Tilda Swinton hlýtur aukaleikkonuóskarinn

Tilda Swinton í Michael Clayton Mörgum að óvörum hlaut breska leikkonan Tilda Swinton óskarinn fyrir leik í aukahlutverki fyrir túlkun sína á lögfræðingnum Karen Crowder í lagadramanu Michael Clayton. Flestir höfðu veðjað á Amy Ryan eða Cate Blanchett. En Swinton á verðlaunin svo sannarlega skilið og setti sterkan svip á myndina.

Man eiginlega fyrst eftir Tildu Swinton í The Beach og Vanilla Sky en hún varð fyrst virkilega heimsfræg sem leikkona fyrir glæsilega túlkun sína á Valerie Thomas í Adaptation - þeirri frábæru kvikmynd sem verður alltaf betri og betri eftir því sem maður sér hana oftar.

En já, þarna tókst akademíunni samt að gera mig hissa. Hafði búið mig undir að Amy Ryan tæki þetta, enda fannst mér hún svo flott í Gone Baby Gone, eða þá að Blanchett myndi vinna, en það er mjög stutt síðan hún vann og ekkert sem kallaði á að hún fengi annan óskar.

En já, segiði svo að óskarinn sé ekki spennandi.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband