Algjört klúður lögreglunnar í flóttamáli Annþórs

Annþór Flótti Annþórs Karlssonar var vandræðalegt klúður fyrir lögregluna. Það þarf enga sérfræðinga til að segja sér að verklagsreglur voru brotnar og mjög illa staðið að málum á meðan að hann var í varðhaldi á Hverfisgötu og á þeim bænum verður að fara í væna naflaskoðun og læra á mistökunum. Flótti Annþórs verður þó vonandi lexía fyrir lögguna er yfir lýkur.

Það sem vekur mesta athygli er hvernig það gat gerst að margdæmdur ofbeldismaður, grunaður um alvarleg afbrot og átti að sæta einangrun, gat leikið lausum hala á lögreglustöðinni, komist í síma, fundið reipi og síðast en ekki síst stokkið út um glugga án þess að nokkur tæki eftir því. Það er ljóst að það liðu að minnsta kosti tveir tímar frá flóttanum þar til löggan áttaði sig loks á honum.

Mér finnst lágmark að lögreglan taki á sínum málum þegar að fangi, sem átti að vera í einangrun og mátti ekki tala við neinn nema lögmann sinn, getur hringt símtöl úr fangelsinu og undirbúið flótta sinn svo vel að ekki verður neinn við það var.

Þetta er megaklúður af verstu sort sem lögreglan þarf að þarf að fara yfir og læra af. Fara verður yfir yfir verkferla í varðhaldi svo að ekki geti annað eins gerst aftur.

mbl.is Úttekt á starfsemi fangamóttöku flýtt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

Ójá, ég er svo sammála því að svona farzaklúður er mjög og í hæsta máta undarlegt. Að maður tali nú ekki um allan þann kostnað sem svona klúðri fylgir og kemur niður á okkur skattgreiðendur. Vona svo sannarlega að nú verði allsherjar úttekt á því hvernig er staðið í því að "gæta" þeirra sem sannarlega eiga ekki að komast aftur út í þjóðfélagið fyrr en að afplánun lokinni. 

Tiger, 20.2.2008 kl. 17:53

2 Smámynd: Fannar frá Rifi

Nú verð ég nú að taka upp hanskan fyrir Lögregluna á Íslandi.

Hún er gagnrýnd og gagnrýnd.  

Ef hann hefði ekki fengið að fara í símann þá hefðu hellingur af liði alveg orðið brjálað því að "það væri að brjóta á rætindum hans". og annað slíkt.

Menn kvarta endalaust síðan yfir lögreglu ofbeldi og harkalegum tökum. Lögreglan þarf að taka ákveðinn tök. þau geta sýnst vera harkaleg en þau eru nauðsynleg fyrir báða aðila. Ef lögreglan tekur réttu tökinn á þeim sem hún grunar, þá á enginn að meiðast. hvorki lögreglann né sá grunaði. þetta á náttúrulega við þá sem veita viðnám við handtöku. 

Helstu vandamál hjá Lögreglunni á Íslandi er:

Þeir eru á hlægilega lágum launum. Þeir eru að sinna einu mikilvægasta starfi landsins, að halda upp lögum og reglu, sjá til þess að þú og ég geti sofið rótt um nætur, og þeir fá nánast engar þakkir og nánast enginn laun.

Að mínu mati eiga byrjunarlaun Lögreglumanna að vera 250.000 til 300.000 krónur.  

Fannar frá Rifi, 20.2.2008 kl. 17:59

3 identicon

Sæll Stefán.Má til með að koma með smáleiðréttingu inn í þessa umræðu.Í fyrsta lagi hefur verið brotist út úr öllum fangelsum á Íslandi.Lögreglustöðin við Hverfisgötu er ekki útbúin sem fangelsi.Hvort maðurinn var lokaður inni á gangi eða í herbergi þar skiptir ekki máli,hann hefði samt sem áður farið út.Það er ekki mínútu gæsla á föngum,þannig að maður sem ætlar út hefur 1 til 2 tíma að öllu jöfnu til svigrúms,og skiptir ekki máli hvort hann er á lögreglustöðinni,fangelsinu á Akureyri eða á Hrauninu.Maðurinn var ekki í afplánun,hann er grunaður ennþá og hlýtur þá að teljast saklaus þar til annað kemur í ljós.Hann er ekki margdæmdur maður.Auk þess hefur það komið fram,að hann komst í síma undir því yfirskini að tala við lögmann sinn en það hafa allir grunaðir menn rétt á því.Hins vegar er ég alveg sammála því að svona hlutir eiga ekki að geta skeð,og þarf að skoða þetta mál og læra af því,en ekki vera með dylgjur og aðdróttanir um hluti sem við vitum ekki alveg hvernig eru í raun og veru.kveðja jobbi

jobbi (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband