Vilhjálmur Þ. verður að segja af sér

Vilhjálmur Þ. VilhjálmssonÞað er mikilvægt að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson beri hina pólitísku ábyrgð í kjölfar REI-málsins og segi af sér sem leiðtogi borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins. Það er fjarstæðukennt að hann verði borgarstjóri að nýju og leiði flokkinn aftur eftir mistök sín á síðustu mánuðum. Þar þarf nú nýja forystu og bæði eðlilegast og réttast í stöðunni að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, taki við leiðtogahlutverki.

Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með pólitískri framgöngu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar á þessu kjörtímabili. Hann fékk gullið tækifæri til að leiða Sjálfstæðisflokkinn rétta leið eftir tólf ára minnihlutasetu en mistókst það með vinnubrögðum sínum, sérstaklega í haust þar sem hann hafði samstarfsfólk sitt í borgarstjórn Reykjavíkur ekki með í ráðum og vann bakvið tjöldin með afleitum hætti. Áfellisdómur hefur verið felldur yfir því verklagi í REI-skýrslunni. Það er hið eina rétta fyrir hann nú að víkja úr leiðtogastöðunni.

Það væri farsælast fyrir Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík að Vilhjálmur tæki af skarið með stöðu sína fljótlega. Það er greinilegt að flokksmenn í borginni og víða um land telja nóg komið. Að mínu mati er greinilegt að Vilhjálmi skorti nú stuðning og styrk til að halda áfram. Það er greinilegt að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, þarf að höggva á þennan hnút ef ekki tekst fljótlega að leysa hann.

Það væri farsælla að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson hugsaði um heill og hag Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og tæki þá ákvörðun sjálfur að víkja af leiðtogastóli. Það er alveg ljóst að það verður að taka af skarið fljótlega og tryggja styrka forystu fyrir flokkinn, nú þegar að leiðtoginn er rúinn trausti og trúverðugleiki hans gufaður upp.


mbl.is „REI - ætlar Sjálfstæðisflokkurinn ekki að axla ábyrgð?“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Líklega er þetta rétt mat hjá þér Stebbi, en allt þetta mál er harla dapurlegt. 

Júlíus Valsson, 9.2.2008 kl. 19:11

2 identicon

Þetta er fastasi pistill sem þú hefur líklegast skrifað. En...af skarpleika og réttrýni.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:14

3 identicon

Það kom svolítið furðulegt fyrir í dag .

Búið er að leita til Magnúsar Skarphéðinssonar til að rannsaka atvikið .

Atvikið var að það slökknaði á öllum fjarskiptum við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins.

Reyndar er því haldið fram af Staksteinum að Arnbjörg hafi komið að því 

Það er bara ekki nóg að Vilhjálmur segi af sér .

Kjartan Magnússon lýsti því yfir í gær að hann bæri fyllsta traust til Vilhjálms

Er hann svona siðblindur að þrátt fyrir alla vitneskju um framferði hans . Treystir  hann honum ennþá til að verða Borgarsjóri

Hanna Birna og Gísli Marteinn hafa lýst yfir samskonar stuðningi þangað til í dag  

Sæmundur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 19:25

4 Smámynd: Björn Kr. Bragason

Góður pistill! Villi er búinn. Væri Davið enn við völd væri hann löngu orðinn að sendiherra eða einhverju þaðan af ómerkilegra. Það er best fyrir alla aðila, og þá sérstaklega flokkin, að hann láti sig hverfa sem fyrst.

Björn Kr. Bragason, 9.2.2008 kl. 19:34

5 Smámynd: Ingólfur

Ég verð að hrósa þér stebbi fyrir að standa upp og krefjast afsagnar frá Villa.

En hvað finnst um hina borgarfulltrúana sem þora ekki að tjá sig og ef þeir eru krógaðir af þá lýsa þeir yfir stuðning við hann og segja að hann verði borgarstjóri eftir ár? 

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 19:49

6 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Nú af hverju þarf hann að gera það.... allir borgarfulltrúar sjalla bera fyllsta traust til hans.... eða eru kannski dagaskipti og þetta breytist svona eins og íslenska veðrið.

ég elska hann.... ég elska hann ekki.....ég elska hann.....ég elska hann ekki.... o.s.frv

Jón Ingi Cæsarsson, 9.2.2008 kl. 20:29

7 Smámynd: HP Foss

Ég er ekki sammála að þetta sé Stefáni til sóma, en kannski telja menn það sér til framdráttar að sparka í liggjandi menn, afneita Vilhjálmi þegar á móti blæs hjá honum. Ég er hræddur um að Vilhjálmi sé fórnað að ósekju en hef trú að að hlutirnir hafi verið matreiddir í hann á þann hátt að vel skyldi ganga að koma hlutunum í gegn.

Þarna hafa menn ætlað að verða ríkir og og það mikið en Vilhjálmur verið of grænn gagnvart græðgi þeirra.

HP Foss, 9.2.2008 kl. 21:09

8 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ertu ekki sjalli sjálfur Stefán ?  Þetta hjá Vilhjálmi er ekkert nýtt, þá á ég við að sjallar eru margir endalaust tilbúnir til að  segja ekki sannleiknn.  Hvenær ætlar landsmönnum að verða það ljóst ??? Líklega aldrei, því ef að þú fæðist inn í Sjalla fjölsk   ,, ertu nauðbeygður til að kjósa þá   nema þú hafir vit í kollinum og gerir rétt í kjörklefa

Erna Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 21:41

9 identicon

Ég tek undir spurningu Ingólfs Harra - hvað með hina borgarfulltrúana sem hafa margoft lýst yfir stuðningi við Vilhjálm?

Þeir ættu að þekkja hann best pólítískt og vita hvaða mann hann hefur að geyma - sér í lagi Kjartan Magnússon sem hefur starfað með honum lengst.  Það voru borgarfulltrúarnir sem hann sveik öðrum frekar þegar hann fór og samþykkti sameinungi REI og GGE þrátt fyrir að félagar hans hefðu mótmælt þessu harðlega á fundi í Elliðarárdal.

Af hverju eigum við að treysta þessu fólki sem svo greinilega hefur ranglega metið hvern mann Vilhjálmur hefur að geyma?  Eða hvað?  Er mat þeirra að það þjóni einhverjum öðrum hagsmunum en borgarbúa að Vilhjálmur verði borgarstjóri?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 21:43

10 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Ha ha  ha ha. mér fanst þetta helvíti góð tilvitnun um að leita aðstoðar Magnúsar Skarphéðinssonar :)   Hef setið 1 fund hjá honum :)

Erna Friðriksdóttir, 9.2.2008 kl. 21:43

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ég vil taka það fram í upphafi, og um leið að ég þakka fyrir kommentin, að ég met Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson mjög mikils og finnst leitt hvernig komið er málum. En staðan nú er með þeim hætti að hann verður að víkja. Í þeim efnum verður hann að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins umfram hag annarra.

Vísa fullyrðingu HP Foss á bug að ég sé að sparka í liggjandi mann. Ég gagnrýndi harkalega ákvarðanir Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar í haust og fannst þær afleitar. Það var engin vörn hjá mér þá. Finnst ég eiginlega hafa verið of heiðarlegur við Vilhjálm, sem hefur brugðist trausti sjálfstæðismanna, ekki bara í Reykjavík heldur um land allt. Hann verður að segja af sér.

Hvað varðar mig, Erna, að þá er ég hvorki fæddur eða uppalinn í Sjálfstæðisflokknum. Hvorugt foreldra minna hafði starfað þar eða komið nálægt áður en ég gekk í flokkinn. Það var alfarið mín persónulega ákvörðun að ganga til liðs við hann fyrir fimmtán árum. Þar hugsaði ég um eigin skoðanir á málum, en ekki annarra. Hef gegnt trúnaðarstörfum fyrir hann með einum eða öðrum hætti í rúmlega áratug. Það hefur verið fínn tími.

Hvað varðar aðra borgarfulltrúa bera þeir enga ábyrgð á þessu máli sem hefur fellt Vilhjálm. Hann vann á bakvið allt þetta fólk, þau stóðu frammi fyrir orðnum hlut með sameiningu REI og GGE, voru ekki aðilar heldur í stofnun REI. Það er vel frægt að trúnaðarbrestur varð í október. Þá átti reyndar Vilhjálmur að segja af sér, enda gjörsamlega brást hann sem leiðtogi. Hinir borgarfulltrúarnir voru á öllum stigum á móti ákvörðun Vilhjálms og verklagi.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 21:48

12 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Her fara menn á kostum og eru vitrir mjög/aðeins einn tekur upp hanskann fyrir Villa,en það veða tveir,eg hefi ekki trú á öðru  en hann hafi gert allt rétt þarna,að vissu leiddur i gildru,sem hann sá ekki við en hefur viðurkennt/en samt úthrópaður kallin/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 9.2.2008 kl. 21:53

13 identicon

Stebbi:  Ég endurtek spurninguna því þú virðist ekki átta þig á því um hvað málið snýst!

Þetta snýst ekki um það hvort borgarfulltrúararnir 6 hafi verið sviknir eða ekki af Vilhjálmi - þetta snýst um að þeir hafa margoft lýst því yfir að þeir styðji Vilhjálm - Síðast á miðvikudaginn  - en þó er mun alvarlegra þegar þau studdu hann fyrir þremur vikum þegar þeir studdu það að hann yrði borgarstjóri aftur eftir rúmt ár.

Og eins og þeir hafa sjálfir bent á þá hefur ekkert nýtt komið fram frá því í haust - Vilhjálmi varð margsaga þá á nákvæmlega sama hátt og honum hefur orðið margsaga nú!

Í haust var haft eftir áhrifamanni innan sjálfstæðisflokksins að hann væri skelfingu lostinn að Vilhjálmur ætti eftir að gæta hagsmuna flokksins. Á sama tíma og allir borgarbúar voru skelfingu lostnir yfir því að Vilhjálmur ætti eftir að gæta hagsmuna sinna stuttu borgarfulltrúarnir 6 Vilhjálm til þess orðalaust!

Af hverju ættum við að treysta þessu fólki nú?

Steingrímur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:03

14 identicon

Hann hefði verið rekinn ef hann hefði verið að vinna í einkageiranum, margur hefur verið rekinn fyrir minni sakir en þetta stóra klúður hjá honum. Vilhjálmur verður að víkja úr Borgarstjórn, ekki spurning.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:10

15 identicon

Það er kannski rétt að endurtaka aftur að við erum að tala um fólkið sem á að þekkja Vilhjálm best pólítískt - þekkja hvernig hann vinnur og  hverjir styrkleikar og veikleikar hans eru.

Annað hvort treystum við dómgreind þess að þarna hafi Vilhjálmur sýnt af sér hlið sem honum er ekki eðlislæg og viðurkennum að Vilhjálmur er mjög svo hæfur stjórnandi sem borgin má vera stolt af EÐA þá að við vantreystum dómgreind þess  og höldum áfram að gagnrýna Vilhjálm!

Steingrímur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:11

16 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Við erum að tala um sama fólkið og kvartaði yfir Vilhjálmi í haust, gekk á fund formanns og varaformanns Sjálfstæðisflokksins til að kvarta yfir verklagi hans og lýsti sig andvígt því. Eins og staðan er núna er fólk að bíða eftir að Vilhjálmur hafi manndóm til að segja af sér sjálfviljugur, eða þá að formaður flokksins taki á þessu máli. Geir hefur aldrei til þessa sýnt það af sér að hann hafi manndóm til að taka á þessu. Davíð Oddsson hefði aldrei sofið þetta mál af sér með þeim hætti sem hefur orðið til þessa.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 22:16

17 Smámynd: Kristján Pétursson

Vilhjálmur á eina færa útgönguleið í málinu,hún er sú að axla ábyrgð og hætta í borgarstjórn.Að vísu fer hann ekki heill af vettvangi,en tíminn græðir sárin.

Kristján Pétursson, 9.2.2008 kl. 22:18

18 Smámynd: Ingólfur

HP Foss,

Ég mundi reyndar styðja grænan borgarstjóra í þeim skilningi að hann væri umhverfisvænn. Hins vegar er ekki hægt að afsaka borgarstjóra sem er grænn sökum trúgirni eða sökum þess að vera naívur. 

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 22:27

19 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

EIgum við ekki bara að vona að hann komi í Silfrið á morgun og segi af sér þar með tár á hvörmum.   Crying 2 

Ásdís Sigurðardóttir, 9.2.2008 kl. 22:27

20 Smámynd: Ingólfur

Stebbi, þessir borgarfulltrúar hafa aldrei viðurkennt undir nafni að þeir vilji Vilhjálm burt. Aldrei haft manndóm til þess. Í staðin hafa þeir sett upp bros og sagt styðja hann heilshugar sem oddvita og borgarstjórakandidat.

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 22:31

21 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Er ekki vandamálið í Sjálfstæðisflokknum bara núverandi formaður. Hann getur bara ekki tekið á erfiðum málum. Hefði hann verið formaður þegar Árni Johnsen missteig sig hefði hann örugglega ekki þurft að segja af sér eins og Davíð lét hann gera, heldur bara skroppið á Kvíabryggju og allt í góðu. 

Gísli Sigurðsson, 9.2.2008 kl. 22:33

22 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ingólfur Harri: Innst inni ber þetta fólk allt mikla virðingu fyrir Vilhjálmi. Hann hefur mjög lengi gegnt trúnaðarstörfum fyrir flokkinn og hafði traust í síðasta prófkjöri. Þar kusu flokksmenn hann sem leiðtoga. Þaðan sækir hann umboð sitt. Hann hefur ólíkt Þórólfi Árnasyni og Markúsi Erni t.d. (sem eru einu borgarstjórarnir til þessa sem hafa sagt af sér) beint umboð flokksmanna og kjósenda. Það þarf mikið að ganga á til að þetta umboð rofni og að mínu mati er eðlilegast að Vilhjálmur átti sig á stöðunni sjálfur eða þá þeir sem næst honum standa. Allavega þarf formaður flokksins að vera vakandi. Fólkið í borgarstjórnarflokknum er að mínu mati að bíða eftir að þetta fólk vakni.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 22:38

23 identicon

Stebbi - þú verður að afsaka ef ég hljóma eins og ég sé að sitja um þig...

En á þetta svar virkilega að vekja traust okkar á borgarfulltrúunum 6?

Fyrst studdu þau hann - í kosningunum og í 18 mánuði eða svo þar á eftir.

Svo studdu þau hann ekki eftir að hann hafði svikið þau og framkvæmt þennan fræga REI gjörning.

Svo studdu þau hann eftir að hann baðst afsökunar - nema náttúrulega þessi eini sem fylltist skelfingu við að hann ætti að gæta hagsmuna flokksins (ekki endilega borgarfulltrúi reyndar - hljómar bara betur þannig )

Svo studdu þau hann til þess að verða borgarstjóri aftur eftir rúmt ár! - að vísu ekki stefnubreyting - en samt sem áður stórt tækifæri til að sýna hug sinn til Vilhjálms og hafna myndun þessa "meirihluta" - eða þess hluta þess að Vilhjálmur yrði borgarstjóri!

Og núna eiga þau síðan aftur að skipta um skoðun og styðja hann ekki!

Stebbi - þú virðist ekki átta þig á stóra vandamálinu í þessu öllu saman:  Að fólk verði svona margsaga um sama hlutinn!

Steingrímur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 22:45

24 Smámynd: Ingólfur

Hvers vegna í óskupunum ætti Villi að segja af sér ef allir segjast styðja hann 100% og enginn þorir að segja að hann eigi að segja ef sér nema nafnlaust.

Ég efast ekki um það að Viljalmur eigi að baki langt og farsælt starf fyrir Sjálfstæðisflokksins. En núna hefur hann orðið uppvís af röð mistaka og sýnt að hann er ófær um að sinna starfi borgarstjóra. Og hinir borgarfulltrúarnir segjast styðja hann fullhugar, ef það næst í þá.

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 22:49

25 Smámynd: Óðinn Þórisson

þetta verður mjög erfitt ef vþv ákveður að vera áfram þá telur hann sig vera stærri en flokkinn

Óðinn Þórisson, 9.2.2008 kl. 22:50

26 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað studdu þau hann sem leiðtoga. Flokksmenn kusu hann sem leiðtoga í prófkjöri. Þaðan kemur umboð hans. Vilhjálmur hefur verið leiðtogi flokksins og borgarstjóri í krafti þess umboðs sem almennir flokksmenn veittu honum. Hann situr með það umboð, ekkert umboð frá borgarfulltrúum. Þetta er allt annað en Þórólfur sem var ráðinn sem borgarstjóri án stuðnings í prófkjöri eða kosningum og var embættismaður. Vilhjálmur hefur sem borgarstjóri setið í krafti umboðs úr fjölmennasta prófkjöri Íslandssögunnar. Það varð trúnaðarbrestur í haust og eðlilega var beðið niðurstöðu stýrihóps sem settur var á. Það mat liggur fyrir. Honum er ekki sætt lengur, því fyrr sem hann sjálfur áttar sig á því, því betra fyrir alla.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 22:53

27 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kveðjuna Lee, og að lesa vefinn :)

Alveg sammála Óðinn.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 22:54

28 Smámynd: Ingólfur

Borgarfulltrúarnir 6 hafa líka sitt umboð frá kjósendum og þeir verða að passa sig hvernig þeir fara með það. Ætla þeir að styðja Vilhjálm áfram og jafnvel gera hann aftur að borgarstjóra, eða ætla þeir að segja skoðun sína?

Hvort sem borgarstjórinn kemur úr röðum borgarfulltrúa eða utan frá að þá verður enginn borgarstjóri nema með stuðningi 8 borgarfulltrúa. 

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 22:59

29 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Villi er ekki borgarstjóri og hefur ekki enn tekið við sem borgarstjóri aftur. Það er ekkert of seint að stokka þau mál upp. Það sjá allir að Villi verður aldrei aftur borgarstjóri.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 23:01

30 identicon

Enn og Aftur

Hvernig á að treysta einhverjum í borgarstjórnaflokki  Sjálfstæðisflokksins til að taka við Borgarstjórastólnum af þeim niðurdregna . 'Það er engin af þeim sem þorir að stíga fram og krefjast afsagnar Vilhjálms.

Þau þorðu saman að læðast um bæinn fyrir nokkrum mánuðum og gráta á heimili formannsins að Vilhjálmur væri vondur þau.  

Síðan þegar að á hólminn var komið Lýstu öll yfir að Vílhjálmur væri góður maður og nyti fyllsta trausts þeirra allra til þess að vera oddviti flokksins út tímabilið . Þrátt fyrir að þegar að hér var komið sögu lá fyrir þátttaka hans í að koma OR og Rei í eigu nokkurra vildarvina .  

Þau endurtóku traustyfirlýsinguna á Kjarvalsstöðum og við öll tækifæri síðan

Svo ætlast þú Stefán til þess að almenningur treysti þessu fólki til að taka við stjórn borgarinnar Fólki sem hefur ekki kjark til að vinna af heilindum innanhús er best að loka niður í kjallara

sæmundur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:05

31 Smámynd: Ingólfur

Fyrir aðeins örfáum vikum var borgarbúum tilkynnt það á fréttamannafundi að Vilhjálmur yrði borgarstjóri eftir rúmt ár. Á fundinum voru allir borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins og á dögunum sem fylgdu sögðust þeir allir styðja hann heilshugar til þess að verða borgarstjóri aftur. Enginn þeirra hefur dregið þetta til baka.

Voru þeir bara að plata okkur eða vilja þeir að hann verði næsti borgarstjóri? Þessu verða þeir að svara. 

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 23:12

32 identicon

Og viðbrögðin við REI skýrslunni eru komin:  Ekkert nýtt og Vilhjálmur nýtur ennþá trausts - af hverju ætti þau allt í einu að skipta um skoðun núna?  Það er nákvæmlega sama staða núna og var þegar meirihlutinn féll í haust - ekkert nýtt!

Steingrímur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:19

33 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Auðvitað styðja þau leiðtoga sinn. Eins og staðan er hlýtur að teljast erfitt að sækja að honum með umboð sitt úr prófkjöri, beint umboð þar sem borgarfulltrúar koma hvergi nærri. Enda er mitt mat það að fólk hafi beðið eftir að hann sjálfur áttaði sig á stöðu mála. Það var greinilegt að formaður flokksins varði Vilhjálm eftir lætin í haust, fór meira að segja á fund í Valhöll með þau skilaboð.

Með þetta umboð fór Vilhjálmur í kosningar og í meirihlutaviðræður. Það voru byrjaðar efasemdarraddir um að Vilhjálmur tæki við aftur eftir meirihlutaskiptin. Fræg voru orð t.d. Agnesar Bragadóttur í Kastljósi. Mitt mat er að skýrslan og viðbrögð Vilhjálms við henni, enn meira klúður og vandræðagangur, hafi fellt hann. Það var lokapunktur þessa máls í sjálfu sér. En það er hálfnað tímabilið og allt þarf þetta fólk að sækja sér traust aftur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 9.2.2008 kl. 23:19

34 Smámynd: Ingólfur

Þeir tveir borgarfulltrúar sem náðst hefur í síðan REI skýrslan var birt (Vilhjálmur og Kjartan) segja að það sé ekkert nýtt í skýrslunni.

Ef borgarfulltrúarnir þora ekki að gagnrýna hann fyrst hann hefur umboð úr prófkjöri að þá er ljóst að hann situr bara rólegur áfram og verður næsti borgarstjóri.

P.S. Hvaða umboð frá Sjálfstæðisflokknum hefur Agnes annað  en fréttapassa frá Morgunblaðinu?

Ingólfur, 9.2.2008 kl. 23:29

35 identicon

Eru þá yfirlýsingar þeirra um að ekkert nýtt hafi komið fram í skýrslunni rangar?  Ertu ósammála yfirlýsingum þeirra um það?

Steingrímur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:40

36 identicon

Ingólfur - það er reyndar ekki alveg rétt - það var haft eftir fleiri - reyndar nafnlausum - borgarfulltrúum að ekkert nýtt hefði komið fram í skýrslunni o g ekkert hefði breyst.  Þetta var reyndar líka haft eftir borgarstjóra. 

Steingrímur (IP-tala skráð) 9.2.2008 kl. 23:54

37 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það er verið að bíða eftir að Vilhjálmur taki af skarið, ella formaður Sjálfstæðisflokksins. Þetta er mjög einfalt mál, Villi verður ekki borgarstjóri aftur.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2008 kl. 00:02

38 Smámynd: Jens Guð

  Ég hef alltaf fjallað jákvætt um Vilhjálm.  Hann hefur virkað á mig sem góður kall,  heiðarlegur og hrekklaus.  Þegar REI málið var til umræðu í haust var ég þess sannfærður um að harðsvíraðir yngri fjárfestar misnotuðu hrekkleysi Vilhjálms meðvitað.  Ég tel enn að svo hafi verið.

  En núna verð ég að setja spurningamerki við heiðarleika Vilhjálms.  Það var klaufalkegt af honum að skrökva til um það að borgarlögmaður hafi upplýst hann um umboð hans.  Það var líka klaufalegt hjá honum að biðja borgarlögmann um að þegja um þessi ósannindi.  Til viðbótar var klaufalegt hjá Vilhjálmi að segjast núna hafa leitað álits forstjóra Orkuveitunnar.  Forstjórinn man hinsvegar ekki eftir því en segir þá tvo oft ræða saman.  Meðal annars á fundinum fræga um sameiningu REI og GGE. 

  Við könnumst öll við stjórnmálamenn sem hagræða sannleikanum.  Kalla hlutina ekki sínum réttu nöfnum og beita öðrum útúrsnúningum.  En eftir ósannindi og blekkingarleik Vilhjálms síðustu daga get ég ekki annað en tekið undir fyrirsögn þína. 

  Ég vona bara að afsögn Vilhjálms skaði ekki að öðru leyti borgarstjórnarmeirihlutann.  Þar sit ég nefnilega í framtalsnefnd,  sem varamaður.

Jens Guð, 10.2.2008 kl. 00:14

39 Smámynd: Ingólfur

Það má vera að Geir taki á skarið eða að Villi fari sjálfur þrátt fyrir að hafa fullan stuðning.

Eftir stendur samt að borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins eru huglausir 

Ingólfur, 10.2.2008 kl. 00:38

40 Smámynd: haraldurhar

    Það er rétt að Vilhjálmur hefur ekki reynst farsæll leiðtogi sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn, og þar að auki ekki sagt rétt frá eða villandi.  Hann er engu að síður leiðtoginn, sem samflokksmenn hafa endurreist í tvígang, og þar að auki lýst yfir að Vilhjálmur taki við sem borgarstjóri á þessu kjörtímabili.  Eg álít að fleiri fulltrúar flokksins ættu einning að taka pokann sinn, ef Vilhjálmur verur þvingaður til að segja af sér, í ljósi stuðningyfirlýsingar þeirra á undanförnum mánuðum.

   Eg skil ekki það hugleysi borgafulltrúa sjálfstæðisfokksins, að láta ekki ná í sig, ég sem hélt það væri skylda þeirra að vera á vagtinni og láta svo lítið sem upplýsa kjósendur sína um stöðu mála.

haraldurhar, 10.2.2008 kl. 00:41

41 identicon

Gleymum því ekki - sérstaklega þú, Stebbi -  að þessum borgarfulltrúum hefur einnig orðið margsaga á síðustu mánuðum - í þessu fáu skipti sem það hefur náðst í þau það er að segja!

Fyrir utan stuðning eða ekki stuðning við Vilhjálm - Hver boðaði t.d. fundinn fræga hjá Geir?  Voru þau tilbúin í meirihluta með eða án Villa fyrir eða eftir fall meirihlutans í haust?  Hvenær byrjuðu viðræður við Ólaf F?  Hver sagði honum að Svandís væri um það bil að verða borgarstjóri í samstarfi við þau?  Á að rífa húsin við Laugaveg 4-6?  Á flugvöllurinn að vera í Vatnsmýri eða fara?

Þetta er svona það sem kemur helst upp í hugann, en það er af nægu öðru að taka. 

Er ekki miklu betra ráð að frekar en bara Vili segði af sér að borgarstjórnarflokkur sjálfstæðisflokksins segi sig sem heild úr meirihlutasamstarfinu og viðurkenni að þau hreinlega ráða ekki við að stjórna borginni?  Þau geta þá eytt næstum tveimur árum í að byggja sig upp!

Steingrímur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 01:02

42 Smámynd: Ingólfur

Ég held að eitthver borgarfulltrúanna, sem eru nú í felum, ætti að standa upp og segja: "Þetta gengur ekki lengur, Sjálfstæðisflokkurinn er óstarfhæfur og oddvitinn hefur ekkert traust. Þess vegna mun ég styðja minnihlutann það sem eftir er af kjörtímabilinu, ekki vegna þess að ég sé sammála þeim heldur vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn er ekki standi til þess að vera í stjórn. Þetta geri ég bæði með hag borgarbúa og Sjálfstæðisflokksins að leiðarljósi.
Tímann fram að kosningum notum við síðan til þess að koma flokknum í lag og finna öflugan leiðtoga."

Þ.e.a.s. ef það er eitthver þeirra með hugrekki til þess. 

Ingólfur, 10.2.2008 kl. 01:33

43 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

ég man eftir öðrum Sjálfstæðismanni sem festist í svona lygavef.... hann fór um tíma en kom svo aftur flestum til leiðinda.... Árni nokkur Johnsen

Kannski kemur Villi aftur seinna af því öllum er svo vel við hann og hann er svo góður karl og allllllir borgarfulltrúar Sjalla styðja hann... allavegana í gær.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2008 kl. 02:14

44 identicon

Villi er fínn andstæðingur vinstri flokkanna.  Hristir af sér fylgið eins og snjó.

Guðmundur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband