Dapurt ástand - verður Eurovision haldið í Serbíu?

Marija Serifovic Það vekur athygli að sérstaklega þurfi að hafa áhyggjur af öryggi þátttakenda í Eurovision er keppnin verður haldin í Serbíu eftir nokkra mánuði. Það er svosem eðlilegt að umræða sé um pólitíska stöðu í landinu og greinilegt er að staða mannréttinda þar er ekki beint beysin. Samkynhneigðir þátttakendur virðast óttast um öryggi sitt við að fara til Serbíu og reyndar er öllum ljóst eftir óeirðir og læti í Serbíu að það er ekkert öruggt við að fara þangað.

Sérstaklega er þessi umræða um stöðu samkynhneigðra í Serbíu mjög merkileg einkum í ljósi þess að serbneska söngkonan, Marija Serifovic, sem vann keppnina í Helsinki í fyrra er samkynhneigð og var mjög fjallað um persónu hennar og lífsstíl einmitt fyrir ári þegar að hún vann. Það er eðlilegt að rætt sé opinskátt um stöðuna í Serbíu. Heyrði umræðu um daginn þar sem velt var fyrir sér hvort Serbía væri ákjósanlegur keppnisstaður og öruggur að öllu leyti. Sitt sýnist hverjum um það og það virðist vera ólga undir niðri með staðsetninguna.

Það hefur þó ekki gerst áratugum saman, jafnvel frá upphafi, að keppnin sé færð til og gestgjafinn afsali sér því að halda utan um pakkann. Var síðast rætt um það þegar að Írland hélt keppnina í fimmta skiptið á innan við áratug og þótti mörgum þar þá nóg komið um kostnaðinn og fleira. Síðan hafa Írar reyndar ekki þurft að hafa miklar áhyggjur og er reyndar svo komið nú að þeir senda kalkún sem sinn fulltrúa.

Mér finnst áhyggjur um stöðuna í Serbíu réttmætar og eðlilegt að taka þessa umræðu. Það bendir þrátt fyrir allt þó til þess að þeir sem greinilega óttast um öryggi sitt verði að fara til Serbíu, nema þá að yfirmenn keppninnar taki af skarið af ótta við stöðu mála á svæðinu. En kannski munu menn taka áhættuna, vitandi af pólitísku ástandi þar og stöðu mannréttindamála.


mbl.is Samkynhneigðir varaðir við því að fara til Serbíu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

... Einhvernvegin finnst mér eins og að seint á 7. og snemma á 8. áratug síðustu aldar hafi það einmitt gerst að England hafi haldið keppnina fyrir Lúxemborg og einhver lönd einu sinni eða tvisvar.

 http://en.wikipedia.org/wiki/Eurovision#Hosting_2 <-- BBC hefur 4 sinnum haldið keppnina fyrir aðra þjóð vegna kostnaðar og svo hefur Holland einu sinni haldið hana fyrir Ísrael.

En annars er ég sammála þér.  Mér finnst mjög sorglegt að það þurfi að vara samkynhneigða við því að fara til Serbíu.  Og mér finnst líka ástæða til þess að athuga hvort það sé yfir höfuð öruggt að halda keppnina þarna.  Það er ekki beint stabílt ástand þar. 

Helga Dís Björgúlfsdóttir (IP-tala skráð) 28.2.2008 kl. 00:57

2 Smámynd: Stefán Friðrik Stefánsson

Takk kærlega fyrir kommentið Helga Dís.

Já, þetta er ekki beysin staða en vonandi getur keppnin farið fram eðlilega, þó efasemdir séu uppi um það nú. Staðan er eldfim og eðlilegt að fólk vilji helst sleppa við svona ferðalag út í óvissuna, þar sem pólitískt ástand er í krísu og mannréttindi ekki hátt skrifuð.

Tékkaði á þessu. Þetta er já alveg rétt hjá þér. Gleymdi að tékka á þessu áður en ég setti inn færsluna en vissi að það var allavega langt síðan. Gott að fá þetta komment hjá þér. Vonandi mun ganga að halda keppnina núna.

mbk.

Stefán Friðrik Stefánsson, 28.2.2008 kl. 01:07

3 Smámynd: Tiger

Skelfilegt er þessi söngvakeppni á eftir að verða sú blóðugusta í sögu keppninnar. Það er að segja ef öfgasamtök fara af stað þarna úti til að vekja athygli á málstað sínum - með því að stúta svona eins og nokkrum þjóðlegum söngvurum. Stórkostlegt tækifæri fyrir þá einmitt núna til að fá fólk til að taka eftir sér - með allar þessar þjóðir á sama punkti og milljónir manna að horfa á...

Tiger, 28.2.2008 kl. 02:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband