkar ungu menn eitthvað af þessari bitru reynslu manna, að stutt er stundum milli hláturs og gráturs í viðskiptum og þeir sem einusinni hömpuðu sumum, henda sama nú frá se´r sem sjóðheitri kartöflu, rotinni að innan.

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 7.2.2008 kl. 09:09

3 identicon

Vilhjálmur verður aldrei aftur borgarstjóri. Sannast sagna þurfti ekki þessa skýrslu til að komast að þeirri niðurstöðu. En nú þegar hún liggur fyrir blasir við að Vilhjálmur tekur ekki aftur við embættinu. Nú verður þetta viðtekinn sannleikur og valdabaráttan hefst. Um leið verður ennþá nauðsynlegra en áður að halda lífi í samstarfinu við Ólaf F. Staða hans mun því styrkjast. Nú fara sjálfstæðiskrakkarnir á stjá , sannið til.

Einar (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 09:31

4 identicon

Stebbi - fyrir tveimur vikum, þ.e. 24. janúar, skrifaðir þú pistilinn "Hvar voru þessir unliðar í október 2007?", þ.e. færslan http://stebbifr.blog.is/blog/stebbifr/entry/423803/.  Það er engin leið að skilja þig öðruvísi en að hafi verið ástæða til að mótmæla meirihlutaskiptum fyrir tveimur vikum þá hafi verið ástæða til að mótmæla fyrir þremur mánuðum.

En sérðu ekki muninn núna? 

Sýnir ekki skýrslan að meirihlutinn og borgarstjórinn sem voru að fara frá fyrir þremur mánuðum var algjörlega óstjórnhæfur og borgarstjórinn annað hvort vissi ekki hvað fór fram á mikilvægum fundum eða hann hreinlega laug að borgarbúum?  Fyrir tveimur vikum var síðan sama fólk að komast að - og eftir rúmt ár verður sami borgarstjóri kominn aftur!

Það má alveg deila um það hvort mótmælin hafi farið yfir strikið 24. janúar, en það eruð allir nema kannski hörðustu Sjálfstæðismenn sammála um að með þessari gjörð að koma nánast sama óstjórnhæfa meirihlutanum að aftur hafi þetta fólk allt saman (þ.e. Ólafur og dvergarnir 7) sýnt af sér áður óþekkta valdagræðgi og siðleysi! 

Og það þýðir ekkert að reyna að segja að Vilhjálmur verði ekki borgarstjóri, Hanna Birna verði það.  Það er ekki hluti af samkomulaginu við Ólaf.  Þar er gert ráð fyrir að maður að nafni Vilhjálmur Vilhjálmsson verði borgarstjóri og enginn annar - enda byggir það á persónulegu trausti milli þeirra.  Ég leyfi mér að efast um að Ólafur styðji Hönnu Birnu til þess að verða borgarstjóri!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 10:03

5 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Björn Ingi og embættismennirnir sitja í súpunni. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er aðeins sekur um að treysta embættismönnum og ráðgjöfum sínum.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 7.2.2008 kl. 11:16

6 identicon

En VÞV ber pólitíska ábyrgð.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 7.2.2008 kl. 11:56

7 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Auðvitað er þetta áfellisdómur,en "það þiðir ekki að gráta Björn Bónda heldur safna liði,"Mistökin er viðurkennt og við lærum af þessu,"það bilur hæðst i tómri tunnu" samber Svandísi Svafarsdottiur og fl,///Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 7.2.2008 kl. 14:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband