Beðið eftir afsögn Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar

Vilhjálmur Þ. og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins Það blasir við að pólitísk staða Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í borgarstjórn hefur veikst það mikið að hann muni brátt segja af sér, allavega leiðtogahlutverkinu. Það hefur verið dapurlegt að fylgjast með stöðu málsins síðustu dagana. Þar hefur Vilhjálmur sífellt veikst og tilraun hans til að verjast með því að benda á lögfræðilegt álit forstjóra Orkuveitunnar og nefna hann borgarlögmann var sorglegt klúður.

Staða Vilhjálms sem leiðtoga er í raun orðin óverjandi og sést það best af því að Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, sá sér ekki fært að tjá sig við fréttastofu Sjónvarps og svara spurningum eftir flokksfund í Kópavogi. Er mikilvægt að tekið verði af skarið í þessum efnum sem fyrst og getur varla verið langt í þá stund eins og komið er málum. Eru fáir sem leggjast í að verja stöðu leiðtogans og virðist hann rúinn trausti og stuðningsmenn flokksins kalla frekar eftir afsögn hans en verja þá vonlausu stöðu sem hann er kominn í.

Þetta er vissulega mjög erfið staða og vond fyrir Sjálfstæðisflokkinn í alla staði. En það dugar ekki úr þessu að líta framhjá því hvert stefnir. Í þessum efnum þarf að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins, ekki um persónur.


Geir H. Haarde

mbl.is Yfirlýsing frá borgarlögmanni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Veistu Stebbi að ég er svo undrandi, hvers vegna ætti Vilhjálmur einn að axla ábyrgð á marga ára klúðri með Orkuveitu Reykjavíkur, er eitthvað réttlæti og skynsemi í slíku fólgin ?

Það atriði að formaður flokksins tjái sig ekki um eitthvað er nú bara venjulegt verð ég að segja frekar en hitt og sá hinn sami ef til vill ekki saklaus af aðkomu ríkisstjórnar af þessum útrásarorkudraumum í raun.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 10.2.2008 kl. 01:22

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Enn og aftur spyr ég og fátt er um svör.... af hverju á Vilhjálmur að segja af sér.... hann er með stuðning allra borgarfulltrúa Sjalla og síðast fyrir 36 tímum lýsti Kjartan borgarfulltrúi því yfir í fréttum.... ég veit ekki til að nokkuð hafi breyst síðan þá.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2008 kl. 02:16

3 identicon

Stebbi:

Í þessum efnum þarf að hugsa um heill og hag Sjálfstæðisflokksins, ekki um persónur.

Bíddu, af hverju hélt ég að það væri nr. 1,2 og 3 að hugsa um hag borgarbúa?

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 10:40

4 identicon

Stefán þessar athugasemdir um afsögn Vilhjálms eru óviðeigandi

EF

Miðað er við það sem haft er eftir Gísla Marteini formanni borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins  ´í Fréttablaðinu í dag

"Spurður hvort Vilhjálmur muni víkja segir hann miðað við núverandi stöðu muni Vilhjálmur taka við (Borgarstjórastólnum )"

Seinna segir Gísli "Við erum öll í góðu sambandi .  Það er einhugur í hópnum. Vilhjálmur er okkar oddviti og engin umræða um annað innan okkar hóps."

jahá jahá

Ég er kominn með ælu 

sæmundur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 11:16

5 identicon

Nokkur athugunaratriði héðan: 1. Kjörinn bæjarfulltrúi getur ekki dögum saman slökkt á síma og láta ekki ná í sig. 2. Kristaltært er að Tjarnarkvartettinn heldur. 3. Ólafur F situr í skjóli Vilhjálms en ekki endilega í skjóli allra sjálfstæðismanna. 4. Alvarleg stjórnarkreppa er komin upp í Reykjavík. 5. Venju samkvæmt hefur formaður flokksins enn ekki skorið á hnútinn svo hann herðist og herðist.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:07

6 Smámynd: Þorsteinn Hauksson

Sæll Gísli.

Hvernig á Tjarnarkvartetinn að halda. Margrét er varamaður Ólafs, Margrét sesst ekki í borgarstjórn nema Ólafur forfallist eða hætti.

Þorsteinn Hauksson, 10.2.2008 kl. 14:36

7 identicon

Það er vandinn. Ætli sé hægt að laga það handvirkt?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 14:49

8 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin. Ég hef talað hreint út í þessu. Það er mikilvægt að Vilhjálmur segi sjálfur af sér, ella verður að taka á þessu máli. Þögn formanns Sjálfstæðisflokksins er orðin æpandi.

Það er enginn vandi með borgarfulltrúa F-listans. Hann hefur afgerandi umboð úr kosningum og hann ræður sjálfur með hverjum hann vinnur. Varamaður hans hefur ekkert yfir honum að segja.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2008 kl. 14:52

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Þegar Davíð Oddsson hætti spáðu margir að flokkurinn mundi veikjast því Davíð var búinn að halda honum í járngreipum mjög lengi. Sumir hafa borið þetta ástand saman við stærra mál en þó sambærilegt að þegar Tító dó hrundi Júgóslavía innan frá. Ástæða þess var meðal annars að þar hafði ýmsum þjóðum og þjóðarbrotum verði haldið saman með járnaga þar sem enginn komst upp með múður.

Svo er það þannig að þegar sterkir leiðtogar ríkja lengi verða eftir við hlið þeirra meðalmenn og skussar og þegar svo þeir sterku hverfa á braut ráða jábræðurnir sem áttu að taka við ekki við málð. Það verða ekki til sterk leiðtogaefni undir einráðum einræðisherrum... það er líka staðreynd sem viðurkennd er í aldanna rás.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2008 kl. 16:49

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

En hver axlaði ábyrgð á orkuveituhúsar klúðrinu hérna fyrir nokkrum árum? Ekki það að ég sé eitthvað hlynntur Villa, heldur að núna er allir vitlausir út í hann en það var allt lagi fyrir nokkrum árum að Alfræði færi fleyri milljarða fram úr áætlun. Er það ekki svolítill tvískinnungur?

Fannar frá Rifi, 10.2.2008 kl. 17:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband