Afsökunarbeiðni Þorbergs - ölvaður í þættinum?

Þorbergur Aðalsteinsson Þorbergur Aðalsteinsson gerir hið rétta að biðja Aron Kristjánsson, Geir Sveinsson og Dag Sigurðarson afsökunar á ummælunum á Sýn í vikunni. Orðrómur hefur verið um að Þorbergur hafi verið ölvaður í þættinum. Það er algjörlega til skammar fyrir hann að tjá sig opinskátt um þessi þjálfaramál hafi hann verið undir áhrifum áfengis, sem ég hef traustar heimildir fyrir að hafi verið.

Niðurlæging HSÍ er eiginlega algjör í þessu máli. Það að Þorbergur tali með þessum hætti er vondur blettur fyrir handknattleikssambandið og forystu þess. Ummæli Guðmundar Ingvarssonar, formanns HSÍ, um að Þorbergur stæði einn að þessum ummælum bættu stöðuna en hann veikti HSÍ í næstu setningu með því að segja að Þorbergur hafi talað þar sem fyrrum landsliðsþjálfari en ekki stjórnarmaður í HSÍ. Þetta er sami maðurinn og alveg óþarfi að fara í feluleik með það.

Það virðist flest ganga illa fyrir HSÍ þessa dagana. Landsliðið er þjálfaralaust, fjöldi þjálfara hafnað boði um að taka liðið að sér og í staðinn ræðst forystumaður í handboltahreyfingunni og fyrrum þjálfari að þjálfaraefnunum án þess að hafa nokkra stjórn á sér. Niðurlæging HSÍ er mikil þessa febrúardaga.

mbl.is Þorbergur biðst afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: corvus corax

Þetta er dæmigert upphlaup alkans, skandalisera í fylleríi og þurfa svo að éta allt ofan í sig í þynnkumóranum. Afsökunarbeiðni Þorbergs er ekkert stórmannleg eins og sumir vilja meina heldur dæmigerð nauðsyn alkans sjálfs sín vegna þegar sjúkdómurinn fyllerísþörf er komin á hátt stig, að þrífa upp skítinn eftir sjálfan sig. Og svo er fólk að bera blak af Þorbergi. Hann ætti að drífa sig í meðferð þegar hann er búinn að drulla á sig frammi fyrir alþjóð. Að sjálfsögðu á hann einnig að segja af sér sem stjórnarmaður í HSÍ annað er að gefa liðinu fingurinn.

corvus corax, 24.2.2008 kl. 06:02

2 Smámynd: Gísli Sigurðsson

Ég er mest hissa á þáttastjórnendum á Sýn að taka það í mál að taka mann í viðtal vitandi það að hann var undir áhrifum áfengis hafi svo verið sem mörg rök hníga reyndar til. Sjálfur sá ég ekki þáttinn þannig að ekki get ég dæmt um það, en það fer nú ekkert milli mála hvort menn eru fullir eða ekki.

Gísli Sigurðsson, 24.2.2008 kl. 13:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband