Vilhjálmur verst - hvaða borgarlögmaður er þetta?

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Miðað við stöðu mála er mikilvægt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, formaður borgarráðs, gefi upp hvaða fyrrum borgarlögmann hann ráðfærði sig við áður en hluthafafundur Orkuveitunnar fór fram í október. Það liggur enn ekki fyrir, en nú er þó ljóst með yfirlýsingu Vilhjálms að ekki er það Kristbjörg Stephensen, núverandi borgarlögmaður.

Kristbjörg hefur gegnt stöðu borgarlögmanns nú í tæpt ár, en þar áður hafði enginn gegnt stöðunni í tvö ár, frá valdatíma R-listans. Það er eðlilegt að Vilhjálmur verji sig telji hann ranglega að sér sótt og því er ánægjulegt að Kastljósið hafi leiðrétt rangfærslur sínar í gærkvöldi. Yfirlýsing Þórhalls Gunnarssonar og Sigmars Guðmundssonar varpar betra ljósi á það mál og skýrir stöðuna um þann veigamikla þátt málsins.

Það vantar hinsvegar alveg að Vilhjálmur fylli upp í heildarmyndina með því að gefa upp hvaðan lögfræðiálitið kom sem hann hefur svo oft talað um eftir að REI-skýrslan varð opinber. Það þarf að opinbera og spyrja viðkomandi út í hvernig það álit var í öllum þeim óskiljanlega hraða sem einkenndi REI-málið. Miðað við REI-skýrsluna og þær fullyrðingar að borgarstjórinn á þeim tíma hafi ekki haft umboð þarf að heyra í þeim borgarlögmanni sem Vilhjálmur á við.

mbl.is Yfirlýsing frá Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það skyldi þó aldrei vera Hjörleifur B. Kvaran, forstjóri Orkuveitunnar og borgarlögmaður 1994-2003?

AB (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 16:52

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Jamm, það fyrsta sem mig grunaði vissulega var að þetta væri Hjörleifur. En hvert er málið komið ef að forstjóri Orkuveitunnar hefur blessað þennan gjörning fyrir borgarstjórann? Skil ekki í Vilhjálmi að tala ekki hreint út.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2008 kl. 17:08

3 identicon

Þetta er að breytast í harmleik. Sjá bloggið mitt Stebbi.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 8.2.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég vil bara að Vilhjálmur hætti, hann er búin að gera illa á sig og á sér ekki viðreisnar von.  Mitt mat.

Ásdís Sigurðardóttir, 8.2.2008 kl. 18:40

5 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Svar við þessu óskast/ef satt er er Villi i vondum málum!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 8.2.2008 kl. 19:51

6 Smámynd: Kristján Pétursson

Vilhjálmur er búinn að vera sem stjórnmálamaður,ósannyndi hans er öllum kunn.Ég er mest undrandi á samstarfsmönnum hans í borgarstjórn skuli ekki losa sig við hann og að formaður Sjálfstæðisfl.skuli standa aðgerðarlaus á hliðarlínunni.Gæti það verið að Davíð Oddsson stjórni þessu ennþá á bak við tjöldin ?

Kristján Pétursson, 8.2.2008 kl. 22:21

7 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vilhjálmur er ekki sá seki í þessu máli.

Vilhjálmur bar traust til manna og þurfti að upplifa svik, bæði í vina véum OG einnig að hópurinn eða hluti hans sveik á ögurstundu.

Þú ert nægjanlega vésíraður í pólitíkk til að vita, að stjórnmálamenn funda ekki í Valhöll um málefni, sem eru viðkvæm og eiga ekki að fréttast til fjölmiðla.

Ef það hefði verið vilji hópsins, eða öllu heldur þeirra sem fundinn boðuðu, hefðu menn ekkert verið í símanum til að segja fjölmiðlungum frá fundinum og efni hans.

Hér er meira undir steini en oddvitasætið í Rvík, hér eru þyngri embætti á ferðinni, það ættir þú að sjá og upp þefa, væri pólitíska þefskyn þitt í svona meðallagi.

Köld eru kvennaráð, mundu það og skoðaðau hverjir eru utanum og hverjum er hampað sem ,,hugsanlegum eftirmanni Villa".

Síðan er ekki úr vegi, að skoða, hverjum vinfengið er að snúa að, svona uppá síðkastið.

Ekk taka allt sem matreitt er og gleypa það svona ósoðið.

Miðbæjaríhaldið

hefur margt plottið séð og sum uppsoðið sjálfur.

Bjarni Kjartansson, 8.2.2008 kl. 23:13

8 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég heyrði einhvern tala um að Gamli-Góði-Villi hafi tvisvar lent í sjávarháska, í fyrra skiptið (á unglingsárum) var honum bjargað en í seinna skiptið svamlaði hann í land af sjálfsdáðum. Spurningin er hvort honum verður drekkt í flæðarmálinu? Það yrðu dapurlegur endir á annars löngum og farsælum ferli.

Sigurður Þórðarson, 8.2.2008 kl. 23:15

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þetta er að verða hið versta mál Bjarni.

Verð að viðurkenna að mér hefur þótt vænt um Villa sem stjórnmálamann og persónu. Hann fékk hið gullna tækifæri til að rífa flokkinn upp eftir tólf ár í minnihluta. Það voru hinsvegar gerð alvarleg pólitísk mistök og hann ber á þeim fulla ábyrgð. Það er ekki hægt að vísa þeim annað.

Vissulega er dapurlegt hvernig komið er málum. En það verður að horfast í augu við það að pólitískur styrkleiki Villa hefur hrunið. Það stendur ekki lengur steinn yfir steini. Það er að mínu mati orðið nær útilokað að hann leiði flokkinn aftur. Til þess hefur gerst of mikið og ég held að honum vanti traust almennra flokksmanna til að halda áfram.

Ég get ekki svarað því hvað gerist, hvort hann verði aftur borgarstjóri eða haldi áfram kjörtímabilið á enda. Það verða forystumenn í borginni að svara og umfram allt formaður Sjálfstæðisflokksins, leiðtoginn í borginni. Hann hefur ekki sagt eitt einasta orð eftir að skýrslan lá fyrir og ekki bakkað Villa upp. En það blasir við öllum að þetta er allt hið versta mál.

Þetta snýst ekki um hvað ég vil. En ég finn það vel að það hallar undan fæti. Í gærkvöldi sá ég Hall Hallsson krefjast afsagnar Villa í Hrafnaþingi hjá Ingva Hrafni. Það þóttu mér tímamót. Það sjá allir að þetta mál verður alla tíð bundið persónu Villa, hvort sem fólki líkar það betur eða verr. Tel að það verði erfitt að bakka frá þessu.

Stefán Friðrik Stefánsson, 8.2.2008 kl. 23:19

10 Smámynd: Bjarni Kjartansson

Vissulega eru málin afar flókin og hnútur komin á afar marga spotta.

Því verur að standa við bak Villa og aðstoða hann við, að klára þetta kjörtímabil, ganga til prófkjörs að því loknu og sjá til, hverjum verður trúað fyrir oddvitasætinu.

Ég get ekki varist þeirri hugsun, að þeir qaðilar, sem nú tala blítt en hyggja flátt, hafi verið arkitektar að ,,fundinum" fræga, hvar Villi var stunginn rítingum í véum. 

Ég vil eki styðja einhverja hugsanlega Brútusa í oddvitastólinn hér í borginni, til þess ber ég of mikla virðingu  fyrir þeim stól.

Ég er ekkert viss um, að heppilegt sé, að leita sérstaklega í röð eftir oddvita, --ekki gerði borgarstjórnarflokkurinn það, þá hann valdi Davíð eða Árna.

Þunginn í áróðrinum fyrir ,,næsta fulltrúa" til að taka við af Vilhjálmi.  Þetta er farið að lykta um of sveet og konstant, fyrir mitt pólitíska nef.

Með kærri kveðju úr Sódómu Rvík

Miðbæjaríhaldið

Bjarni Kjartansson, 9.2.2008 kl. 00:03

11 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég þekki ekki innviðina en það er eitthvað sem segir mér að Bjarni mæli þarna af hyggindum.

Sigurður Þórðarson, 9.2.2008 kl. 00:37

12 Smámynd: Gunnar Skúli Ármannsson

Sælir, hvað sem öllu líður þá virðist sem mjög fáir geti hugsað sér að Villi taki við sem Borgarstjóri á eftir ólafi F. það segir töluvert. Ég held því miður að hann sé öllu trausti rúinn. Að hafa slíkt í farteskinu næstu tvö árin getur ekki boðað neitt gott.

Gunnar Skúli Ármannsson, 9.2.2008 kl. 01:22

13 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég hef trú á að eitthert næstu dægra komi yfirlýsing frá Vilhjálmi þar sem hann segir sig frá störfum í borgarstjórn. Að sjálfsögðu verður við hana prjónað ásökunum á andstæðinga hans innan flokks og utan.

Gísli Sigurðsson, 9.2.2008 kl. 10:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband