Franskt fylgishrun - hallar undan fæti hjá Sarkozy

Nicolas Sarkozy og Carla Bruni SarkozyÞað hafa fáir forsetar á síðustu árum fengið betri byr í seglin til að taka við völdum en Nicolas Sarkozy, forseti Frakklands. Innan við ári eftir glæsilegt forsetakjör og sigur í þingkosningum eru Frakkar að missa trúna á forsetanum - fylgir hrynur af honum og virðist þar í senn um að kenna umdeildu einkalífi hans og skapgerðarbrestum. Það fór illa í franska alþýðu þegar að forsetinn sagði gesti á landbúnaðarsýningu að fara til fjandans.

Svo er alveg greinilegt að Frakkar eru ekki parhrifnir af nýrri forsetafrú sinni, Clöru Bruni, sem Sarkozy giftist í byrjun mánaðarins. Umdeilt einkalíf forsetans með Bruni í aðdraganda giftingarinnar fær augljóslega falleinkunn í þessari mælingu og augljóst að hin nýja forsetafrú, sem fræg er af tónlistar- og fyrirsætustörfum auk ástarsambands við Eric Clapton og Mick Jagger, er ekki beint að reynast vinsæll fylgihlutur forsetans. Þvert á móti er virðingin fyrir forsetaembættinu undir verkstjórn Sarkozy á hraðri niðurleið.

Sarkozy virðist vera að klúðra sínum málum semsagt svakalega, aðeins á innan við ári. Það eru vissulega enn fjögur ár til forsetakosninga, en þessi vonda mæling forsetans, sem hafði metstuðning í könnunum og frábæran kosningasigur í farteskinu við embættistökuna í Elysée-höll, skaðar hægristjórnina í Frakklandi og gæti leitt til vondrar stöðu hægrimanna í byggðakosningum.

Þegar að Sarkozy tók við af Jacques Chirac í maí á síðasta ári var litið á hann sem fulltrúa nýrrar tíma og hann fékk traust umboð til að vera boðberi þess. Það virðist vera að honum sé að mistakast að halda stuðningi franskra kjósenda og er það um leið áfall fyrir franska hægrimenn sem treystu Sarkozy fyrir því að leiða þá til áhrifa og valda um langt skeið.


mbl.is Stuðningur við Sarkozy fer dvínandi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Fannar frá Rifi

að reyna að halda uppi stöðugum vinsældum milli kannanna þegar langt er til kosninga er ávísun upp á það að gera ekki neitt.

ég held að málefni varðandi eftirlaun og eftirlauna aldur hafi meira að segja þarna um heldur en séð og heyrt stemmninguna í kringum einkalíf hans.  

Fannar frá Rifi, 28.2.2008 kl. 00:56

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Það kemur margt til já í þessu. Ekkert eitt atriði, en framkoma forsetans á þessari landbúnaðarráðstefnu var auðvitað ekki honum til sóma. Hann er skapmikill en virðist ekki gá nógu vel að sér. Franskir forsetar hafa jafnan verið skapmenn en passað sig á réttum stöðum. Þetta er umdeilt hjónaband og það mun ráðast í tímans rás hvort það verði heillaákvörðun fyrir forsetann að hafa Cörlu sér við hlið. En hún er engin ídeal forsetafrú og verður aldrei. Það er langt í kosningar fyrir Sarko, en þetta virðist fara brokkgengt af stað.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2008 kl. 01:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband