27.2.2008 | 01:36
Eru nafnleysingjarnir hræddastir við bloggdóminn?
Bloggdómurinn er sögulegur og markar tímamót í bloggheimum. Eðlilega, enda er þar loksins ljóst að bloggið er fjölmiðill og þeir sem þar skrifa bera fulla ábyrgð á því sem þeir segja. Það er mjög gott að þeir sem ganga lengst í skítkasti og vega að fólki með skrifum sínum viti að þeir verða að bera ábyrgð á því sem þeir segja. Það er væntanlega svo að nafnleysingjarnir sem blogga og ráðast að fólki með ómerkilegum hætti eru einna hræddastir við þennan dóm og þau tímamót sem hann boðar. Það er eðlilegt í sjálfu sér.
Það er fjarstæða að þessi dómur sé atlaga að málfrelsinu. Öllu frelsi verður að fylgja ábyrgð. Við eigum alveg að geta tjáð skoðanir okkar og tjáð það sem við viljum um málefnin sem hæst bera án þess að ráðast persónulega að fólki og vega að einhverjum ómerkilega og vera rætin í skrifum. Það er eðlilegt að þeir sem verði fyrir þannig árásum sæki sinn rétt og það gerði Ómar R. Valdimarsson. Eðlilegt bara. Hann vildi fá ummæli dæmd dauð og ómerk, fannst vegið að sér. Dómarinn tekur undir kröfu hans.
Það er virkilega gaman að blogga. Sem betur fer er okkur bloggurum alltaf að fjölga. En það verður að vera öllum ljóst að öllu frelsi fylgir ábyrgð - með því að skrifa erum við að byggja upp eigin fjölmiðil og við verðum að vera meðvituð um að skrifin geta orðið umdeild. Þessi sögulegi dómur mun vonandi færa okkur uppbyggilegri og heiðarlegri skrif og umfjöllun á netinu. Það er eðlilegt að ljóst sé að þeir sem blogga bera fulla ábyrgð á skrifum sínum, það er ekkert prívat við það.
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Síðuritari
Ég er í fáum orðum sagt: bjartsýnn, jákvæður, áhugamaður um pólitík, sjálfstæður, kaldhæðinn, skapheitur, kvikmyndafrík, bókaormur, Akureyringur, tónlistarspekúlant og Brekkusnigill. Netfang (MSN): stebbifr@simnet.is
Nýjustu færslur
- Gert upp við úrslit kosninga á Akureyri
- Afgerandi umboð Boris - pólitískar áskoranir nýs leiðtoga
- Boris Johnson og Jeremy Hunt berjast um Downingstræti 10
- Boris með fullnaðartök í leiðtogakjöri Íhaldsflokksins
- Boris hálfnaður í mark - ráðherraslagur um sæti í einvíginu
- Aukin spenna í einvíginu um Downingstræti 10
- Boris Johnson á sigurbraut
- Sögulegur sigur hjá Trump - áfall fyrir demókrata
- Boris í lykilráðuneyti - klókindi hjá Theresu May
- Kvennabylgja fylgir Theresu May í Downingstræti 10
Nóv. 2024 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
Bloggvinir
- Adda bloggar
- Adda Laufey
- Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir
- Aðalheiður Ámundadóttir
- Agnar Freyr Helgason
- Agný
- Alfreð Símonarson
- Alma Guðmundsdóttir og Freyja Haraldsdóttir
- Anna
- Anna Benkovic Mikaelsdóttir
- Anna Kristinsdóttir
- Anna Steinunn Þengilsdóttir
- Anton Þór Harðarson
- Arnljótur Bjarki Bergsson
- Atli Fannar Bjarkason
- Atli Fannar Ólafsson
- Auðbergur Daníel Gíslason
- Auðun Gíslason
- Auður Björk Guðmundsdóttir
- Axel Jóhann Axelsson
- Ágúst Bogason
- Ágúst Dalkvist
- Ágúst Ólafur Ágústsson
- Ármann Kr. Ólafsson
- Árni Árnason
- Árni Helgason
- Árni Matthíasson
- Árni Torfason
- Árni Þór Sigurðsson
- Ásdís Rán
- Ásgeir Guðmundsson
- Ásgerður Jóna Flosadóttir
- Ásta Möller
- Baldur Hermannsson
- Baldur Kristjánsson
- Baldur Smári Einarsson
- Baldvin Jónsson
- Barði Bárðarson
- Bárður Ingi Helgason
- Bergur Thorberg
- Bergur Þorri Benjamínsson
- Bessí Jóhannsdóttir
- Birgir Ármannsson
- Birgir Leifur Hafþórsson
- Birgir R.
- Birgir Örn Birgisson
- Birgir Örn Birgisson
- Birgitta Jónsdóttir
- Birna Steingrímsdóttir
- Bjarni Benedikt Gunnarsson
- Bjarni Harðarson
- Bjarni Kjartansson
- Bjarni Kristjánsson
- Bjartmar Oddur Þ Alexandersson
- Björgvin Þóroddsson
- Björk Vilhelmsdóttir
- Björn Emilsson
- Björn Kr. Bragason
- Björn Magnús Stefánsson
- Bleika Eldingin
- Blog-andinn Eyvar
- Borgar Þór Einarsson
- Bókaútgáfan Hólar
- Braskarinn
- Breki Logason
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Bryndís Haraldsdóttir
- Bryndís Helgadóttir
- Bryndís Ísfold Hlöðversdóttir
- Brynjar Davíðsson
- Brynja skordal
- Bumba
- Bwahahaha...
- Böðvar Sturluson
- Carl Jóhann Granz
- Daði Einarsson
- Dagný
- Daníel Sigurður Eðvaldsson
- Davíð
- Davíð Jóhannsson
- Davíð Þór Kristjánsson
- Deiglan.com - Vefrit um þjóðmál
- DÓNAS
- Dóra litla
- Dunni
- Dögg Pálsdóttir
- Egill Bjarnason
- Egill Rúnar Sigurðsson
- Eiður Svanberg Guðnason
- Einar B Bragason
- Einar Bragi Bragason.
- Einar Helgi Aðalbjörnsson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Einar Sigurjón Oddsson
- Einar Örn Gíslason
- Einhver Ágúst
- Eiríkur Sjóberg
- Elfur Logadóttir
- Elinóra Inga Sigurðardóttir
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Elliði Vignisson
- Ellý Ármannsdóttir
- Elmar Geir Unnsteinsson
- Emma Agneta Björgvinsdóttir
- E.Ólafsson
- Erla Margrét Gunnarsdóttir
- Erla Ósk Arnardóttir Lilliendahl
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Erna Hákonardóttir Pomrenke
- ESB
- Ester Júlía
- Ester Sveinbjarnardóttir
- Eygló Sara
- Eygló Þóra Harðardóttir
- Eyjólfur Kristinn Vilhjálmsson
- Eyþór Árnason
- Eyþór Ingi Jónsson
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Fannar frá Rifi
- Fannar Gunnarsson
- Fararstjórinn
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Félag Ungra Frjálslyndra
- Fishandchips
- FreedomFries
- Freyr Árnason
- Friðrik Hansen Guðmundsson
- Friðrik Óttar Friðriksson
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Fræðingur
- Gaukur Úlfarsson
- Georg P Sveinbjörnsson
- Gerald Häsler
- Gestur Guðjónsson
- Gils N. Eggerz
- Gísli Aðalsteinsson
- Gísli Bergsveinn Ívarsson
- Gísli Birgir Ómarsson
- Gísli Blöndal
- Gísli Kristbjörn Björnsson
- Gísli Sigurðsson
- Gísli Steinar Jóhannesson
- Gísli Tryggvason
- Grazyna María Okuniewska
- Grímur Gíslason
- gudni.is
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- Guðfinna S. Bjarnadóttir
- Guðfinnur Sveinsson
- Guðjón Baldursson
- Guðjón Helmut Kerchner
- Guðmundur Auðunsson
- Guðmundur Ásgeirsson
- Guðmundur Gunnlaugsson
- Guðmundur H. Bragason
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðmundur Jóhannsson
- Guðmundur Jónas Kristjánsson
- Guðmundur Magnússon
- Guðmundur Pálsson
- Guðmundur Rafnkell Gíslason
- Guðmundur Ragnar Björnsson
- Guðmundur Steingrímsson
- Guðmundur St Ragnarsson
- Guðmundur Örn Jónsson
- Guðný Jóhannesdóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún María Óskarsdóttir.
- Guðrún Una Jónsdóttir
- Guðsteinn Haukur Barkarson
- Gunnar Axel Axelsson
- Gunnar Ásgeir Gunnarsson
- Gunnar Freyr Steinsson
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Gunnar R. Jónsson
- Gunnar Skúli Ármannsson
- Gunnsteinn Þórisson
- Gylfi Björgvinsson
- Gylfi Þór Þórisson
- Götusmiðjan
- HAKMO
- Halla Gunnarsdóttir
- Halldóra Hjaltadóttir
- Halldór Baldursson
- Halldór Borgþórsson
- Hallgrímur Óli Helgason
- Handtöskuserían
- Hannes Hólmsteinn Gissurarson
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Hannibal Garcia Lorca
- Haraldur Haraldsson
- Haraldur Huginn Guðmundsson
- Haraldur Pálsson
- Haukur Kristinsson
- Haukur Már Helgason
- Haukur Nikulásson
- Hákon Unnar Seljan Jóhannsson
- Heidi Strand
- Heiða
- Heiða Þórðar
- Heiðrún Lind
- Heimir Hannesson
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Heimskyr
- Heimssýn
- Helga Dóra
- Helga Lára Haarde
- Helga Nanna Guðmundsdóttir
- Helga skjol
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Helgi Már Barðason
- Helgi Seljan
- Helgi Vilberg
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hersir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Hilmar Dúi Björgvinsson
- Himmalingur
- Hjörleifur Guttormsson
- Hlini Melsteð Jóngeirsson
- Hlynur Hallsson
- Hlynur Kristjánsson
- Hlynur Sigurðsson
- Hlöðver Ingi Gunnarsson
- Hommalega Kvennagullið
- Hrafn Jökulsson
- Hrannar Baldursson
- Hrannar Björn Arnarsson
- Hreiðar Eiríksson
- Hugrún Jónsdóttir
- Hugsanir
- Hulda Haraldsdóttir
- Huld S. Ringsted
- Hægrimenn í Menntaskólanum á Akureyri
- Icelandic fire sale
- Inga Dagný Eydal
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingi Björn Sigurðsson
- Ingi Þór Ágústsson
- Ingólfur Ásgeir Jóhannesson
- Ingólfur Gíslason
- Ingólfur H Þorleifsson
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Ingvi Hrafn Jónsson
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Íslendingur
- Ívar Jón Arnarson
- Jakob Falur Kristinsson
- JEA
- Jens Guð
- Jens Sigurjónsson
- Jóhann Alfreð Kristinsson
- Jóhann Ágúst Hansen
- Jóhannes Þór Skúlason
- Jóhann Hauksson
- Jóhann Kristjánsson
- Jóhann Waage
- Jóhann Þorsteinsson
- Jón Agnar Ólason
- Jónas Björgvin Antonsson
- Jónas Jónasson
- Jónas Tryggvi Jóhannsson
- Jón Axel Ólafsson
- Jón Baldur Lorange
- Jón Gerald Sullenberger
- Jón Hjörleifur Stefánsson
- Jón Ingi Cæsarsson
- Jón Ingi Stefánsson
- Jónína Benediktsdóttir
- Jón Lárusson
- Jón Magnússon
- Jón Ragnar Björnsson
- Jón Sigurðsson
- Jón Sigurgeirsson
- Jón Svavarsson
- Jón Valur Jensson
- Jón Þór Ólafsson
- Jórunn Ósk Frímannsdóttir
- jósep sigurðsson
- Júlíus Garðar Júlíusson
- Júlíus Sigurþórsson
- Júlíus Valsson
- Kafteinninn
- Karl Gauti Hjaltason
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Kári Finnsson
- Kári Sölmundarson
- Kári Tryggvason
- Ketilás
- Killer Joe
- Kjartan Magnússon
- Kjartan Pálmarsson
- Kjartan Vídó
- Kolbrún Baldursdóttir
- Kolbrún Gígja Gunnarsdóttir
- Kolbrún Stefánsdóttir
- Kristinn Ágúst Friðfinnsson
- Kristinn Ingi Jónsson
- Kristin stjórnmálasamtök
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Kristín Hrefna
- Kristján Freyr Halldórsson
- Kristján Hreinsson
- Kristján L. Möller
- Kristján Pétursson
- Kristján P. Gudmundsson
- Kristlaug M Sigurðardóttir
- Krummi
- Lára Stefánsdóttir
- Leikhópurinn Lotta
- Lilja G. Bolladóttir
- Lilja Ingimundardóttir
- Listasumar á Akureyri
- Lísa Björk Ingólfsdóttir
- Logi Már Einarsson
- Maður dagsins
- Magnús Paul Korntop
- Magnús Þorlákur Lúðviksson
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Margrét Sverrisdóttir
- Marinó Már Marinósson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- María Guðjóns
- María Magnúsdóttir
- MARKAÐSSETNING Á NETINU
- Marta Guðjónsdóttir
- Matthias Freyr Matthiasson
- Mál 214
- Methúsalem Þórisson
- MIS
- Morgunblaðið
- Móðir, kona, sporðdreki:)
- Myndlistarfélagið
- Nanna Katrín Kristjánsdóttir
- Námsmaður bloggar
- Oddur Helgi Halldórsson
- Óðinn
- Óðinn Þórisson
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ólafur fannberg
- Ólafur N. Sigurðsson
- Ólafur Th Skúlason
- Ólafur Valgeirsson
- Ólafur Þór Gunnarsson
- Ólafur Örn Nielsen
- Óli Sveinbjörnss
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólöf Jóhanna Pálsdóttir
- Ólöf Kristín og Ólöf Rut
- Ólöf Nordal
- Ómar Pétursson
- Ómar Ragnarsson
- Ómar Örn Hauksson
- Óskar Sigurðsson
- Óskar Þ. G. Eiríksson
- Óskar Örn Guðbrandsson
- Óttar Felix Hauksson
- Óttarr Makuch
- Óþekki embættismaðurinn
- Panama.is - veftímarit
- Paul Nikolov
- Pálína Erna Ásgeirsdóttir
- Páll Heimisson
- Páll Ingi Kvaran
- Páll Kristbjörnsson
- Páll Rúnar Elíson
- Páll Sævar Guðjónsson
- Páll Vilhjálmsson
- Pálmi Freyr Óskarsson
- Pálmi Gunnarsson
- peyverjar
- Pétur Björgvin
- Pétur Sig
- Pétur Steinn Sigurðsson
- Pjetur Stefánsson
- Pollurinn
- Púkinn
- Rafn Gíslason
- Ragnar Arnalds
- Ragnar Bjarnason
- Ragnar Ólason
- Ragnar Páll Ólafsson
- Ragnar Þór Ingólfsson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Ragnheiður Ríkharðsdóttir
- Ragnhildur Sverrisdóttir
- Reynir Antonsson
- Reynir Jóhannesson
- Róbert Þórhallsson
- Ruth
- Rúnar Birgir Gíslason
- Rúnar Haukur Ingimarsson
- Rúnar Óli Bjarnason
- Rúnar Þórarinsson
- Rýnir
- Samtök Fullveldissinna
- Saumakonan
- Señorita
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Sigfús Sigurþórsson.
- Sigfús Þ. Sigmundsson
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gísladóttir
- Sigríður Hrönn Elíasdóttir
- Sigurbjörn Svavarsson
- Sigurður Á. Friðþjófsson
- Sigurður Ingi Jónsson
- Sigurður Jónsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Sigurðsson
- Sigurður Þórðarson
- Sigurgeir Orri Sigurgeirsson
- Sigurjón Benediktsson
- Sigurjón Sveinsson
- Sigurjón Þórðarson
- Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
- Sigvaldi Kaldalóns
- Sindri Kristjánsson
- Sjálfstæðissinnar
- Sjensinn Bensinn
- Skafti Elíasson
- Snorri Bergz
- Snorri Sigurðsson
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Stefanía
- Stefanía Sigurðardóttir
- Stefán Jón Hafstein
- Stefán Þór Helgason
- Stefán Þórsson
- Stefán Örn Viðarsson
- Steingrímur Helgason
- Steini Bjarna
- Steinn E. Sigurðarson
- Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir
- Stjórn Eyverja
- Sunna Dóra Möller
- Svala Jónsdóttir
- Svanur Kári Daníelsson
- Svanur Sigurbjörnsson
- Svavar Alfreð Jónsson
- Sveinn Arnarsson
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Sveinn Ingi Lýðsson
- Sveinn Tryggvason
- Sverrir Einarsson
- Sverrir Stormsker
- Sverrir Þorleifsson
- Sverrir Þór Garðarsson
- Sædís Ósk Harðardóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sævar Finnbogason
- Sæþór Helgi Jensson
- TARA
- Thelma Ásdísardóttir
- Theodór Bender
- ThoR-E
- Tiger
- Tíðarandinn.is
- TómasHa
- Tómas Ibsen Halldórsson
- Trúnó
- Tryggvi F. Elínarson
- Tryggvi Gíslason
- Tryggvi H.
- Unnur Brá Konráðsdóttir
- Úlfur
- Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta
- valdi
- Valdimar H Jóhannesson
- Valgeir Ómar Jónsson
- Valsarinn
- Varðhundar frelsisins
- Varmársamtökin
- Vefritid
- Vestfirðir
- viddi
- Viðar Freyr Guðmundsson
- Viktor Borgar Kjartansson
- Viktoría Rán Ólafsdóttir
- Vilborg G. Hansen
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Vilhjálmur Árnason
- Vilhjálmur Sveinn Björnsson
- Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson
- Vinir Ítalíu,VITA
- Vinir Ketils bónda, áhugamannafélag
- VÞV
- ÞJÓÐARHEIÐUR - SAMTÖK GEGN ICESAVE
- Þjóðleikhúsið
- Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir
- Þorleifur Ágústsson
- Þorleifur Leó Ananíasson
- Þorsteinn Erlingsson yngri
- Þorsteinn Gunnarsson
- Þorsteinn Helgi Steinarsson
- Þorsteinn Magnússon
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þóra Kristín Hauksdóttir
- Þórarinn Eldjárn
- Þórður Björn Sigurðsson
- Þórður Steinn Guðmunds
- Þórður Vilberg Guðmundsson
- Þórir Aðalsteinsson
- Þórólfur Ingvarsson
- Þórólfur S. Finnsson
- Þráinn Árni Baldvinsson
- Þráinn Jökull Elísson
- Ævar Rafn Kjartansson
- Öll lífsins gæði?
- Örlygur Hnefill Örlygsson
- Örvar Már Marteinsson
Athugasemdir
Sammála, sammála og sammála.
kv.gmaria.
Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2008 kl. 02:10
Nú er það orðið ljóst að ég verð að hætta að kalla Eddu Björgvinsdóttur - Bibbu á Brávallagötunni. Nú verð ég að fara að vanda skrif mín og hætta öllum svona niðurrifsstarfsemi á blogginu...
Æi, já ég er bara glaður yfir því að þetta mál kom upp og í framhaldi að þessi dómur var kveðinn upp. Samgleðst Ómari og er bara kátur. Nú er um að gera að virkja alla bloggara til að sýna sambloggurum sínum virðingu og vinsemd - aldrei of mikið af því í umferð.
Tiger, 27.2.2008 kl. 03:30
Blogg hefur þá kosti ,,að þar geta menn komið skoðunum sínum á framfæri. Hver og einn með sínum hætti ,, og án ábyrgðarmanns ,, Dómar mega ekki kveða niður tjáningarfrelsi , Brjóti menn hinsvegar lög og rétt á einhverjum með persónulegum ógnunum verða þeir eðlilega að sæta ábyrgð orða sinna . Það er meginmunur á því að skíta á klósettið ,,og skíta í klósettið,, Sú aðferð að geta valið inn athugasemdir hverju sinni er af hinu góða ,, Hver vill svo sem láta óhreinka bloggsíðuna sína með sjúklegum heilabrotum ,, Góð bloggsíða þarf að vera litrík ,, enn hrein .!!
Bimbó (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 07:05
Sammála, gott að fá svona dóm en best væri að fá dóm í Hæstarétt.
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.2.2008 kl. 09:00
Ekki er ég hræddur við þetta, ekki er ég sammála ritskoðun ef menn eru undir alias og gera at í samborgurum... þú mátt gera þetta ef þú gerir undir nafni og atast í einhverjum í öðru bæjarfélagi sýnist mér á skrifum BB... er BB kannski að reyna að hindra umræðu um stjórnmálamenn, öll ritskoðun er af hinu vonda, menn þurfa að ganga mjög langt ef á að fara að ráðast að mönnum... hvað með alþingismenn sem láta ljót orð falla á þingi, er það í lagi vegna þess að það vita allir hverjir þeir eru.
Sick, þekkist ekki svona mölbúaháttur úti í hinum stóra heimi
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:14
Er furða að "nafnlausir" verði hræddir ef hægt er að draga þá fyrir dómara. Held að gífuryrðunum fækki og líka þessum nafnlausu sem mega alveg hverfa mínvegna héðan af blogginu. Það er eitt að skjóta "fast" á einhvern og annað að vera með persónulegt skítkast eða ærumeiðingar. Bíðum og sjáum hvort Hæstiréttur sé sammála (sem ég vona).
Sverrir Einarsson, 27.2.2008 kl. 11:07
Fólk á að passa sig og blogga undir nafni.
Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:25
Vonandi!! Ertu til í að lesa google.is undir Jónína Ben ? Ég legg ekki í það en áhrifin á mitt nánasta fólk hafa verið sorgleg. Já eða inn á malefni.com já eða einhverjir sem skrifa undir Jónína Ben á einkamálum og jafnvel inn á mbl.is
Gefðu mér nú ráð hvort ég ætti að leggjast í málaferli. Það er enginn að hindra umræðu um stjórnmál eða viðskiptalífið en þegar fólk fær á sig persónulegt ógeð þá gilda augljóslega lög í þessu landi. Það er gott. Til hamingju Ísland. Nú fyrst getum við tjáð okkur um bankanna, stjórnsýsluna, framsóknarflokkinn án þess að fá svífyrðingar í persónulegu hatri til baka.
Er gott skíðafæri í Hlíðarfjalli núna ?
Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:03
Þeir sem blogga undir nafnleynd. Er þá ekki fjölmiðillinn sem á bloggasvæðið ábyrgur? Hvar endar það? Þá fara væntanlega allir hýsingaraðilar að loka fyrir ónafngreind komment og þú þarf að framvísa persónuskilríkjum til að geta opnað bloggprófíl. Menn færa sig þá líklega yfir á erlend bloggsvæði þar sem aðgangur er auðveldari. Þá fara dómsvöld kannski að banna erlendar netsíður eins og þegar youTube var bannað í Tyrklandi og þegar Kínverjar eru að ritskoða internetið.
Verði þessi dómur staðfestur af Hæstarétti er búið að draga ákveðna línu í bloggsandinn. Þá eiga vafalaust eftir að koma fram óendanlega mörg álitamál um hvað má segja og hvað ekki. Má segja að einhver sér mesti kommúnisti, mesti vitleysingur, mesti hommi o.s.frv. ? Bara enn og aftur, hugsum áður en við fögnum svona dómum. Málfrelsið er ekki jafn sjálfsagt og margir halda. Ef það er vafamál hvort eigi að leyfa eitthvað eða banna, þá er yfirleitt betra að leyfa. Skerðing á mannréttindum byrjar yfirleitt sakleysislega.Svo er spurning hver staðan sé ef erlendur bloggari skrifar einhvað ljótt um íslending á íslansku bloggsvæði, eða erlendu bloggsvæði??
Þorsteinn Sverrisson, 27.2.2008 kl. 12:09
Einmitt Ásdís.
Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:29
Þetta eru viturleg skrif. Nafnleysingjar og þeir sem baktala eru sennilega hræddastir. Ég hélt um stund hér á blogginu að illa væri verið að tala um mig og mína en það var sem betur fer bara misskilningur.
Jæja nafnleysingjar, komiði út úr skápnum!
Fjósakveðjur
Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:03
Takk fyrir kommentin.
Vil taka það skýrt fram að ég er að tala um nafnleysingja sem geta ekki notað nafnleysi sitt af ábyrgð. Ég þekki fólk sem skrifar nafnlaust en gerir það málefnalega og vel. Hef ekkert amast yfir því eða fundið að svoleiðis skrifum. En það eru alltof mörg dæmi þess að nafnleysið verði skjöldur fyrir þá sem vilja ausa skít yfir aðra, því miður. Það þarf að taka á svoleiðis fólki.
Annars erum við flest öll sammála og það er af hinu góða. Ég vona að allir vilji ábyrga og heiðarlega umræðu á netinu, enda er nafnlaust skítkast aldrei ábyrgt og til sóma.
Jónína: Nafnlausu skrifin um þig hafa gengið yfir öll mörk og ótrúlega margir sem hafa vegið að þér með nafnleyndinni. Það er aldrei til sóma.
Það er gott skíðafæri í Hlíðarfjalli. Hefur snjóað vel hér síðustu dagana og stefnir í meiri snjókomu. Er allavega gott að fara í fjallið og fínn snjór. :)
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 13:18
Gott að heyra Stefán Friðrik. Akureyri er fallegur bær og þegar maður er í fjallinu gleymast öll persónulegu skrifin. Ég hef hinsvegar gaman af debatti um málefni og það sem ég er að stunda í Póllandi. Þar má fólk gagnrýna mig að vild. Þar liggur munurinn.
Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:21
Öllu frelsi verður að fylgja ábyrgð.
Aha þú ert kommunisti , þetta er sama jarmið sem kemur úr vg og öfgavinstriflokkum um allan heiminn
tjáningarfrelsið í Bna er gott viðmið, kommunisk viðmið eins og d listinn hefur er það ekki
Alexander Kristófer Gústafsson, 27.2.2008 kl. 14:35
Dónalegar og meiðandi athugasemdir eru daglegt brauð á blogginu. Samkvæmt dómnum gætu væntanlega flestallir bloggarar sótt sér aura með því að fara í mál við nokkra einstaklinga.
Dómurinn í fyrrgreindu máli byggir á lögjöfnun, þar sem lög um prentað mál eru látin ná yfir athugasemdir á blogginu. Þessi rökfærsla kann að virðast eðlileg. Það er þó alls ekki víst að svo sé.
Ef litið er á prentað mál annars vegar og samtöl manna í millum hins vegar mætti halda því fram að umræður á vefnum lægju þar á milli. Grein sem skrifuð er og birt í vefmiðli er væntanlega nær prentmálinu en athugasemd á spjallþræði. Varla hefur það verið ætlun löggjafans að banna illmælgi manna á milli, enda væri vart framkvæmanlegt að fylgja slíku banni eftir. Hvað þá um opna spjallþræði?
Með öðrum orðum hlýtur að vera afar vandasamt að finna meiðyrðalöggjöfinni eðlileg mörk og því liggur algerlega beint við að þessu máli sé vísað til Hæstaréttar. Þetta liggur nefnilega alls ekki ljóst fyrir.
Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2008 kl. 14:36
Ég get ekki séð annað en að þessi dómur sé atlaga að málfrelsi. Hér var nafngreindur aðili að tjá skoðun sína. Hvort það var málefnalegt er annað mál. "Málefnaleg umræða" er skilgreiningaratriði sem ekki er hægt að lögbinda eða gefa neinum úrskurðunarvald yfir. Öllum hlýtur að vera ljóst að ef einhver kallar annan rasista þá er um huglægt mat að ræða og ekki dreifingu á ósönnum staðreyndum.
Svo þetta með nafnleynd sem þú minnist á. Það er hluti af málfrelsislögjöf að allir hafa rétt á því að tjá sig undir nafnleynd og ef einhver krefst opinberunar á nafni mælenda til þess að viðkomandi fái birt sína skoðun er það hreinlega á skjön við málfrelsislöggjöf. Ritskoðun og lagabrot m.ö.o.
Ég get svo sem skilið að undir nafnleynd komi ýmislegt sem miður er, ss meiðyrði en slík ummæli hljóta að vera skoðuð í samhengi nafnleysis. Hver tekur mark á nafnlausum stóryrðum? Ekki ég, og ég er viss um að þannig er því farið með allt fullorðið fólk. Ef við viljum lifa við málfrelsi þurfum við að þola að sumt sem sagt er sé ómálefnalegt og jafnvel algjör þvæla. Samanber Múhameðsteikningar.
Spurningin er semsagt; málfrelsi eða ekki? Hér tekur Héraðsdómur afstöðu GEGN málfrelsi. Þessu verður alveg örugglega snúið í Hæstarétti því þetta stenst ekki lög.
Jonni, 27.2.2008 kl. 15:04
BTW; ég heiti Jón Gunnar Ákason
Jonni, 27.2.2008 kl. 15:05
Takk fyrir kommentin.
Það er gott að heyra í öðrum með þetta. Ég ætla svosem ekki að fella dóm. Það er gott að Gaukur hefur áfrýjað, enda er mikilvægt að Hæstiréttur fari yfir málið og komi með úrskurð, sem mun reyndar hafa mikil áhrif. Það er eðlilegast að þetta fari fyrir Hæstarétt úr þessu og við fáum alvöru fordæmi. Mér finnst eðlilegt að það sé siðferðisrammi yfir netinu en það getur enginn mótað hann nema dómstólar og því er mikilvægt að þetta fari alla leið.
mbk.
Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 17:59
Þetta er atlaga að málfrelsi, menn geta heyrt verri orð á alþingi eða frá ráðherrum, samkvæmt þessu þá er aðalmálið að menn séu undir nafni sem er gersamlega óskiljanlega fáránlegt take á málum.
Ef þú ert niðri í bæ og þar kemur maður sem þú veist hvað heitir, maðurinn lemur þig og þú ert bara sátt(ur), svo síðar lemur maður þig sem þú veist ekki hvað heitir og er með grímu og þú alveg klikk..
Þessir menn eru að reyna að eyðileggja það frelsi sem netið hefur gefið okkur, hér dæma menn einhverja nafnleysingja og úthúða þeim þegar klárlega eru fleiri sem úthúða undir nafni samkvæmt því sem ég hef séð.
Allur heimurinn mun hlæja að þessum fáránleika, fáránleika sem minnir bara á Kína eða Norður Kóreu.
DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:03
NAFNLEYSINGI ,, er sá maður sem vill tjá sig án þess að nafnið komi málinu nokkuð við ,, Rithöfundar hafa ritað bækur í skjóli nafnleyndar,, Frægasta saga á Íslandi er ,,Njála,, Hinsvegar svíður mér þegar ég sé í sjónvarpinu glæpamenn og allskonar skríl með lambhúshettur fremja ódæði sín , Ég bara þori varla að nota lambhúshettuna mína þessa dagana í vetrarkuldanum ,, Að viðhafa stór orð í skjóli nafnleyndar sýnir lítinn mann með of mikinn orðaforða ,, Að ógna lífi einhvers , eða brjóta niður öryggiskennd með ógnunum er glæpur , Að berjast á ritvellinum með fúkyrðum sem koma málefninu ekkert við , Sýnir fátækt á rökhyggju .....
Bimbó (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.