22.2.2008 | 00:39
Össur bítur höfuðið af skömminni
Mér fannst Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra, bíta höfuðið af skömminni þegar að hann reyndi að réttlæta og verja lágkúruleg bloggskrif sín um Gísla Martein í Kastljósi í kvöld. Það er greinilega of mikils til mælst af honum að biðja Gísla Martein hreinlega afsökunar á þessum götustrákaskrifum sem að mínu mati hæfa ekki ráðherra í ríkisstjórn. Hann er maður að minni í kjölfarið.
Það eru ansi margir sem spyrja sig að því hvort Össur hafi verið drukkinn þegar að hann skrifaði þessa bloggfærslu. Það er ekki óeðlilegt. Mér fannst þessi skrif í besta falli bera vitni um dómgreindarbrest og kjánaskap kjörins fulltrúa sem skrifar og talar eins og einfeldningur úti í bæ. Hann hefur svosem klikkað stórlega áður í skrifum sínum. Hver man ekki eftir bréfinu fræga til Baugsmanna fyrir sex árum þar sem hann sem flokksformaður hótaði þeim öllu illu, vegna þess að bróður hans hafði verið sagt upp störfum á þeirra vegum. Þar fór dómgreindin lönd og leið.
Oft hefur Össur verið á grensunni í bloggskrifum og verið á mörkum þess að skrifa eins og maður sem hefur skynsemi til að fara með völd og áhrif. Þessi skrif toppa þó allt annað sem hann hefur sett á vef sinn. Það er ekki spennandi að fara í stjórnmál til að fá önnur eins persónuleg skítaskrif yfir sig. Ég hef reyndar íhugað mjög lengi hvort stjórnmál séu þess virði að standa í. Það er allavega ljóst að svona skrif færa stjórnmálin á lægra plan og gera það að verkum að margir nenna ekki að leggja þátttöku þar á sig. Það er freistandi að telja miklu betra líf utan stjórnmála þegar að maður sér önnur eins skrif og frá Össuri koma.
22. janúar sl. skrifaði Össur svo á vef sinn:
"Það þarf mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni.
Þeir tímar hafa komið í mínu pólitíska lífi sem betur fer skammvinnir að ég hef sjálfur gert það að fyrsta verki dagsins að fara yfir blöðin og henda þeim, sem ég vildi ekki að dætur mínar læsu. Ég minnist ótrúlega rætinnar greinar Einar Kárasonar, rithöfundar, sem smó gegnum greipar mínar, og ég náði ekki að forða frá augum dóttur mínnar, sem flóðu fyrir vikið. Á þeirri stundu hefði ég heldur viljað kasta frá mér formannstitli og stjórnmálaferli en upplifa varnarleysið og vanlíðanina sem hellist yfir þegar saklausar sálir lenda í innri eldi af föðurvöldum."
Það er merkilegt að sami maður og skrifaði þessi orð um Björn Inga Hrafnsson þegar að hann hætti í stjórnmálum fyrir nokkrum vikum hafi sjálfur skrifað ómerkilegan pistil um mann sem á vel læs börn og hafa vit á að skynja skrif af því tagi sem frá honum komu. Minnir á hálfgerðan hræsnara satt best að segja. Það er ljóst að þessi umhyggja sem Össur ber fyrir eigin börnum og heimili var víðsfjarri honum þegar að skrifað var um Gísla Martein. Það virðast gilda einhver önnur lög um aðra einstaklinga en hann sjálfan. Össur hefði gott af því að spá meira í þessum skrifum sínum sem virðast honum gleymd svo skömmu síðar.
Það var hálfraunalegt að sjá þá Samfylkingarfélaga Lúðvík Bergvinsson og Mörð Árnason reyna að verja þessi skrif Össurar í dægurmálaþáttunum í kvöld. Lúðvík var þó til í að tjá einhvers konar óánægju með skrifin og varði þau ekki algjörlega í gegn. En Mörður var ekki beint að kippa sér upp við svona skrif og varði sinn mann út í rauðan dauðann. Hann er reyndar svo flokkshollur og trúr sínu fólki að hann myndi sennilega síðastur manna finna eitthvað að á þeim slóðum og finna vankantana á eigin flokki. Er svo gjörsamlega fyrirsjáanlegur - hefur þó sjaldan staðið sig verr við að verja glataðan málstað og í kvöld.
Hef stundum varið Össur í skrifum. Fann til dæmis mjög til með Össuri þegar að hann var rassskelltur af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjöri í Samfylkingunni fyrir þrem árum - hlaut sem sitjandi formaður aðeins einn þriðja greiddra atkvæða gegn varaformanni sínum sem niðurlægði hann með eftirminnilegum hætti, svo mjög að heyra mátti pínleg svipuhöggin um allt land. Þá var farið illa með hann, en kannski verður sú útreið skiljanlegri eftir svona skrif? Finnst hann vera að floppa allsvakalega þessa dagana og vera sá ráðherra sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum eftir síðustu kosningar.
Össur hefur ekki verið að standa sig og ekki óeðlilegt að spyrja sig hversu lengi hann verði í forystusveit Samfylkingarinnar. Össur hefur með skrifum sínum veikt stöðu sína mjög innan samstarfsflokksins og alveg ljóst að ekki mun fólk þar leggja lykkju á leið sína til að verja hann. Það er ljóst að traustið er takmarkað í hans garð. Mun Solla kannski senda hann í sendiráð á kjörtímabilinu?
Það eru ansi margir sem spyrja sig að því hvort Össur hafi verið drukkinn þegar að hann skrifaði þessa bloggfærslu. Það er ekki óeðlilegt. Mér fannst þessi skrif í besta falli bera vitni um dómgreindarbrest og kjánaskap kjörins fulltrúa sem skrifar og talar eins og einfeldningur úti í bæ. Hann hefur svosem klikkað stórlega áður í skrifum sínum. Hver man ekki eftir bréfinu fræga til Baugsmanna fyrir sex árum þar sem hann sem flokksformaður hótaði þeim öllu illu, vegna þess að bróður hans hafði verið sagt upp störfum á þeirra vegum. Þar fór dómgreindin lönd og leið.
Oft hefur Össur verið á grensunni í bloggskrifum og verið á mörkum þess að skrifa eins og maður sem hefur skynsemi til að fara með völd og áhrif. Þessi skrif toppa þó allt annað sem hann hefur sett á vef sinn. Það er ekki spennandi að fara í stjórnmál til að fá önnur eins persónuleg skítaskrif yfir sig. Ég hef reyndar íhugað mjög lengi hvort stjórnmál séu þess virði að standa í. Það er allavega ljóst að svona skrif færa stjórnmálin á lægra plan og gera það að verkum að margir nenna ekki að leggja þátttöku þar á sig. Það er freistandi að telja miklu betra líf utan stjórnmála þegar að maður sér önnur eins skrif og frá Össuri koma.
22. janúar sl. skrifaði Össur svo á vef sinn:
"Það þarf mjög öfluga og þykkskinna menn til að standa af sér langvinnar persónulegar árásir. Við þær aðstæður koma inn þættir, sem stjórnmálamenn þurfa endranær ekki að hafa áhyggjur af - líðan fjölskyldu þess sem siglir pólitíska brotsjói. Við, sem höfum siglt gegnum brim í stjórnmálum og hörð átök, þekkjum hversu það er erfitt að halda börnum frá því að lesa og heyra það versta sem við þær aðstæður getur beinst persónulega að manni.
Þeir tímar hafa komið í mínu pólitíska lífi sem betur fer skammvinnir að ég hef sjálfur gert það að fyrsta verki dagsins að fara yfir blöðin og henda þeim, sem ég vildi ekki að dætur mínar læsu. Ég minnist ótrúlega rætinnar greinar Einar Kárasonar, rithöfundar, sem smó gegnum greipar mínar, og ég náði ekki að forða frá augum dóttur mínnar, sem flóðu fyrir vikið. Á þeirri stundu hefði ég heldur viljað kasta frá mér formannstitli og stjórnmálaferli en upplifa varnarleysið og vanlíðanina sem hellist yfir þegar saklausar sálir lenda í innri eldi af föðurvöldum."
Það er merkilegt að sami maður og skrifaði þessi orð um Björn Inga Hrafnsson þegar að hann hætti í stjórnmálum fyrir nokkrum vikum hafi sjálfur skrifað ómerkilegan pistil um mann sem á vel læs börn og hafa vit á að skynja skrif af því tagi sem frá honum komu. Minnir á hálfgerðan hræsnara satt best að segja. Það er ljóst að þessi umhyggja sem Össur ber fyrir eigin börnum og heimili var víðsfjarri honum þegar að skrifað var um Gísla Martein. Það virðast gilda einhver önnur lög um aðra einstaklinga en hann sjálfan. Össur hefði gott af því að spá meira í þessum skrifum sínum sem virðast honum gleymd svo skömmu síðar.
Það var hálfraunalegt að sjá þá Samfylkingarfélaga Lúðvík Bergvinsson og Mörð Árnason reyna að verja þessi skrif Össurar í dægurmálaþáttunum í kvöld. Lúðvík var þó til í að tjá einhvers konar óánægju með skrifin og varði þau ekki algjörlega í gegn. En Mörður var ekki beint að kippa sér upp við svona skrif og varði sinn mann út í rauðan dauðann. Hann er reyndar svo flokkshollur og trúr sínu fólki að hann myndi sennilega síðastur manna finna eitthvað að á þeim slóðum og finna vankantana á eigin flokki. Er svo gjörsamlega fyrirsjáanlegur - hefur þó sjaldan staðið sig verr við að verja glataðan málstað og í kvöld.
Hef stundum varið Össur í skrifum. Fann til dæmis mjög til með Össuri þegar að hann var rassskelltur af Ingibjörgu Sólrúnu í formannskjöri í Samfylkingunni fyrir þrem árum - hlaut sem sitjandi formaður aðeins einn þriðja greiddra atkvæða gegn varaformanni sínum sem niðurlægði hann með eftirminnilegum hætti, svo mjög að heyra mátti pínleg svipuhöggin um allt land. Þá var farið illa með hann, en kannski verður sú útreið skiljanlegri eftir svona skrif? Finnst hann vera að floppa allsvakalega þessa dagana og vera sá ráðherra sem hefur valdið mér mestum vonbrigðum eftir síðustu kosningar.
Össur hefur ekki verið að standa sig og ekki óeðlilegt að spyrja sig hversu lengi hann verði í forystusveit Samfylkingarinnar. Össur hefur með skrifum sínum veikt stöðu sína mjög innan samstarfsflokksins og alveg ljóst að ekki mun fólk þar leggja lykkju á leið sína til að verja hann. Það er ljóst að traustið er takmarkað í hans garð. Mun Solla kannski senda hann í sendiráð á kjörtímabilinu?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:47 | Facebook
Athugasemdir
Nú hafa margir tjáð sig um þessi lágkúrulegu skrif Össurar á blogginu en enginn komið með dæmi.
Getur þú komið með dæmi úr þessum pistli Össurar þar sem hann fer yfir strikið?
Sigurður Haukur Gíslason, 22.2.2008 kl. 01:04
já eins og einn góður maður sagði " svona gera menn ekki" þessi skrif hans eru ekki samboðin ráðherra sem vill láta taka sig alvarlega. Kallinn hreinlega missir sig á köflum í dónaskap á netinu við menn sem eru greinlega ekki honum að skapi og það virðist sem hann sé í svona ham aðalega á nóttunni, er nema von að menn spyrji hvort hann sé allsgáður þegar þessi gállinn er á honum. Hann ætti að skammast sín og hætta að dæla svona óhráðri út á netinu.
steiner (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 01:18
Ég las þetta blogg hans Össurar og sá ekki þessa rætni sem talað er um. Hann vændi Gísla Martein ekki um neitt neitt nema pólitískan klaufaskap um það var öll greinin. Ég hélt reyndar að allir Íslendingar yfir tvítugt væru læsir á þetta.
Magnús Aðalsteins, 22.2.2008 kl. 01:59
Það er alveg merkilegt hvað þessi litli tapsári kubbur lætur hafa eftir sér.
Þegar Ingibjörg kolfeldi drenginn og skipti á skítableyunni, sem talin var halda nokkur sakleysleg spörð, varð andskotinn laus, þvi nú er mokað úr bleyunni yfir allt og alla, unnið í skjóli drykklangrar nætur. Það eru engar líkur á að svona lélegur karakter muni finnast liggjandi í pólitísku blóði sínu því fuglarnir úti éta allt sem að kjafti kemur þó við mundum leyfa hræinu bara að fjara út með ánægju, Nei litli kall snúðu þér alfarið að löxunum, þeim líkar við þig og fáðu Magga bróðir með þér til að flytja í amdaheimana, þar væru þá komnir tveir skritnir draugar, en eina hættan á hinir draugarnir muni sækja annað þegar svona óþjóðalýður fer að nota bleyuna
Þorkell HJörleifsson (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 02:38
Þú ert endalaust flottur penni, flottur pistill. Þó svo að mér hafi fundist Össur eilítið óvægur við Gísla í pistli sínum, þá finnst mér það eiginlega ekki vera slíkt að það þurfi að vekja upp alla þá umræðu og fjölmiðlafár sem kom í kjölfarið.
Mitt álit er að Persónan Össur skilur Ráðherran Össur eftir á skrifstofunni að vinnudegi loknum. Það sem Ráðherrann Össur gerir er sannarlega fréttnæmt og fjölmiðlamatur - en mér finnst að Persónan Össur eigi að fá að blogga í friðhelgi einkalífsins. Hann bloggaði jú heima eftir vinnu skilst mér. Við bloggum öll um hitt og þetta, það sem okkur er hugleikið og hendi næst - það gerir karlinn líka og finnst mér það bara gott mál. Mikið er ég þó feginn að vera ekki í pólitíkinni, þá þyrfti ég að fara að ritskoða mitt auma litla blogg...
Tiger, 22.2.2008 kl. 03:07
Ég held að Össur sé sjálfur að hengja sig sem stjórnmálamann með skrifum sínum um þá sem hann hræðist. Kannski var hann að lýsa sjálfum sér og sinni stöðu innan Samfylkingarinnar. Getur verið að gremja hans útí Ingibjörgu Sólrúnu sé kveikjan að svona skrifum, hann þolir hana greinilege ekki og notar svona skrif til að koma henni og flokknum í vandræði. Ingibjörg hefur verið talsmaður bættrar samskipta stjórnamálamanna. Hún hefur talað um að færa stjórnmálaumræðuna af svona plani á eitthvað sem hún kallar umræðustjórnmál. Össur gefur skít í formannin sinn og ætlar greinilega ekki að fylgja henni, Össur ætlar að vera í skítkastinu. Allt tal um að hann sé ekki alsgáður við þessi skrif afsaka hann ekki, altent hlýtur maðurinn að hafa verið í lagi í Kastljósviðtalinu í kvöld. Ég er hræddur um að Össur fái fyrir ferðina í eigin flokki þó svo Lúðvík og Mörður reyni að verja hann, almennur flokksmaður losar sig við svona menn við fyrsta tækifæri. Þögn Ingibjargar um málið segir manni það að hún er verulega fúl ef ekki brjáluð útí Össur, ekki yrði ég hissa þó hún tæki af skarið og lýsti vanþóknun sinni á skrifum Össurar.
Guðmundur Jóhannsson, 22.2.2008 kl. 04:21
Tigercopper:
Þegar þú skrifar á netið er það orðið opinbert og hefur þ.a.l. ekkert með friðhelgi einkalífsins að gera.
Hjörtur J. Guðmundsson, 22.2.2008 kl. 08:58
Fagleg og góð skrif hjá þér, Stefán og ég er þér algjörlega sammála. Það er líka hægt að tjá skoðun sína á fólki og atburðum með öðru orðfari en Össur gerir.
Þórgunnur R. Vigfúsdóttir (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:07
Stefán!
Hver er munurinn á bloggi Össurar og þeim ummælum sem Sigurður Kári t.d. lét hafa eftir sér um Binga? Hver er munurinn á öllum þeim fjölda ummæla sem Björn Bjarnasson hefur látið frá sér um fjöldann allann af samfylkingarfólki s.b.r. nýleg ummæli hans um Dag B Eggertsson?
Málið er að sjálfstæðismenn þola greinilega ekki eigin meðöl margir hverjir. Össur má segja sína skoðun á mönnum og málefnum eins og hann lystir, honum ber engin skylda til þess að fara mjúkum höndum um mann sem hann telur ( og reyndar fleiri ) að hafi floppað all illilega í borgarmálunum.
Davíð Oddson lét menn finna fyrir sér á sínum tíma og enginn kvartaði yfir því.....
Og allt tal um að Össur hafi veikt stöðu sína og að Solla muni "senda" hann út ef bara bull og er greinilega komið frá manni sem hefur ekki nein sérstaklega sterk tengsl innan samfylkingarinnar og veit ekki sem er að Össur hefur sterka stöðu þar innan borðs sem endranær.
Minni síðan bara á það að samkv fréttum í dag að þá tók það víst ekki nema 5 minútur fyrir Geir H Haarde og Össur að ná samkomulagi um orkufrumvarpið.....voða veik staða Össurar!
Matthias Freyr Matthiasson, 22.2.2008 kl. 10:14
Þetta er nú eiginlega stormur í vatnsglasi. Það virðist sem Sjálfstæðisflokkurinn allur sé með einhverskonar sjálfsofnæmi þessa dagana. Flokkurinn hefur á að skipta kröftugum bloggurum, svo sem Sigurði Kára og Birni Bjarnasyni og þessir menn hafa hvergi dregið af sér við tjáningu á skoðunum sínum um menn og málefni. Dómsmálaráðherra hefur vegið að einstaklingum sem þó hafa ekki sett sig í skotlínu hinnar pólitísku umræðu og Sigurður Kári sagði að tiltekinn stjórnmálamaður væri "siðlausasti og spilltasti stjórnmálamaður sem sögur færu af".
Nú leggur iðnaðarráðherra út af sjálfsofnæmisværingum borgarstjórnarflokks Sjálfstæðismanna og lýsir í raun aðeins því sem alþjóð veit, þ.e. hver stendur að baki aðförinni að Vilhjálmi Þ. Iðnaðarráðherra gerir þetta með sínum stíl, á sinni eigin heimasíðu og blandar þessu á engan hátt í starf sitt eða samstarf við Sjálfstæðisflokkinn.
Hvers vegna eru menn að pissa á sig af æsingi út af þessum skrifum. Boðberar frelsisins vilja greinilega ekki að tjáningarfrelsi gildi um alla hluti. Er íslensk æska búin að steriliserast svo að hún þolir ekki texta sem einkennist af myndlíkingum og líkindamáli. Þá er illa komið.
Hreiðar (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 10:58
Er öl innri maður?
Heimir Lárusson Fjeldsted, 22.2.2008 kl. 11:17
Þakka kommentin.
Sigurður: Þetta er bara götustrákaorðaforði sem kemur fram þarna. Persónuleg ummælin um Gísla Martein fóru langt yfir strikið. Það er eitt að gagnrýna einhvern eða vera ósammála einhverjum en það er lágmark að halda sig á siðlegum nótum og sleppa öllum stóryrðum. Þessi grein var einum of hvöss, tilefnið skil ég ekki. Hinsvegar er þetta ekki til þess fólgið að sjálfstæðismenn virði manninn og eðlilegt að þar séu spurningar um stöðu ráðherrans, sem virðist enga stjórn á sér hafa.
Mundi: Sammála hverju orði.
Matthías: Sigurður Kári verður að svara fyrir sig, ekki get ég svarað fyrir hann. Ég hef sagt mínar skoðanir á þessum skrifum og þær eiga jafnt við alla, eru ekki bara gegn einum manni. Mér finnst svona skrif ekki hæfa ráðherra í ríkisstjórn. Það hafa verið deilur mánuðum saman um orkufrumvarp Össurar og deilt harkalega um það innan Sjálfstæðisflokksins og það er ekki útilokað að þingmenn þar muni kjósa gegn því eða gera fyrirvara við það.
Hreiðar: Mér finnst eðlilegt að hver tali eins og hann vill. Mér finnst svona skrif ekki í lagi og vera þessum manni til minnkunar.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2008 kl. 11:57
Stefán.
Ein spurning sem ég vona að þú svarir, hvað í færslu Össurar fer svona mikið fyrir brjósið á þér, er það háðið? Myndlíkingarnar? Eða ósköp einfaldlega það að Össur hefur skoðun á pólitískum ferli og mistökum GMB?
Matthias Freyr Matthiasson, 22.2.2008 kl. 12:07
Reyndar voru þetta 3 spurningar...sorrý
Matthias Freyr Matthiasson, 22.2.2008 kl. 12:07
Og enn kemur enginn með dæmi um þessi orð Össurar. Bara að þetta hafi verið dómgreindarbrestur, kjánaskapur, siðleysi o.s.frv.
Hvað nákvæmlega fer svona fyrir brjóstið á fólki?
Sigurður Haukur Gíslason, 22.2.2008 kl. 12:38
Adda bloggar, 22.2.2008 kl. 12:41
Matthías: Ég vil fyrir það fyrsta taka það fram að ég hef margoft varið Össur og þótt stundum mikið til hans koma. Skrifaði t.d. mjög vel um hann í formannskjörinu fyrir þrem árum þegar að ansi margir innan hans flokks brugðust honum og hann fékk skellinn mikla. Það er fjarri lagi að mér hafi verið eitthvað illa við Össur. Í þessu efni finnst mér rétt að tjá mig. Mér finnst svona skrif bara ekki í lagi.
Það sem fer mest fyrir brjóstið á mér er hörð persónuleg ummæli um Gísla Martein þar sem talað er mjög harkalega og farið mjög langt. Mér finnst eitt að menn hafi skoðun á stjórnmálaferli og störfum þeirra sem taka þátt í pólitísku starfi. Annað er að ata þá auri og níða þá niður, sem mér fannst Össur gera. Ég persónulega hef að undanförnu krafist afsagnar Vilhjálms Þ. Ef ég hefði valið honum orð af því tagi sem Össur gerði um Gísla er ég hræddur um að ég hefði fengið neikvæð ummæli um mig.
Ég tel mig geta talað án gífuryrða og persónulegs skítkasts. Við eigum að geta haft skoðanir án þess að fara yfir mörkin.
Sigurður: Engin dæmi? Ég hef talað gegn þessum orðaforða, það að fólk skuli ekki geta gagnrýnt aðra og talað um verk annarra án þess að fara á svo lágt plan að fara að dramatísera skoðanirnar með frekar kuldalegum hætti. Ég skil ekki ástæður þessara skrifa. Eitt er að vera ósammála, annað er að ata fólk auri án skiljanlegra ástæðna. Hvaða tilefni er fyrir þessum stíl?
Mér finnst Össur maður að minni eftir þessi skrif og finnst hann hafa sett niður. Ég geri þær kröfur til ráðherra að þeir séu málefnalegir í orði og verkum.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2008 kl. 13:11
Takk kærlega fyrir kommentið Þórgunnur. Tek undir hvert orð.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2008 kl. 13:12
Stefán.
Frábært að þú hafir varið Össur og hælt honum, gott mál. Þó set ég fyrirvara um umæli þín að ansi margir innan hans flokks hafi brugðist honum? Hvernig þá, með því kjósa annan formann? Hvernig er það að bregðast Össuri....hann hefur og mun alltaf njóta óblandinnar virðingar innan flokksins vegna framgöngu sinnar og er honum stillt upp sem einum af forystumönnum samfylkingarinnar.
Ég sé ekki að það sé mikil biturð innan samfylkingarinnar vegna þess að Össur sé ekki lengur formaður, langt því frá.
Áttaðu þig á því að Össur atar Gísla hvergi auri, né níðir hann niður. Heldur segir að það sé ekki margt sem liggi eftir hann innan borgarkerfisins nema einna helst dauðir mávar....ekkert ósatt í því, einnig segir hann að Gísli hafi verið forsvarsmaður í aðförinni gegn gamla góða Villa.....það eru fleiri á þeirri skoðun.....Síðan segir hann að í kjölfar þess að þá eigi Gísli ekki ( að sínu mati nota bene ) mikla framtíð fyrir sér í borgarpólitíkinni....eina er að hann notar myndlíkingar til þess að koma því til skila....en að hann níði Gisla eða ati hann auri er fjarri sanni.
Matthias Freyr Matthiasson, 22.2.2008 kl. 15:25
Auðvitað var farið illa með Össur. Hann byggði þennan flokk upp, tók innra starfið í gegn og vann grunnvinnuna undir flokkinn þegar að enginn trúði í raun á hann. Vann þar mjög merkilegt verk og kom honum í raun á legg. Í staðinn var hann felldur sem formaður og fékk mjög vonda kosningu, var eiginlega sparkað í hann. Veit ekki hvað er hægt að kalla formannskosninguna annað.
Mér fannst þessi skrif óviðeigandi og hef tjáð þá skoðun. Við erum greinilega ósammála og ekkert meira við því að segja. Þessi skrif voru Össuri til skammar og hann á að hafa vit á að gera betur.
Stefán Friðrik Stefánsson, 22.2.2008 kl. 15:32
Það má ekki búast við meiru af fyllibittu seint að nóttu.
Hjörvar (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 23:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.