Lýst eftir ungu fólki

Eins og ég hef áður bent á hér finnst mér það eiginlega orðið sláandi hversu algengt er orðið um að auglýst sé eftir ungu fólki, flestu á aldrinum 13-17 ára. Nú er lýst eftir stelpu sem fór frá Dalvík og virðist vera á suðurleið. Nokkrar umræður urðu um hvarf ungmenna á vefnum fyrr í vikunni, en ég skrifaði um það eftir að stelpa, jafngömul þeirri sem lýst er eftir nú, hafði ekki skilað sér heim en hún kom svo í leitirnar eftir nokkra daga.

Um er að ræða ólögráða ungmenni og eðlilegt er að spurningar vakni. Svörin við aðstæðum þeirra sem hverfa með þessum hætti eru mörg og ólík, en stundum þó með svipaða forsögu. Oft er um að ræða ungmenni sem eru í neyslu af einhverju tagi eða sinnast á við foreldra sína. Á okkar tímum er mikill vandi víða og þar geta ungmennin farið út af sporinu og eiga erfitt með að rata á beinu brautina aftur.

Fékk ég mörg ágætis komment á umræðuna fyrr í vikunni. Var áhugavert að heyra skoðanir annarra. Er vissulega rétt að lýsa eftir þeim unglingum sem ekki skila sér heim, í þeim efnum er biðin ekki góð. Sé eitthvað óvenjulegt eða þau koma ekki heim á eðlilegum tíma ber að lýsa eftir þeim. En þetta er orðið mjög algengt, allt að því sláandi og eðlilegt að spurningar vakni.

mbl.is Lýst eftir 14 ára gamalli stúlku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Róslín A. Valdemarsdóttir

Sjálf er ég nú unglingur, að verða 15 ára.
Skal leyfa þér að heyra mitt álit á þessu máli. Það sem ég hef að segja er að oftast er þetta bara eitthvað út í foreldrana, síðan fara krakkar í eitthvert ruglið og byrjar eitthvað svona. Hjá stelpum getur það verið útaf ýmsum strákavandamálum, fá ekki að vera með stráknum eða eitthvað svoleiðis, svo getur netið t.d. farið á mis við foreldri og barn. Finnst ótrúlegt reyndar hvað er búin að auglýsa eftir mikið af ungmennum, frekar leiðinlegt..

Eina sem ég get sagt er að vonandi hafa krakkarnir vit fyrir því að skila sér aftur heim, alltaf er best að vera í faðmi fjölskyldunar, eða næstum alltaf

Eigðu gott kvöld!

Róslín A. Valdemarsdóttir, 21.2.2008 kl. 20:34

2 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

veistu stefán ég færi á límingunum ef að barnið mitt skilaði sér ekki heim og meina það........ Les svona með hryllingi,,,,,, og ég á  það alveg við um eldri börnin mín líka , því að mér finst oft á tíðum landinn hérna orðin kolbilaður, hætturnar svo margar osfrv..... Maður vill vita af sínum börnum og skil vel foreldra sem að láta lýsa fljótt eftir þeim , því allflestir unglingar eru komnir með síma og ef að þau ansa ekki, getur maður ýmindað sér hið versta ..... Mín skoðun

Erna Friðriksdóttir, 21.2.2008 kl. 23:52

3 identicon

mer finst þetta nú meira ruglið í ykukr þið vitið ekkert um aðstæðurnar hja fólkinu einsog bara til dæmis þa er þessi stelpa úr dalvík nadía þá býr hun ekki hja foreldrum sínum og það er ekkert sem henni langar meira heldur enn að vera hja mömmu sinni :S

ónemd (IP-tala skráð) 22.2.2008 kl. 11:10

4 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Róslín: Þakka þér fyrir þínar pælingar um þetta. Gott að lesa það sem þér finnst.

Erna: Já, þetta er leiðindamál og ömurlegt í alla staði. Það er skelfilegt fyrir foreldra að upplifa það að vita ekki hvar ólögráða börn þeirra eru.

Ónefnd: Þakka þér fyrir þín skrif. Það er eðlilegt þegar að auglýst er eftir ólögráða ungmennum æ ofan í æ að það sé velt því fyrir sér. Þetta er orðið of algengt til að þetta sé eitthvað eitt mál bara. Þetta er orðinn mikill vandi. Þekki ekki aðstæður þessarar stelpu en fagna því bara að hún sé fundin. Það er allavega gott að þú hefur þá sagt okkur eitthvað um hana og hennar aðstæður.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2008 kl. 00:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband