Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson riðar til falls

Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Það er greinilegt að hverfafélögin í Reykjavík eru byrjuð að snúa baki við Vilhjálmi Þ. Vilhjálmssyni sem leiðtoga Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík og er það endanleg staðfesting þess að hann riðar til falls. Nú eru Landssamband sjálfstæðiskvenna og Hvöt að undirbúa ályktanir til stuðnings Hönnu Birnu Kristjánsdóttur sem næsta leiðtoga í borgarmálunum.

Ekkert við þetta þarf að koma að óvörum. Grasrótin í flokknum er búin að fá nóg af þeirri atburðarás sem hefur staðið yfir í forystusveit flokksins í borginni og kallar eftir því að tekið verði á þessum vanda sem fyrst. Það er ekki lengur neinn valkostur að horfa þegjandi á þessa atburðarás. Það er nú mikilvægt að fólk tjái sig og fari yfir skoðanir sínar opinskátt.

Það er vandséð hvernig Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson geti horft framhjá þessari stöðu sem upp er komin og þeirri atburðarás sem komin er upp eftir að barst út að hann ætlaði að halda áfram eins og ekkert hefði í skorið.

mbl.is Hverfafélag vill ekki Vilhjálm sem borgarstjóra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Eiga hverfafélög og kvennafélög að breyta niðurstöðu prófkjörs?

Er skrýtið að æ fleiri snúa baki við gerræðinu?

Atburðarrásin var hönnuð (fyrir Hönnu).

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 18:57

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Og nú segjast samstarfsmenn hans taka ákvörðun fyrir hann ef hann birti hana ekki á morgun.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 19:01

3 identicon

Falli  Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sem oddviti fellur þá  meirihlutinn í Reykjavík  með honum?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 19:53

4 Smámynd: Heimir Lárusson Fjeldsted

Bernskan segir þeim að sextugur maður sé búinn.

Heimir Lárusson Fjeldsted, 23.2.2008 kl. 20:12

5 Smámynd: Kolbrún Stefánsdóttir

Sammála Heimi. Það er meira á bak við þetta allt saman en atferli einstaklingana. Mikil undiralda virðist vera í fylkingunum í Sjálfstæðisflokknum. Líka spurning hversu margir voru á þessum hverfis-og kvenfélagsfundi :) Afar skrýtin staða. Hver ætli hafi borgað fyrir þessa skoðanakönnun sem kom sér svona vel fyrir Hönnu? kveðja Kolla

Kolbrún Stefánsdóttir, 23.2.2008 kl. 21:30

6 identicon

Falli Vilhjálmur sem oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík, fellur þá meirihlutinn með honum?

Baldvin Nielsen, Reykjanesbæ

Baldvin Nielsen (IP-tala skráð) 23.2.2008 kl. 21:38

7 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

Stefán , þú kemur virkilega á óvart sem talsmaður lýðræðis

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 23.2.2008 kl. 22:37

8 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Hverfafélag hvaða???? maður vildi fá að vita það,Ekki eru þau i Breiðholti svo mikið er vist,þetta er orðið að móðursíki þetta allt/Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.2.2008 kl. 23:47

9 Smámynd: Sigurður Þórðarson

Ég hefði haldið að Villi ætti einmitt mikinn stuðning í hverfafélögum.

Sigurður Þórðarson, 24.2.2008 kl. 01:18

10 Smámynd: Óðinn Þórisson

þetta klárast í dag eða síðasta lagi á morgun - vþv verður að setja sína hagsmuni til hliðar og taki ákvörðun með hagsmuni flokksins að leyðarljósi.

Óðinn Þórisson, 24.2.2008 kl. 11:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband