Ólöf Nordal gefur kost á sér

Ólöf Nordal

Ólöf Nordal, framkvæmdastjóri á Egilsstöðum og formaður sjálfstæðiskvenfélagsins á Fljótsdalshéraði, hefur ákveðið að gefa kost á sér í annað sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Það er mjög merkilegt að Ólöf gefi kost á sér, að mínu mati. Hún er fyrsti formaður kvenfélags flokksins fyrir austan og hefur verið mjög öflug í starfinu þar eftir að hún fluttist austur fyrir nokkrum árum.

Ólöf er eiginkona Tómasar Más Sigurðarsonar, forstjóra Fjarðaáls (Alcoa) og dóttir Jóhannesar Nordal, fyrrum seðlabankastjóra.  Það verður fróðlegt að sjá hvernig staða hennar verður í væntanlegu prófkjöri, en það mun væntanlega verða fyrir lok næsta mánaðar og verða samþykkt á kjördæmisþingi um helgina.

mbl.is Ólöf Nordal stefnir á 2. sætið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Sæmundsdóttir

Mér finnst listi sjálfstæðismanna nokkuð spennandi hér fyrir norðan og frábært að sjá að konum er að fjölga þar. ´Eg hefði viljað sjá að framsókn léti kjósa á lista ekki raða, tel að þeir þori því ekki, hræddir, því að Valgerður kæmist ekki í fyrstu sætin þá. En ef að ég mætti kjósa frambjóðendur og sleppt flokkunum þá væri Kristján Möller þar framalega nema kanski út af einu máli

Sigrún Sæmundsdóttir, 12.10.2006 kl. 19:35

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Sæl

Já, það stefnir í hressilega tíma. Það verður spennandi prófkjör og gott að nýtt fólk hefur áhuga og skellir sér í slaginn. Líst vel á framboð Ólafar, ég held að þar sé um ræða mjög góðan kvenkost á framboðslistann að austan.

Stefán Friðrik Stefánsson, 12.10.2006 kl. 20:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband