Eru nafnleysingjarnir hræddastir við bloggdóminn?

Bloggdómurinn er sögulegur og markar tímamót í bloggheimum. Eðlilega, enda er þar loksins ljóst að bloggið er fjölmiðill og þeir sem þar skrifa bera fulla ábyrgð á því sem þeir segja. Það er mjög gott að þeir sem ganga lengst í skítkasti og vega að fólki með skrifum sínum viti að þeir verða að bera ábyrgð á því sem þeir segja. Það er væntanlega svo að nafnleysingjarnir sem blogga og ráðast að fólki með ómerkilegum hætti eru einna hræddastir við þennan dóm og þau tímamót sem hann boðar. Það er eðlilegt í sjálfu sér.

Það er fjarstæða að þessi dómur sé atlaga að málfrelsinu. Öllu frelsi verður að fylgja ábyrgð. Við eigum alveg að geta tjáð skoðanir okkar og tjáð það sem við viljum um málefnin sem hæst bera án þess að ráðast persónulega að fólki og vega að einhverjum ómerkilega og vera rætin í skrifum. Það er eðlilegt að þeir sem verði fyrir þannig árásum sæki sinn rétt og það gerði Ómar R. Valdimarsson. Eðlilegt bara. Hann vildi fá ummæli dæmd dauð og ómerk, fannst vegið að sér. Dómarinn tekur undir kröfu hans.

Það er virkilega gaman að blogga. Sem betur fer er okkur bloggurum alltaf að fjölga. En það verður að vera öllum ljóst að öllu frelsi fylgir ábyrgð - með því að skrifa erum við að byggja upp eigin fjölmiðil og við verðum að vera meðvituð um að skrifin geta orðið umdeild. Þessi sögulegi dómur mun vonandi færa okkur uppbyggilegri og heiðarlegri skrif og umfjöllun á netinu. Það er eðlilegt að ljóst sé að þeir sem blogga bera fulla ábyrgð á skrifum sínum, það er ekkert prívat við það.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðrún María Óskarsdóttir.

Sammála, sammála og sammála.

kv.gmaria.

Guðrún María Óskarsdóttir., 27.2.2008 kl. 02:10

2 Smámynd: Tiger

 Nú er það orðið ljóst að ég verð að hætta að kalla Eddu Björgvinsdóttur - Bibbu á Brávallagötunni. Nú verð ég að fara að vanda skrif mín og hætta öllum svona niðurrifsstarfsemi á blogginu...

Æi, já ég er bara glaður yfir því að þetta mál kom upp og í framhaldi að þessi dómur var kveðinn upp. Samgleðst Ómari og er bara kátur. Nú er um að gera að virkja alla bloggara til að sýna sambloggurum sínum virðingu og vinsemd - aldrei of mikið af því í umferð.

Tiger, 27.2.2008 kl. 03:30

3 identicon

Blogg hefur þá kosti ,,að þar geta menn komið skoðunum sínum á framfæri. Hver og einn með sínum hætti ,, og án ábyrgðarmanns ,, Dómar mega ekki kveða niður tjáningarfrelsi , Brjóti menn hinsvegar lög og rétt á einhverjum með persónulegum ógnunum verða þeir eðlilega að sæta ábyrgð orða sinna . Það er meginmunur á því að skíta á klósettið ,,og skíta í klósettið,, Sú aðferð að geta valið inn athugasemdir hverju sinni er af hinu góða ,, Hver vill svo sem láta óhreinka bloggsíðuna sína með sjúklegum heilabrotum ,, Góð bloggsíða þarf að vera litrík ,, enn hrein .!!

Bimbó (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 07:05

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Sammála, gott að fá svona dóm en best væri að fá dóm í Hæstarétt.

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 27.2.2008 kl. 09:00

5 identicon

Ekki er ég hræddur við þetta, ekki er ég sammála ritskoðun ef menn eru undir alias og gera at í samborgurum... þú mátt gera þetta ef þú gerir undir nafni og atast í einhverjum í öðru bæjarfélagi sýnist mér á skrifum BB... er BB kannski að reyna að hindra umræðu um stjórnmálamenn, öll ritskoðun er af hinu vonda, menn þurfa að ganga mjög langt ef á að fara að ráðast að mönnum... hvað með alþingismenn sem láta ljót orð falla á þingi, er það í lagi vegna þess að það vita allir hverjir þeir eru.
Sick, þekkist ekki svona mölbúaháttur úti í hinum stóra heimi

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 10:14

6 Smámynd: Sverrir Einarsson

Er furða að "nafnlausir" verði hræddir ef hægt er að draga þá fyrir dómara. Held að gífuryrðunum fækki og líka þessum nafnlausu sem mega alveg hverfa mínvegna héðan af blogginu. Það er eitt að skjóta "fast" á einhvern og annað að vera með persónulegt skítkast eða ærumeiðingar. Bíðum og sjáum hvort Hæstiréttur sé sammála (sem ég vona).

Sverrir Einarsson, 27.2.2008 kl. 11:07

7 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Fólk á að passa sig og blogga undir nafni.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 11:25

8 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Vonandi!! Ertu til í að lesa google.is undir Jónína Ben ? Ég legg ekki í það en áhrifin á mitt nánasta fólk hafa verið sorgleg. Já eða inn á malefni.com já eða einhverjir sem skrifa undir Jónína Ben á einkamálum og jafnvel inn á mbl.is

Gefðu mér nú ráð hvort ég ætti að leggjast í málaferli. Það er enginn að hindra umræðu um stjórnmál eða viðskiptalífið en þegar fólk fær á sig persónulegt ógeð þá gilda augljóslega lög í þessu landi. Það er gott. Til hamingju Ísland. Nú fyrst getum við tjáð okkur um bankanna, stjórnsýsluna, framsóknarflokkinn án þess að fá svífyrðingar í persónulegu hatri til baka.

Er gott skíðafæri í Hlíðarfjalli núna ?

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:03

9 Smámynd: Þorsteinn Sverrisson

Þeir sem blogga undir nafnleynd.  Er þá ekki fjölmiðillinn sem á bloggasvæðið ábyrgur? Hvar endar það?  Þá fara væntanlega allir hýsingaraðilar að loka fyrir ónafngreind komment og þú þarf að framvísa persónuskilríkjum til að geta opnað bloggprófíl. Menn færa sig þá líklega yfir á erlend bloggsvæði þar sem aðgangur er auðveldari. Þá fara dómsvöld kannski að banna erlendar netsíður eins og þegar youTube var bannað í Tyrklandi og þegar Kínverjar eru að ritskoða internetið.

Svo er spurning hver staðan sé ef erlendur bloggari skrifar einhvað ljótt um íslending á íslansku bloggsvæði, eða erlendu bloggsvæði??

Verði þessi dómur staðfestur af Hæstarétti er búið að draga ákveðna línu í bloggsandinn. Þá eiga vafalaust eftir að koma fram óendanlega mörg álitamál um hvað má segja og hvað ekki. Má segja að einhver sér mesti kommúnisti, mesti vitleysingur, mesti hommi o.s.frv. ?  Bara enn og aftur, hugsum áður en við fögnum svona dómum. Málfrelsið er ekki jafn sjálfsagt og margir halda.  Ef það er vafamál hvort eigi að leyfa eitthvað eða banna, þá er yfirleitt betra að leyfa. Skerðing á mannréttindum byrjar yfirleitt sakleysislega.

Þorsteinn Sverrisson, 27.2.2008 kl. 12:09

10 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Einmitt Ásdís.

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 12:29

11 identicon

Þetta eru viturleg skrif. Nafnleysingjar og þeir sem baktala eru sennilega hræddastir. Ég hélt um stund hér á blogginu að illa væri verið að tala um mig og mína en það var sem betur fer bara misskilningur.

Jæja nafnleysingjar,  komiði út úr skápnum!

Fjósakveðjur

Brúnkolla (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:03

12 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Vil taka það skýrt fram að ég er að tala um nafnleysingja sem geta ekki notað nafnleysi sitt af ábyrgð. Ég þekki fólk sem skrifar nafnlaust en gerir það málefnalega og vel. Hef ekkert amast yfir því eða fundið að svoleiðis skrifum. En það eru alltof mörg dæmi þess að nafnleysið verði skjöldur fyrir þá sem vilja ausa skít yfir aðra, því miður. Það þarf að taka á svoleiðis fólki.

Annars erum við flest öll sammála og það er af hinu góða. Ég vona að allir vilji ábyrga og heiðarlega umræðu á netinu, enda er nafnlaust skítkast aldrei ábyrgt og til sóma.

Jónína: Nafnlausu skrifin um þig hafa gengið yfir öll mörk og ótrúlega margir sem hafa vegið að þér með nafnleyndinni. Það er aldrei til sóma.

Það er gott skíðafæri í Hlíðarfjalli. Hefur snjóað vel hér síðustu dagana og stefnir í meiri snjókomu. Er allavega gott að fara í fjallið og fínn snjór. :)

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 13:18

13 Smámynd: Jónína Benediktsdóttir

Gott að heyra Stefán Friðrik. Akureyri er fallegur bær og þegar maður er í fjallinu gleymast öll persónulegu skrifin. Ég hef hinsvegar gaman af debatti um málefni og það sem ég er að stunda í Póllandi. Þar má fólk gagnrýna mig að vild. Þar liggur munurinn.

Jónína Benediktsdóttir, 27.2.2008 kl. 13:21

14 Smámynd: Alexander Kristófer Gústafsson

Öllu frelsi verður að fylgja ábyrgð. 

Aha þú ert kommunisti , þetta er sama jarmið sem kemur úr vg og öfgavinstriflokkum um allan heiminn

tjáningarfrelsið í Bna er gott viðmið, kommunisk viðmið eins og d listinn hefur er það ekki

Alexander Kristófer Gústafsson, 27.2.2008 kl. 14:35

15 Smámynd: Þorsteinn Siglaugsson

Dónalegar og meiðandi athugasemdir eru daglegt brauð á blogginu. Samkvæmt dómnum gætu væntanlega flestallir bloggarar sótt sér aura með því að fara í mál við nokkra einstaklinga.

Dómurinn í fyrrgreindu máli byggir á lögjöfnun, þar sem lög um prentað mál eru látin ná yfir athugasemdir á blogginu. Þessi rökfærsla kann að virðast eðlileg. Það er þó alls ekki víst að svo sé.

Ef litið er á prentað mál annars vegar og samtöl manna í millum hins vegar mætti halda því fram að umræður á vefnum lægju þar á milli. Grein sem skrifuð er og birt í vefmiðli er væntanlega nær prentmálinu en athugasemd á spjallþræði. Varla hefur það verið ætlun löggjafans að banna illmælgi manna á milli, enda væri vart framkvæmanlegt að fylgja slíku banni eftir. Hvað þá um opna spjallþræði?

Með öðrum orðum hlýtur að vera afar vandasamt að finna meiðyrðalöggjöfinni eðlileg mörk og því liggur algerlega beint við að þessu máli sé vísað til Hæstaréttar. Þetta liggur nefnilega alls ekki ljóst fyrir.

Þorsteinn Siglaugsson, 27.2.2008 kl. 14:36

16 Smámynd: Jonni

Ég get ekki séð annað en að þessi dómur sé atlaga að málfrelsi. Hér var nafngreindur aðili að tjá skoðun sína. Hvort það var málefnalegt er annað mál. "Málefnaleg umræða" er skilgreiningaratriði sem ekki er hægt að lögbinda eða gefa neinum úrskurðunarvald yfir. Öllum hlýtur að vera ljóst að ef einhver kallar annan rasista þá er um huglægt mat að ræða og ekki dreifingu á ósönnum staðreyndum.

Svo þetta með nafnleynd sem þú minnist á. Það er hluti af málfrelsislögjöf að allir hafa rétt á því að tjá sig undir nafnleynd og ef einhver krefst opinberunar á nafni mælenda til þess að viðkomandi fái birt sína skoðun er það hreinlega á skjön við málfrelsislöggjöf. Ritskoðun og lagabrot m.ö.o.

Ég get svo sem skilið að undir nafnleynd komi ýmislegt sem miður er, ss meiðyrði en slík ummæli hljóta að vera skoðuð í samhengi nafnleysis. Hver tekur mark á nafnlausum stóryrðum? Ekki ég, og ég er viss um að þannig er því farið með allt fullorðið fólk. Ef við viljum lifa við málfrelsi þurfum við að þola að sumt sem sagt er sé ómálefnalegt og jafnvel algjör þvæla. Samanber Múhameðsteikningar.

Spurningin er semsagt; málfrelsi eða ekki? Hér tekur Héraðsdómur afstöðu GEGN málfrelsi. Þessu verður alveg örugglega snúið í Hæstarétti því þetta stenst ekki lög.

Jonni, 27.2.2008 kl. 15:04

17 Smámynd: Jonni

BTW; ég heiti Jón Gunnar Ákason

Jonni, 27.2.2008 kl. 15:05

18 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk fyrir kommentin.

Það er gott að heyra í öðrum með þetta. Ég ætla svosem ekki að fella dóm. Það er gott að Gaukur hefur áfrýjað, enda er mikilvægt að Hæstiréttur fari yfir málið og komi með úrskurð, sem mun reyndar hafa mikil áhrif. Það er eðlilegast að þetta fari fyrir Hæstarétt úr þessu og við fáum alvöru fordæmi. Mér finnst eðlilegt að það sé siðferðisrammi yfir netinu en það getur enginn mótað hann nema dómstólar og því er mikilvægt að þetta fari alla leið.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 17:59

19 identicon

Þetta er atlaga að málfrelsi, menn geta heyrt verri orð á alþingi eða frá ráðherrum, samkvæmt þessu þá er aðalmálið að menn séu undir nafni sem er gersamlega óskiljanlega fáránlegt take á málum.
Ef þú ert niðri í bæ og þar kemur maður sem þú veist hvað heitir, maðurinn lemur þig og þú ert bara sátt(ur), svo síðar lemur maður þig sem þú veist ekki hvað heitir og er með grímu og þú alveg klikk..
Þessir menn eru að reyna að eyðileggja það frelsi sem netið hefur gefið okkur, hér dæma menn einhverja nafnleysingja og úthúða þeim þegar klárlega eru fleiri sem úthúða undir nafni samkvæmt því sem ég hef séð.
Allur heimurinn mun hlæja að þessum fáránleika, fáránleika sem minnir bara á Kína eða Norður Kóreu.

DoctorE (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 21:03

20 identicon

NAFNLEYSINGI ,, er sá maður sem vill tjá sig án þess að nafnið komi málinu nokkuð við ,, Rithöfundar hafa ritað bækur í skjóli nafnleyndar,, Frægasta saga á Íslandi er ,,Njála,,  Hinsvegar svíður mér þegar ég sé í sjónvarpinu glæpamenn og allskonar skríl með lambhúshettur fremja ódæði sín , Ég bara þori varla að nota lambhúshettuna mína þessa dagana í vetrarkuldanum ,, Að viðhafa stór orð í skjóli nafnleyndar sýnir lítinn mann með of mikinn orðaforða ,, Að ógna lífi einhvers , eða brjóta niður öryggiskennd með ógnunum er glæpur , Að berjast á ritvellinum með fúkyrðum sem koma málefninu ekkert við , Sýnir fátækt á rökhyggju .....

Bimbó (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 20:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband