Pókerfés Birkis Jóns - hlægileg sinnaskipti

Birkir JónÞað er vandræðalegt fyrir Birki Jón Jónsson, alþingismann, að það hafi komist upp um að hann hafi spilað póker ólöglega. Enn vandræðalegra er þó að hann breytist allt í einu í opinberan talsmann lögleiðingar pókerspils þegar að hann er böstaður, tekinn all illilega eins og raun ber vitni.

Efast mjög verulega um að Birkir Jón hefði lagt í að stíga fram með þennan boðskap nema vegna þess að hann er með buxurnar á hælunum eftir að hafa verið nappaður. Er að reyna að redda sér úr klúðrinu. Það hefði verið þægilegt að heyra hann tala frelsismáli áður en hann var nappaður allavega.

Þessi sinnaskipti hljóma fjarri því trúverðug og missa marks. Þrátt fyrir að Birkir Jón setji nú upp pókerfésið til að halda andlitinu stendur eftir að hann braut lög og verður að bera byrðar þess klúðurs síns sem kjörinn fulltrúi almennings.


mbl.is Tvískinnungur að aðrar reglur gildi um póker
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og forfallaður á alþingi í dag...okkar ágæti þingmaður! Möllerinn varð pirraður og spurði eftir strák. Birkir (þingmaður okkar) leyfir engar athugasemdir á bloggsíðu sinni svo það er erfitt að ná til hans. Ég sé engan mun á bridge og póker. Afhverju má gambla í bridge?

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 18:43

2 Smámynd: Hilmar Guðmundsson

Hvar kemur fram að Birkir Jón hafi verið á móti póker fyrir þennan dag?

Ég hef hvergi séð það.

Hilmar Guðmundsson, 20.2.2008 kl. 19:18

3 Smámynd: Kristján Eldjárn Þorgeirsson

Er sammála Gísla, Eiríki og Hilmari.  Mér finnst bara allt í lagi að menn spili poker og eyði peningunum sínum í það.  Ég spila þetta ekki og hef ekki gaman af svona spilum.  Af hverju að banna poker, af því að það er fjárhættuspil, en svo er leyfilegt að setja upp spilakassa, þar sem spilað er um peninga og það er ekki skilgreint sem fjárhættuspil.  Ég segi burt með tvískinnunginn í svona málum sem og öðrum.

Kristján Eldjárn Þorgeirsson, 20.2.2008 kl. 19:26

4 identicon

Það er ekki ólöglegt að spila upp á peninga en það er ólöglegt að hýsa mót.

kv.

Big blind (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 19:30

5 identicon

Það er ekki ólöglegt að spila póker. Það er skv. 183 gr. almennra hegningarlaga refsivert að gera sér fjárhættuspil eða veðmál að atvinnu. Birkir braut því ekki af sér. Vonandi skapar þetta umræðu um stöðu pókers. Fólk virðist oft líta þetta hornauga. Póker krefst hæfileika rétt eins og bridds og golf. Bridds og golf bjóða upp á mót þar sem mönnum er verðlaunað með peningum eftir árangri. Afhverju ætti þá að vera óleyfilegt að spila póker?

Unnþór Jónsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 20:23

6 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Þakka hugleiðingarnar.

Hef hvergi séð Birki Jón impra á þessu máli áður, þetta er alveg ný andstaða á lögunum fyrir mér allavega. Það að tala svona fyrst eftir að vera nappaður og gagnrýndur fyrir að spila er umhugsunarvert vissulega.

Var ekki að meina að hann hefði svosem sjálfur brotið lögin en hann var viðstaddur gjörning sem var ólöglegur og tók þátt í honum. Það gilda aðrar reglur um þetta spil en önnur. Þetta er fréttaefni og það eðlilega, það gerist ekki á hverjum degi að þingmaður lendi í svona aðstöðu.

Sjálfur hef ég alveg ljáð máls á að breyta þessu og á meðan að ég var í stjórn SUS var talað um það sem baráttumál að allt væri jafnt. Hef aldrei fyrr en í dag heyrt Birki Jón á þeirri skoðun, þegar að hann var í vörn vegna eigin spilamennsku.

Stefán Friðrik Stefánsson, 20.2.2008 kl. 21:01

7 identicon

Hmmm já "lenti í þessu" kunnugleg setning Stebbi. Ég er eiginlega að komast á þá skoðun að hann þurfi að svara betur fyrir þetta.

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 20.2.2008 kl. 22:16

8 Smámynd: Haukur Kristinsson

æ stebbi þetta var óþarfi að blogga um, vitum öll að spilaður er póker um peninga eins og þú veist svo ekki vera að blogga um svona hluti sem allir vita um

Haukur Kristinsson, 21.2.2008 kl. 00:51

9 identicon

Það er alveg með ólíkindum að fylgjast með umræðunni hjá sumu fólki varðandi þetta pókermál hans Birkis og reyndar um pókerspilið yfir höfuð.  Í fyrsta lagi þá skil ég ekkert í honum Gísla Baldvins hér fyrir ofan.  Á síðunni hans er hann að blogga um þetta og kallar eftir því að Birkir verði sektaður!  Reyndar er sú bloggfærsla algjör þvæla og ber vott um alveg ótrúlega lítinn heila þess sem skrifar.

 Í fyrsta lagi finnst mér alveg furðulegt að fólk skuli ekki geta meðtekið það að samkvæmt lögum er EKKI bannað að spila uppá peninga, það er staðreynd sem einhverra hluta vegna apaheilar eiga ofboðslega erfitt með að koma inn í sinn heimska haus.  Lögin banna mönnum stunda slíka iðju til framfærslu, semsagt sem aðal atvinnu ( sem að mínu mati eru reyndar furðuleg lög )  í öðru lagi banna lögin að þriðji aðili hagnist á þessari spilamennsku.  BÚIÐ!  Þetta eru staðreyndirnar.  Af þessu er vonlaust að draga þá áliktun að Birkir hafi brotið lög !! Það sama gildir um alla þá sem spila uppá peninga sér til ánægju.  Þá gildir einu hvort spilaður sé mótapóker, cashgame, backgammon, skák, golf, bridge eða whatever..

Þetta fólk sem er að básúna fáfræði sinni og fordómum ætti að beina kröftum sínum að öðrum hlutum sem SANNARLEGA eru ólöglegir.  T.d. Lottóið í vinabæ, þar sem klárlega þriðji aðili er að hagnast á fjárhættuspili.  Eða þetta brigemót þar sem hluti þátttökugjaldsins fór í að borga fyrir húsnæðið sem er KLÁRLEGA ólöglegt.  Einnig væri fróðlegt að heyra hvað þeim sem fordæma pókerinn finnst um þessa spilakassa sem eru dreifðir hér um allan bæ!  Ég horfði á gamlan mann standa  við einn af þessum kössum, hann setti 5000 króna seðil í hann og eftir ca. 4 mínútur var hann búinn að tapa honum!  Þá setti hann annan og svo koll af kolli.  Þetta finnst mönnum í lagi !!!!  Þessa kassa er ekki hægt að græða á punktur.  Mér skylst að þessar maskínur séu forritaðar þannig að þær hirða 80% af því sem sett er í þá og borga út 20%  Í Las Vegas ( sem sennilega er sódóma heimsins í huga apaheilanna ) hefur verið sett í lög á spilavítin mega taka MEST 2% í sinn hlut af öllum veðmálum, þeir skila s.s. a.mk. 98% af því sem spilað er fyrir, aftur til spilaranna.  SÁÁ og Háskóli Íslands standa fyrir þessum dauðadómi spilafíkilsins sem þessir kassar eru en sjálfskipuðu siðapostularnir segja ekki neitt!! ... og hananú

Atli (IP-tala skráð) 21.2.2008 kl. 10:28

10 identicon

Atli.  Fyrst vita staðreyndir hvað þessir kassar gefa í vinningshlutfall og hversu margar prósentur á móti þeir taka, semsagt ferð með KOLRANGT mál í prósentutölunum þínum.  Og í öðru lagi er engin sem miðar byssu á andlitið á þessum svo kölluðum " spilafíklum " og æpir á að þeir skuli spila. Fólk þarf ekki að vera spilafíklar þó þeir leggi peninga í spil, þú kaupir væntanlega Lottó einhverntíman, þá ertu SPILAFÍKILL er það ekki Nei þú ert ekki að styðja gott málefni með því að kaupa Lottó, flest allir eru að reyna að ná í auðunnin pening í hvaða formi happdrættis eða spilamennsku og hana nú.  Það eru til spilafíklar en óþarfi að upphrópa alla undir sama hatt með fordómum.

Væri gaman að vita hvað margir hér sem blogguðu eru með allt niðrum sig í fjármálunum með Visa og yfirdráttarheimildir uppá hundruði þúsunda fullnýttar, sem er glöggt dæmi um það hvað fleiri en "spilafíklar " fara ílla með peningana sína og ná aldrei endum saman, en geta hæglega ætlað sér að kalla aðra sjúklinga.

nei (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 14:32

11 identicon

Einar.  Ég sagði að mér skildist að hlutfallið væri svona, einhver sagði mér það.  Ef þetta er kolrangt og þú veist betur, af hverju leiðréttirðu það þá ekki..?  Sjálfsagt er hægt að nálgast þessar upplýsingar..  Í öðru lagi var ég ekki að halda því fram að allt fólk sem spilar fjárhættuspil séu spilafíklar eða að þeim sé ekki í sjálfsvald sett hvort það spilar eða ekki.  Hvað þá að ég sé að úthrópa fordómum í garð spilafíkla.. Ég reyndar skil ekki hvernig þú gast fengið það út!  Sjálfur spila ég póker og Backgammon og þá yfirleitt uppá peninga og  hef mikið gaman að.  það sem ég var að segja ( svo ég endurtaki það sem stendur hérna fyrir ofan )  er að ef fólk hefur svona miklar áhyggjur af því að póker muni leggja líf fólks, sem veikt er fyrir, í rúst þá ætti það frekar að einbeita sér að því koma þessu spilakössum úr umferð.  Því það er klárlega ekki hægt að græða í þessum kössum til lengri tíma, það er kannski kolrangt líka eða..?  Þú getur kannski sagt mér sögur af því hvað þú ert búinn að græða mikið, mér þykir augljóst af skrifum þínum að þú ert dáldið hrifinn af þessum kössum..  Svo sýnist mér þú vera að reyna að  halda því fram að það fólk sem spilar mest í þessu spilakössum geri það til þess að styðja gott málefni !! Þetta er náttúrulega ótrúlega heimskuleg fullyrðing, eins og "spilafíklunum"  svokölluðu sé ekki andskotans sama hverjir eiga og reka þessa kassa, en þetta er kannski góð afsökun fyrir spilamennskunni!  Hvort að til sé fólk sem er með allt niðrum sig í fjármálum eða ekki kemur þessari umræðu bara ekkert við, og það að "fleiri en "spilafíklar " fara ílla með peningana sína" segir sig sjálft. 

Atli (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:18

12 identicon

Ég ætlaði að ávarpa Sigurð ekki Einar :-)

Atli (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:21

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband