Veik staða Vilhjálms - uppgjör framundan

Vilhjálmur Þ. VilhjálmssonÉg finn það á sjálfstæðismönnum sem ég þekki að beðið er þess að tekið verði á málum innan borgarstjórnarflokks Sjálfstæðisflokksins eða ella verði Geir H. Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins, að sýna þann myndugleika er felst í hlutverki hans og höggva á þann hnút sem uppi er og taka á veikri stöðu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar. Það virðist aðeins vera tímaspursmál hvenær að þau mál klárist.

Mér finnst þögn formanns Sjálfstæðisflokksins vera orðin allt að því æpandi og mér finnst það eiginlega ábyrgðarhlutur að leyfa þessu máli að dankast með þeim hætti sem við blasir. Það er mikið veikleikamerki fyrir forystu Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík að hafa ekki tekið á þessu máli og ég lít svo á staða hennar veikist með hverri stundu. Í þessum efnum þýðir ekkert annað en að horfast í augu við stöðu mála og staðreyndir. Leiðtogi hópsins er rúinn trausti, það þarf að taka á þeirri staðreynd og það fljótlega.

Það heyrast ýmsar kjaftasögur um hvað eigi að taka við þegar að leiðtoginn hefur axlað hina pólitísku ábyrgð á REI-málinu. Að mínu mati kemur ekkert annað til greina en að framboðslistinn færist upp í ábyrgðarröð hvað varðar embætti. Að því leiðir að ég tel að Hanna Birna Kristjánsdóttir eigi að taka við leiðtogahlutverki í borgarstjórnarflokki Sjálfstæðisflokksins. Það hefur enginn sterkara umboð til þess. Hanna Birna hefur umboð úr síðasta prófkjöri - þá hlaut hún flest atkvæði og vann slag um annað sætið við Júlíus Vífil Ingvarsson með afgerandi hætti.

Ég tel að sjálfstæðismenn, ekki bara í Reykjavík heldur um allt land, bíði eftir því að forysta flokksins geti leyst þetta mál fljótlega. Það þýðir ekki að bíða mikið lengur en orðið er. Það blasir við öllum sem líta heiðarlega á málið.


mbl.is Pólitísk staða Vilhjálms rædd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sýnir þetta ekki að forysta flokksins ræður ekki við að taka á þessu máli?  Það hefði verið lag eftir fall meirihlutans í haust - þá var vantrú á  hæfi Vilhjálms síst minni en nú en hins vegar minna sem liggur við því að hann hætti.

Ég gerði mér grein fyrir því þegar ég horfði á Silfrið áðan að átökin um oddvitastól sjálfstæðismanna -og þar með mögulegan borgarstjóra -  eru miklu miklu stærri en nokkurn tíma bara átök á milli núverandi borgarfulltrúa - þarna er um að ræða að ef eitthvað af þessu ungu fólki - þ.e.  Hönnu Birnu, Gísla Martein, Kjartan og meira að segja Júlíus Vífill - ef eitthvað af þessu unga fólki nær frama í borgarstjórastólnum þá er alvarlega vegið að framavonum Guðlaugs Þórs Þórðarsonar!  Og þá erum við að tala um svakalega vel smurða og öfluga maskínu! 

Ég man ekki hvort það var Jóhann Hauksson eða Reynir Traustason sem benti á þetta - svona nánast eins og í framhjáhlaupi - en þetta er langt frá því að vera aukaatriði - þetta er stóra málið í þessu öllu saman!

Málið er því orðið gjörsamlega óleysanlegt fyrir Flokkinn! 

Og svo segja menn að myndun núverandi "meirihluta" hafi ekki snúist um völd valdanna vegna!

Steingrímur Jónsson (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 16:18

2 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Reykjavíkurborg er stjórnlaus...þar ríkir stjórnarkreppa og hver höndin er upp á móti annarri. Hvernig væri að hinn algjörlega óhæfi borgarstjórnarmeirihluti sliti þessum meirihluta og hleypti að fólki sem ræður við verkefnið. Kannski Ólafur F fari að hugsa sinn gang.... já ég sagði það...meira að segja Ólafur F gæti fengið nóg af þessu rugli í Sjálfstæðisflokknum.

Enda verður hann ekki borgarstjóri lengi ef Villi verður látinn hætta.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2008 kl. 16:54

3 identicon

Skondið að Akureyringur skuli hafa svona mikinn áhuga á sveitarfélaginu Reykjavík ;)

Ari (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 17:03

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

 er maður ekki hissa á að þessi Steingrímur Jónsson skuli bara vita allt betur en aðrir um þetta mál,en það er sko i höndum Vilhjálms sjálfs að hætta og segja af sér,ekki Geir Haarde,svo um þessi átök i flokkunum okkar Xd er gert eitthver ósköp ,þau eru öll frambærileg og auðvitað koma þau ser saman um Oddvita annan ef Villi segi af sér ,sem allir segja að verði ,en samt sennilegast að hann geri það???En vonandi að þetta vinstra fólk komist ekki til valda aftur allt annað er betra/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 10.2.2008 kl. 17:04

5 identicon

Miðað við skoðanakannir að undanförnu Hefur sjálfstæðisflokkurinn í Reykjavík bara umboð til skammast sín fyrir ósannsögli.

Á sama tíma og þeir keppast um að lýsa yfir tryggð við Vilhjálm og mæra hann fyrir heiðarleika

þá berjast þeir innbyrðist um hver eigi að taka við

Á sama tíma og stefán talar um að Vilhjálmur verði að gera þetta eða hitt vegna þess að Flokkurinn sé í molum þá gleymist almenningur

Almenningur í Reykjavík á skilið eitthvað betra en núverandi margklofinn og ósannsöglan meirihluta

Maður hefur á tilfinningunni að núverandi meirihluti böðlist áfram undir kjörorðinu Fólk er fífl og fljótt að gleyma 

sæmundur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 17:13

6 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Eftir að skyggir rennur upp nótt hinna löngu hnífa.

En hvað tekur við? Verða það hjaðningavíg með tilheyrandi og langvinnum  blóðhefndum?

 Í upphafi skyldi endinn skoða, því skamma stund verður hönd höggi feginn.

Sigurður Þórðarson, 10.2.2008 kl. 17:41

7 identicon

Borgar sig ekki að segja sannleikann

Ég segi alltaf satt en stundum borgar sig bara ekki að segja allt.

Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, þegar hann var beðinn um að segja sannleikann

sæmundur (IP-tala skráð) 10.2.2008 kl. 18:02

8 Smámynd: Guðrún Emilía Guðnadóttir

Já við bíðum eftir því að tekið verði á málunum, það er rétt að Vilhjálmur á sjálfur að segja af sér, og Hanna Birna að taka við, svo verður að verða
þótt ung sé, en það kemur oft ágætis töggur fram í unga fólkinu.
Að mínu mati á formaður flokksins að koma að málum sem eru erfið
og hjálpa til að leysa þau.

Hann má líka fara að rétta úr bakinu á þingi, ef Ingibjörg Sólrún á ekki að
eta hann lifandi.
Fyrirgefið orðbragðið.

Guðrún Emilía Guðnadóttir, 10.2.2008 kl. 18:39

9 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

jæja... þá er þetta að skýrast... Villi er ekki að segja af sér... hann nýtur fyllsta trausts þannig að ekki sjá að Sjálfstæðisflokkurinn átti sig á stöðu mála. Eins og sagði hér einhverstaðar...auðvitað hættir Villi ekki... Sjallar slá ekki af leiðtoga sína... sama hvaða endalausar dellur þeir framkvæma.

En þetta fyllsta traust nær aðeins til þeirra sem eru að hugsa um sitt pólitíska r........ t  og lifa í sýndarveruleika...borgarstjórnarflokkur Sjálfstæðismanna.

Jón Ingi Cæsarsson, 10.2.2008 kl. 18:47

10 Smámynd: Ingólfur

Stebbi mér sýnist það á öllu að þú verðir að bíða ansi lengi eftir að tekið verði á þessum málum. Huglausu sexmenningarnir þora ekki að segja raunverulega skoðun sína og þegar loks næst í þá að þá segjast þeir bera fullt traust til Villa og að hann verði næsti borgarstjóri Reykvíkinga.

Það er líka ljóst að formaðurinn ætlar ekkert að gera og því getur Villi setið eins lengi og hann lystir. Og ekki er von á öðru að það verði í það minnsta út kjörtímabilið því leitun er af stjórnmálamanni með jafnmikinn stuðning meðal kjörinna fulltrúa flokksins. Það eru bara allir aðrir sem hafa mist trú á honum og núna öllum flokknum. 

Ingólfur, 10.2.2008 kl. 19:00

11 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka kommentin.

Það er heiðarlegt og gott að tala hreint út og segja sínar skoðanir. Það hef ég gert. Sé ekki eftir því. Stend við hvert orð sem ég hef skrifað og mitt mat á þessu máli liggur vel fyrir.

Stefán Friðrik Stefánsson, 10.2.2008 kl. 20:52

12 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég hef einhversstaðar imprað á því að mér finnst Geir ekki sterkur formaður og kemur það bersýnilega fram í þessu máli. Auðvitað eru engir tveir menn eins, en hitt veit ég að Davíð hefði kallað Vilhjálm á fund við sig og að honum loknum hefði Vilhjálmur verið með tilbúna yfirlýsingu um afsögn sína úr borgarstjórn.

Gísli Sigurðsson, 10.2.2008 kl. 21:01

13 Smámynd: Óðinn Þórisson

þegar vþv segir af sér sem oddviti&borgarfulltrúi þá eigum við sjálfstæðismenn mjög öfluga konu hönnu birnu sem nýtur trausts langt út fyrir raðir sjálfstæðisflokksins til að taka við oddvitahlutverkinu

Óðinn Þórisson, 10.2.2008 kl. 21:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband