Hanna Birna sækist eftir því að verða borgarstjóri

Hanna Birna KristjánsdóttirÞað er ekki hægt að sjá annað en að Hanna Birna Kristjánsdóttir, forseti borgarstjórnar, stefni að því að verða borgarstjóri í mars á næsta ári, ef marka má ummæli hennar í dag. Enda varla óeðlilegt eftir að hún fékk trausta og góða stuðningsyfirlýsingu frá borgarbúum og flokksmönnum í könnun Gallups fyrir nokkrum dögum. Það væri mjög undarlegt ef hún myndi ekki stefna að því í ljósi þess og að Vilhjálmur Þ. virðist rúinn trausti samkvæmt sömu könnun.

Mér finnst reyndar þetta samkomulag vera hvorki fugl né fiskur. Þetta er engin allsherjar niðurstaða á vandamálum Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Það eru engin teikn á lofti um það að staða Vilhjálms muni styrkjast á næstunni. Umboðsmaður Alþingis vill ítarlegri svör frá honum og umfjöllun í gær um lóðamál í borgarstjóratíð Vilhjálms voru ekki beint til að styrkja stöðu hans. Það er þó ljóst að með þessu er fyrst og fremst verið að gefa Vilhjálmi tíma til að fara frá síðar og jafnvel undir öðrum aðstæðum en við blasa. En það er ekkert sem bendir til að staðan muni batna.

Staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík ræðst ekki með þessari yfirlýsingu, þó að hún skýri þær línur að ekki er gefið að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði borgarstjóri. Tel ég mjög litlar líkur á því að hann muni taka við. Þar er opið á að fram komi önnur borgarstjóraefni, jafnvel verði sótt leiðtogaefni út fyrir borgarstjórnarflokkinn. Mér finnst það mjög vond lausn í málinu. Það er ekki farsælt ef það á að verða niðurstaðan að gera aðila utan hópsins að borgarstjóra.

Mér finnst þessi svokallaða lausn ekki vera nein í sjálfu sér, þetta er aðeins frestur sem vissir aðilar eru að kaupa sér og virkar hálf vandræðalegur. Sumir tala um að enginn einn maður eigi að vera merkilegri en Sjálfstæðisflokkurinn. Þessi langavitleysa í Reykjavík er að sýna okkur allt annað. Þetta er bara persónuplott því miður.


mbl.is Styður yfirlýsingu Vilhjálms
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband