Frikki og Regína til Serbíu - glæsilegur sigur

Regína Ósk og Friðrik Ómar Vil óska Frikka og Regínu innilega til hamingju með glæsilegan sigur í söngvakeppninni í kvöld. Þau komu, sáu og sigruðu með This is My Life - var einfaldlega langbesta lagið og atriðið í kvöld. Það bætti lagið mikið að yfirfæra það á ensku með aðstoð Páls Óskars og breyta aðeins taktinum í því. Allavega, stórglæsilegt í alla staði. Og auðvitað kaus ég þetta lag.

Er mjög ánægður með að alvöru lag með góðum söngvurum fer fyrir okkar hönd út að þessu sinni, rétt eins og í fyrra þegar að Eiríkur Hauksson fór út með pottþétt rokklag, sem því miður komst ekki í úrslitakeppnina. Fannst Ho Ho Ho, We Say Hey Hey Hey ágætt lag en mér fannst það síga mjög við að taka bakraddirnar út og það varð mun flatara. Þó að það hafi verið ágætt lag og þau sem sungu það staðið sig vel átti það ekki roð í This is My Life.

Það er löngu kominn tími til að Regína og Frikki fari út og keppi í Eurovision. Það var reyndar einn mesti skandall íslenskrar Eurovision-sögu þegar að Regína tapaði keppninni hérna heima fyrir tveim árum og fór ekki út með lagið Þér við hlið. Það er eitt besta lagið í Eurovision-sögunni okkar. Er sannfærður um að það lag hefði náð góðum árangri, mun betri en Silvía Nótt náði. Frikki hefur viljað fara út í mörg herrans ár - varð í þriðja sæti fyrir tveim árum og í öðru sætinu í fyrra, tapaði naumlega fyrir Eika Hauks. Það er ánægjulegt að sjá hann fara út núna.

Friðrik Ómar og ég þekkjumst frá því í denn á Dalvík, erum æskuvinir. Eru orðin eitthvað um tuttugu ár síðan að við kynntumst. Hann hefur sífellt verið að bæta sig í tónlistinni og stendur sig mjög vel. Fólkið útfrá og við öll hér reyndar getum verið stolt af framgöngu hans. Ekki hefði mér órað fyrir fyrst þegar að ég kynntist Frikka að hann ætti eftir að enda í Eurovision sem fulltrúi okkar, en þó vissi ég að hann ætlaði sér langt og tónlistin hefur verið hans líf í mörg ár.

En já; enn og aftur innilegar hamingjuóskir til Frikka og Regínu. Þið eigið þetta skilið! Gangi ykkur últravel í Serbíu í vor! :)

mbl.is Eurobandið fer til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þórðarson

"Það glymur hátt í tómri tunnu"  Við hvern var átt?

Sigurður Þórðarson, 23.2.2008 kl. 23:18

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Tek undir þetta.

Ásdís Sigurðardóttir, 23.2.2008 kl. 23:19

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

hehe ætli þetta hafi ekki verið smádjókur um tunnur HóHóHó-manna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 23.2.2008 kl. 23:21

4 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Þarna erum við mikið sammála Friðrik besta lagið og söngurinn vann!!!!Halli gamli

Haraldur Haraldsson, 23.2.2008 kl. 23:55

5 Smámynd: Tiger

  Yesssss.. ég er svo sammála þér. Loksins, loksins getur maður verið sáttur og ánægður með þá sem keppa fyrir okkar hönd í Eurovision.

Ég var þónokkuð smeikur við að tómu tunnurnar myndu ná í gegn út á atkvæði ungu sms kynslóðarinnar - líkt og Silvía Nótt - en nei - loksins sáu Íslendingar hvaða fólk myndi verða okkur til mikilla sóma og við megum stolt fylgjast með þegar keppnin fer fram í Maí. Æði.

Tiger, 24.2.2008 kl. 00:13

6 Smámynd: Erna Friðriksdóttir

Mér fanst mörg lög nokkuð góð í kvöld nema alls ekki guli hanskinn sem lenti í 3 sæti ... og  er þetta besti flutningurinn sem ég hef heyrt hjá Friðriki Ómari og Regínu af þessu lagi, en fanst hálf aulalegur brandarinn hjá honum þetta með tómu tunnuna , hefur greynilega verið smeykur um að Hó hó hó liðið mundi vinna, enda man ég hve draugfúll hann var í sjónvarpinu í fyrra er Eiki Hauks vann....... En vona bara að þeim gangi vel úti , er hætt að nenn að kjósa í svona nema það sé mér mikið kappsmál eins og það var fyrir mér með Eika Hauks í fyrra  he hehe, fúlt að hann skyldi ekki ná lengar með það lag, eins og mörg önnur góð lög sem hafa tekið þátt í þessari keppni.

Erna Friðriksdóttir, 24.2.2008 kl. 00:23

7 identicon

Það var textadraslið (enska) við lagið sem Eiríkur söng, þvílík þvæla, actor on an empty stage?? Hann er snillingur og bráðum byrja þættirnir skemmtilegu... :) Óska sigurvegurum til hamingju en ég var svekkt þegar wiggle wiggle song datt út, hélt að það mundi meika það.

Sigrún Magnúsdóttir (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 01:02

8 identicon

Ég hefði sko viljað sjá Dr. Spock í fyrsta sæti, hætta að senda einhverja sætsultu eins og allir hinir.  Þeir voru lang flottastir og frumlegastir, um að gera að vera öðruvísi en allir hinir.  Ég efast allavega stórlega um að ég nenni að horfa á keppnina í Serbíu ef þetta er allt eitthvað svona standard eurovision moð.

Bjarki Hilmarsson (IP-tala skráð) 24.2.2008 kl. 01:10

9 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentin.

Dr. Spock voru rosalega flottir. Frábært lag og mikilvægt að það væri einmitt eitt svona lag í keppninni. Þetta lag gleymist ekki. Hefði frekar viljað sjá það í öðru sætinu. Fannst Ho Ho Ho ekkert spes í kvöld, var mjög flatt. Þessi söngkona var ekki að gera sig fannst mér hjá þeim. Fór mikið við það að taka bakraddirnar.

Jamm, Eiki var flottur í fyrra og lagið frábært, en textinn var algjörlega glataður. Hann átti að nota enska textann hans Kristjáns Hreinssonar eða hreinlega bara syngja þetta á íslensku. Lagið var mun betra á íslensku en með þessum absúrd texta sem enginn skildi eða vildi skilja.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 24.2.2008 kl. 01:23

10 Smámynd: Fannar frá Rifi

Já sigurlagið var sko alveg týpískt euróvisíón lag með alveg týpískum euróvisíón stjörnum.

Ég spá að lagið verði langt frá því að komast áfram. afhverju spái ég því? ég held að sigur þeirra í gær hafi endurspeglast í einhverju útvarpsþætti sem ég hlustaði á í gærdag. Þar hringdi einhver inn og sagði eitthvað á þá leið, að þau væru búinn að taka svo oft þátt að þau ættu skilið núna að vinna. Þetta viðhorf og svona "simpathy vote" mun ekki gera sig þarna úti. ég hef ekki haft neina trú á möguleikum íslands síðan Birgitta fór út í staðinn fyrir Botnleðju. að senda út einhverja vinsældar persónu hér heima, það er að segja að við kjósum einhverja sem okkur fynnst eiga það skilið er sama og tap. Þegar hvað 0-40 lög? eru spiluð á einu kvöldi þá þýðir ekkert að koma með óeftirverðartegt lag sem enginn man eftir eða spáir í. 

Ég kaus sjálfur dr. spock enda mjög gatt lag á ferð og er sammála þér Stefán um textan. reyndar ætti hann að vera alfarið á íslensku í þessu lagi.

Mercedes clup höfðu mikla sérstöðu í þessari keppni. ólíkt flestum öðrum sem hafa hálfbera kvenn dansara til að fanga athygli voru þarna  hálfberir karlar. mikið jafnréttismál

en ég stend við fyrri orð. við komust ekki áfram og munum lenda neðarlega. Angel/Birta árangur er ekki ólíklegur.

Fannar frá Rifi, 24.2.2008 kl. 20:25

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband