Góður húmor krakkanna á öskudegi

Með hnífana í bakinu Öskudagurinn er nú sem fyrr stóri dagur krakkanna. Það er gaman að sjá að þeir hafi fylgst það vel með pólitíkinni að gera grín að henni á deginum og pikka upp það sem hefur verið í umræðunni. Fannst það ansi skemmtilegt að sjá drenginn á Selfossi með hnífana í bakinu og gera smá grín að Framsóknarflokknum og ólgunni þar.

Á vísir.is sá ég að annar drengur lék Ólaf F. og var auðvitað með borgarstjórakeðju um hálsinn. Skondið og gott. Flestir krakkar fara kannski í búningi einhverra kvikmynda-, teiknimynda- og sjónvarpsþáttapersóna en það er ánægjulegt að enn aðrir taka upp það sem er í umræðunni og koma með smá skopsýn í þá átt.

Gervið hjá stráknum á Selfossi vakti líka athygli, auðvitað var hann vel dressaður og með bindi - hnífarnir í bakinu voru líka vel gerðir. Þetta er allavega gervi sem vekur athygli og vel heppnað.

mbl.is Með hnífasett í bakinu á öskudegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband