Hinna látnu minnst í Hollywood

Heath LedgerÞað er alltaf eitt af stóru augnablikunum við afhendingu óskarsverðlaunanna þegar að sýnd er klippa til minningar um þá sem hafa látist frá síðustu óskarsverðlaunahátíð. Hilary Swank kynnti klippuna áðan og þar voru svipmyndir af þekktum leikurum og leikstjórum sem hafa kvatt þennan heim, sumir langt um aldur fram en aðrir háaldraðir.

Meðal þeirra leikstjóra sem hafa látist síðasta árið eru Michelangelo Antoniani og Ingmar Bergman, sem voru með þeim bestu á síðustu áratugum og mörkuðu stór skref í kvikmyndasögunni. Kvikmyndatökumaðurinn Freddie Francis lést líka, en hann var í mörgum af bestu myndum síðustu áratuga. Frægir leikarar á borð við Deborah Kerr, Lois Maxwell (sem lék Moneypenny), Jane Wyman (sem var fyrri eiginkona Ronalds Reagans, forseta Bandaríkjanna) og Miyoshi Umeki. Auk þess Jack Valenti og Michael Kidd svo nokkrir séu nefndir.

Í lok klippunnar var minnst Heath Ledger, sem lést langt fyrir aldur fram í síðasta mánuði og var harmdauði fyrir alla þá sem tengjast kvikmyndum með einum eða öðrum hætti, enda var hann að ná hátindi á ferli sínum er hann kvaddi þennan heim.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

það sem mér fannst skrýtnast við þetta 'montage' var að í þetta sinn voru því sett tímamörk, þ.e.a.s. þeir tóku fram að þetta var fólk sem hafði farið á ákveðnu tímabili, fram til lok janúar í ár. Þar með voru leikarar einsog Roy Scheider *ekki* með á listanum, þar sem þeir höfðu fallið frá bara núna nýlega.

Finnst þetta alger synd og hreinasta skömm, það hefði ekki verið neitt mál að hafa hann eða aðra með sem gerðust svo "óheppnir" að andast seinustu þrjár vikur.

Uss uss. 

Bimma (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 00:03

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Alveg sammála Bimma. Fannst reyndar mjög dapurlegt að akademían hafði ekki leikarann Brad Renfro með í minningarmyndbandinu. Hann lést fyrir nokkrum vikum, langt fyrir aldur fram. Mér finnst akademían hafa sett örlítið niður að virða ekki minningu þessa ungstirnis, sem lék t.d. í myndum sem voru tilnefndar til óskarsverðlauna, en myndin The Client, sem gerði Brad að stórstjörnu, fékk fjölda óskarstilnefninga fyrir þrettán árum.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 00:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband