Umdeild ummæli Friðriks Ómars

Friðrik Ómar Það hefur verið mikil umræða í bloggheimum um ummæli Friðriks Ómars eftir sigurinn í Eurovision um síðustu helgi. Miðað við forsögu þess máls er eðlilegt að Friðrik hafi orðið argur yfir framkomu í garð ættingja sína í Smáralind og leiðinlegu orðavali, en það er mannlegt að geta gert mistök og ég tel að hann hafi farið vel yfir allt málið.

Það er eðlilegt að hver og einn hafi skoðanir á ummælunum en eftir stendur að Friðrik Ómar hefur tjáð sig vel um það hverjum ummælin voru ætluð og hver ástæðan að baki þeim hafi verið. Það hlýtur að teljast nægjanleg skýring og málinu eigi þar með að vera lokið. Það er enda ekkert meira eftir um að tala og staða málsins vel ljós eftir yfirlýsingar Friðriks Ómars, t.d. í Kastljósi.

Það er ljóst að mikil keppnisharka var á milli Mercedes Club og Eurobandsins og það féllu leiðinleg ummæli frá báðum aðilum fyrir og eftir keppnina. Það er ekkert meira um það að segja. Úrslitin eru ljós og þjóðin valdi sigurvegarann mjög afgerandi. Það deilir vonandi enginn um það hver sigraði og hvort lagið var betra.

Þessi deila um ummælin er þó ekki til neins fallin nema að rýra báða aðila og vonandi er að þeir aðilar geti sæst og hætt leiðinlegum persónulegum hnútuköstum og árásum hvort í annars garð.

mbl.is Mikil umræða um ummæli Friðriks Ómars
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst komið nóg af þessari umræðu, búið að afgreiða alla enda finnst mér og málið er orðið o.k. að mínum mati. Þetta er ágætis endahnútur hjá þér.

Ásdís Sigurðardóttir, 27.2.2008 kl. 13:17

2 identicon

Bíddu nú við, leiðinleg komment frá merzedes club um júróbandið?

Held að þú verðir að benda á eitthvað máli þínu til stuðnings því ég veit ekki til þess að neinn einasti meðlimur Merzedes hafi sagt neitt slæmt um júróbandið. En ef þú getur bent mér á eitthvað skal ég glaður éta þetta ofan í mig!

Einar (IP-tala skráð) 27.2.2008 kl. 13:47

3 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Ásdís: Já, vonandi mun róast yfir þessu og aðilar málsins sættast. Það er ekkert annað eðlilegt í spilunum.

Einar: Er fyrst og fremst að tala um ummæli Gillz eftir keppnina þar sem eru leiðinleg ummæli í garð Friðriks, sem voru óþörf og bættu engu við nema leiðindum. Annars var hvasst yfir fyrir keppnina. Það vissu allir að þessi lög kepptu um sigurinn og það gekk á ýmsu. Nú er best að aðilar sættist og klári þetta mál. Báðir aðilar létu leiðinleg ummæli falla og það er hvorugum aðila til sóma, þó ég skilji reyndar að Friðrik hafi verið argur eftir þau ummæli sem féllu í Smáralind um nánustu ættingja hans, sem voru mjög ósmekkleg svo ekki sé fastar að orði kveðið.

Stefán Friðrik Stefánsson, 27.2.2008 kl. 13:57

4 Smámynd: Jón Agnar Ólason

Hver voru þessi ósmekklegu ummæli? Þessi umræða tröllríður fjölmiðlum en aldrei kemur fram hvaða voðalegu ummæli um var að ræða. Veit einhver hver þau voru? Ég er akkúrat engu nær eftir arfaslakt Kastljósviðtal sem leiddi akkúrat ekkert nýtt í ljós.

Jón Agnar Ólason, 27.2.2008 kl. 15:29

5 Smámynd: Jón Ingi Cæsarsson

Það er tímasóun að eyða púðri í þetta arfaslaka lag sem vann þessa keppni. Ummæli Friðriks voru barnaleg og sýndu okkur lítið þroskaðan einstakling sem missti stjórn á skapi sínu.... dapur fulltrúi Íslands í Evróvision

Jón Ingi Cæsarsson, 28.2.2008 kl. 23:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband