Þorsteinn Már tekur til hjá Glitni

Þorsteinn Már Baldvinsson Það er ánægjulegt að sjá hversu öflugur Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, kemur til leiks sem stjórnarformaður Glitnis. Þar á greinilega að taka til og læra af öllu bruðlinu sem hefur einkennt íslenska bankageirann síðustu árin. Það eru góð skilaboð að Mái ætli að fara af braut digurra starfslokasamninga og óráðsíu.

Ég held að bruðlið vegna samningsins við Lárus Welding hafi skaðað orðspor Glitnis að undanförnu. Það er bara þannig að fólki, hvort sem það er í viðskiptum við Glitni eður ei, blöskrar það að borga þurfi Lárusi 300 milljónir sem grunngreiðslu fyrir það eitt að hefja störf. Þetta er díll sem fólk skilur ekki og virkar mjög undarlega séð frá þeirri stöðu sem blasir við á þessum tímapunkti þar sem viðskiptaheimurinn nötrar og allt virðist á hverfanda hveli. Það þarf greinilega að fara út í það að taka til við þær aðstæður.

Það var góð byrjun hjá Máa að lækka laun stjórnarmanna í Glitni og næstu skilaboð hans sem stjórnarformanns sýna vel að það á að stokka hlutina upp. Líst vel á hans boðskap í þessu, enda þarf að taka til. Það sjá það allir sem líta á stöðu mála.

mbl.is Ekki fleiri starfslokasamninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Get ekki verið meir sammála þér Stebbi. Þær stundir sem við föllumst í faðma eru að verða skuggalega margar!

Gísli Baldvinsson (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 14:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband